Morgunblaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja í janúar á frábærum kjörum. Þú dvelur í tvær vikur á verði einnar. Bókaðu og tryggðu þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 10. og 17. janúar frá kr. 39.990 Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin - 2 vikur Verð frá kr.39.990 Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í 2 vikur 10. og 17. janúar. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000 á mann (þ.e. þriðja vikan). Verð frá kr.49.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó í 2 vikur 10. og 17. janúar. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 10.000 á mann (þ.e. þriðja vikan). TVÆR VIKUR Á VERÐI EINNAR BJÖRGVIN Franz Gíslason lék eitt aðalhlutverkanna í áramótaskaupi Sjónvarpsins á gamlárskvöld og má segja að hann hafi stolið senunni með söngatriðum þar sem hann lék hina ýmsu skemmtikrafta þjóðar- innar og virtist þá ekki skipta máli hvort um væri að ræða jafnólíka listamenn og Birgittu Haukdal, Krumma í Mínus eða Geir Ólafsson. Björgvin segir að afar skemmti- legt hafi verið að vinna að gerð skaupsins. Hugmyndin að því að leika ólíka söngvara og poppara kemur frá Björgvini sjálfum, en hann hefur unnið sem skemmti- kraftur undanfarin ár og komið víða fram. „Þegar ég hef verið að skemmta hef ég oft sagt gestum að ákveðnir landsþekktir skemmti- kraftar hafi ætlað að koma en því miður forfallast og að ég verði að bjarga málunum. Svo gríp ég hár- kollu, fer í jakka og leik viðkom- andi,“ segir Björgvin. Mæðgin í skaupinu Auk þess að skemmta hefur hann haft í nógu að snúast en í vetur hefur hann leikið í barnaleikritinu Klaufar og kóngsdætur og talsett teikni- myndir en fram undan hjá honum er hlutverk í leikritinu Virkjun, sem Þórhildur Þorleifsdóttir mun leik- stýra. Þá hyggst hann safna hári á næstu vikum, þar sem til stendur að hljómsveitin The Doors Tribute Band komi saman en þar er Björg- vin í gervi Jims Morrisons og tekur gamla Doors-slagara. „Þetta er svona eins og gengur og gerist á Íslandi, ef maður er heppinn að þá eru mörg skemmtileg verkefni sem maður fæst við,“ segir hann. Lykilmenn í áramótaskaupinu á gamlársdag voru mæðgin, því Edda Björgvinsdóttir, móðir Björgvins, leikstýrði skaupinu og Björgvin var í einu aðalhlutverkanna. Fjölskyldu- tengslin náðu reyndar enn lengra því yngsti sonur Eddu, Róbert Óliver, tólf ára, lék þar sjálfan for- seta Íslands og tók sporið með Ind- landsforseta í skemmtilegu atriði. Enn einn ættinginn, Sara Ísabella, 7 ára, lék líka í skaupinu en Sara lýsti framtíðardraumum sínum, sem fól- ust meðal annars í því að kaupa snekkju. Björgvin viðurkennir að hann hafi fyrir fram verið dálítið smeykur um að tengsl hans sem leikara í skaup- inu við leikstjórann myndu fara fyrir brjóstið á fólki. „En það gladdi mig svo mikið að fólk fór að hringja eftir skaupið og hæla mér fyrir að ég hefði staðið mig vel og bróðir minn líka. Þannig að eftir að fólk gladdist yfir þessu og skemmti sér, held ég að fólk hafi ekki litið þetta neikvæðum augum, heldur verið jákvætt. Ég hef heyrt margar ánægjuraddir, bæði með skaupið og eins okkur og það gladdi mig mikið,“ segir Björgvin og lætur vel af samstarfi við móður sína við gerð skaupsins, enda alvanur að vinna með bæði móður sinni og föð- ur. „Mér finnst gaman að vinna með foreldrum mínum, þannig að ég skammast mín ekki neitt fyrir þetta,“ segir hann og hlær. Þegar Björgvin er spurður út í sjálft skaupið og hvort greina hafi mátt nýjar áherslur þar miðað við fyrri ár, t.d. minni áherslu á helstu fréttir og viðburði ársins, segir hann að reynt hafi verið að hafa fjölbreytt úrval af efni í skaupinu, enda komi allajafna nýjar áherslur með nýjum leikstjórum. „Það er auðvitað óhjákvæmilegt í áramótaskaupum að tekið sé fyrir það sem gerðist á árinu, en mér finnst líka mikilvægt að hafa eitt- hvert óskylt grín í þessum þáttum,“ segir Björgvin og er ánægður með hvernig til tókst. „Lá aldrei neitt annað fyrir“ Björgvin útskrifaðist úr Leiklist- arskóla Íslands árið 2001 og segist hafa fengið háskólagráðu fyrir nokkra tilviljun, því skólinn hafi ver- ið færður upp á háskólastig meðan hann var í náminu og hann fékk því BA-gráðu á endanum, þrátt fyrir að hafa ekki lokið stúdentsprófi á sín- um tíma. Árin í leiklistarskólanum voru þó langt í frá hans fyrstu skref í leiklistinni, því Björgvin hefur feng- ist við leik og söng frá því hann man eftir sér. Eflaust margir sem muna eftir honum sem ungri stjörnu í Óla prik eða úr Stellu í orlofi, en hann gefur þó lítið fyrir þá goðsögn að ekki rætist úr barnastjörnum. „Það lá aldrei neitt annað fyrir en að gera þetta,“ segir Björgvin. | 40 Leikarinn Björgvin Franz Gíslason lék stórt hlutverk í áramótaskaupi Sjónvarpsins á gamlárskvöld Senuþjófur í söngvaragervi Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Björgvin segist hafa verið smeykur fyrirfram vegna tengsla sinna við Eddu Björgvinsdóttur leikstjóra en jákvæð viðbrögð eftir á hafi glatt hann. fjölgað jafnmikið og árið 2004 þeg- ar nýskráðir hundar voru 299 tals- ins. Flestir skráðir hundar eru blendingar, en af tegundum eru labrador, golden retriever, íslensk- ur fjárhundur, border collie og cavalier king Charles algengastir. Greinileg aukning er í fjölda smá- hunda og líklegt að skráningu þeirra sé nokkuð ábótavant. Minna um lausagöngu Fjöldi hunda, sem hafa verið teknir af hundaeftirlitsmönnum borgarinnar og fluttir að Leirum á Kjalarnesi árið 2005, er 136. Árið 2004 voru þeir hins vegar 170 tals- ins. „Hundar sem eru merktir eru nær undantekningarlaust sóttir af eigendum sínum,“ segir Árný Sig- urðardóttir, forstöðumaður Heil- brigðiseftirlits og vöktunar um- hverfissviðs Reykjavíkur. „Ef um ómerkta hunda, sem ekki er vitað um eigendur að, er að ræða er reynt að koma þeim fyrir hjá nýj- um eigendum. Ef það gengur ekki þá þarf að aflífa þá. Síðan er í örfá- um tilvikum farið fram á aflífun hunda sem af sérfróðum aðilum eru taldir hættulegir og hafa valdið tjóni.“ Árný segir lausagöngu hunda hafa minnkað undanfarin ár þrátt fyrir að hundum hafi fjölgað. Hún segir kvartanir sem berist á borð hundaeftirlitsins annars eðlis en þær voru og snúi meira að óþrifn- aði og ónæði af völdum hunda en lausagöngu þeirra í borgarlandinu. Hún segir langflesta hundaeig- endur til mikillar fyrirmyndar. „Við teljum aðstöðu fyrir hunda í borginni mjög góða,“ segir Árný. „Geirsnefið er mjög glæsilegt svæði og hefur umgengni þar batn- að mikið.“ Gjaldskrá fyrir hundahald í Reykjavík hefur verið óbreytt síð- an í janúar 2003 og verður óbreytt árið 2006. Gjöldum vegna hunda- halds er ætlað að standa undir kostnaði sem hlýst af hundahaldi. SKRÁÐUM hundum í Reykjavík fjölgaði um 75 á árinu 2005, en frá árinu 2002 hefur þeim fjölgað um 309 samkvæmt upplýsingum hundaeftirlits Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Eru skráðir hundar nú 1.578 talsins. Talið er að a.m.k. 15–20% allra hunda í borg- inni séu óskráðir og má því leiða líkum að því að heildarfjöldi hunda í borginni sé á bilinu 1.800–1.900. Skráðum hundum hefur aldrei Mjög hefur fjölgað umsóknum um innflutning hunda til landsins undanfarin ár. Á árinu 2005 var sótt um leyfi til að flytja inn 290 hunda og ketti, samkvæmt upplýs- ingum hjá landbúnaðarráðuneyt- inu. Um 10% umsóknanna varða ketti en afgangurinn hunda. Árið 2004 voru umsóknirnar 248 og árið 2003 voru þær 194. Þess ber að geta að ekki allar umsóknir enda með innflutningi dýrs. En sé miðað við þennan fjölda umsókna hefur fjöldi þeirra aukist um 50% á tveimur árum. Róandi samvera Jóna Th. Viðarsdóttir, formaður Hundaræktarfélags Íslands, HRFÍ, segir einnig hafa orðið mikla fjölgun í skráningu hunda til ættbókar árið 2005. „Það er sífelld aukning og á árinu 2005 voru skráðir rúmlega 150 fleiri hundar til ættbókar en árið á undan,“ segir Jóna. Spurð um skýringuna á auknum áhuga á hundum segir Jóna: „Fólk er að kynnast þessum besta vini mannsins betur og sér hvað er gott að vera samvistum við hann. Það fer mjög vel með hraða nútíma- samfélagsins að eiga góðan hund. Það er mjög slakandi að fara út að labba með þá og róa sig niður.“ Jóna segir að sem fyrr séu ákveðnar tegundir vinsælli en aðr- ar. Hinn blíðlyndi Cavalier king Charles spaniel nýtur sívaxandi vinsælda og sömuleiðis íslenski fjárhundurinn og labrador. „Það er mjög jákvætt að íslenski fjárhund- urinn njóti svona mikilla vinsælda, enda fallegur og skemmtilegur hundur.“ Jóna bendir á að víða megi bæta aðstöðu fyrir hunda og hundaeig- endur, „en við mætum alltaf meiri og betri skilningi [yfirvalda] og ég held að eftir því sem fleiri eignast hunda þá aukist skilningur ráða- manna á þessum málum. Hunda- eigendur verða alltaf stærri og stærri þrýstihópur.“ Eitt helsta hagsmunamál HRFÍ nú um stundir er að aflétta banni við hundahaldi sem t.d. gildir í borginni. „Við teljum að það sé al- veg kominn tími á að aflétta bann- inu. Í sjálfu sér myndi það þýða mjög litla breytingu aðra en þá að það yrði jákvæðara, viðhorf til hundahalds yrði jákvæðara.“ Minna um lausagöngu hunda í Reykjavík þrátt fyrir stöðuga fjölgun þeirra Hátt í 2.000 hundar í borg- inni en 20% þeirra eru óskráð Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Morgunblaðið/Ingó                        KONA, sem var að dytta að sumar- bústað sínum nærri Laugarvatni, fékk djúpt sár á handlegg þegar hún fékk hjólsög í sig í gær. Konan var ein í bústaðnum þegar atvikið átti sér stað en komst að nærliggj- andi bústað og fékk far í heilsu- gæsluna að Laugarási og þaðan var hún flutt til Reykjavíkur. Ekki var ljóst hve alvarleg meiðslin eru. Kona slasaðist í hjólsagarslysi ÍBÚI í Hafnarfirði varð fyrir því óhappi að fá 60 gramma plasthólk, sem virðist hafa komið úr flugeldi, í gegnum afturrúðuna á bíl sínum á nýársnótt. Hugsanlegt er að um hafi verið að ræða hólk úr skipablysi eða neyðarblysi en ekki er ætlast til að þeim sé skotið upp í byggð. Plasthólkur í gegnum rúðu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.