Morgunblaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Kvöldskóli BHS vorönn 2006
Innritun í málmiðndeild kvöldskóla Borgarholtsskóla verður eftirfarandi daga:
miðvikudag 4. janúar kl. 17 - 19
fimmtudag 5. janúar kl. 17 - 19
föstudag 6. janúar kl. 17 - 19
laugardag 7. janúar kl. 11 - 14
Kennsla hefst mánudaginn 9. janúar
Ath: Áfangar geta fallið niður ef ekki næst nægur fjöldi í hópa
Innritunargjald er kr. 14.000. Verð á bóklega einingu er kr. 1.500 og verklega einingu kr. 3.000.
Sími: 535 1716 í málmdeild • Heimasíða: www.bhs.is
Bóklegt Fagbóklegt Teikningar Verklegiráfangar Suður Rennismíði
DAN-102 EFM-102 CAD-103 AVV-203 Vélfræði HSU-102 REN-103
EÐL-102 IRB-253 ITB-254 AVV-103 Vélfræði HSU-202 REN-203
ENS-102 RAF-113 ITB-134 HVM-103 Handavinna LSU-102 REN-304
ENS-202 VFR-102 ITB-154 HVM-203 Handavinna LSU-202 REN-404
ENS-212 VFR-212 ITB-234 PLV-102 Plötuvinna RLS-102 REN-313
FÉL-102 VHM-102 ITM-114 PLV-202 Plötuvinna RSU-102 REN-413
ÍSL-102 VT-152 ITM-213 VVR-112 Verklegar loftstýringar RSU-202 VVR-123
ÍSL-202 VVR-103 GRT-103 VVR-122 Smíðar
STÆ-102 VVR-123 GRT-203 VVR-123 Verkleg kælitækni
STÆ-122 ÖRF-101 TTÖ-102 VVR-214 Dísel vél
Eftirtaldir áfangar verða í boði fyrir almennt bóknám og allar málmiðngreinar.
Tilvalið fyrir þá sem eru að fara í sveinspróf í málmiðngreinum.
Einnig eru kenndar allar suðugreinar, s.s. MIG/MAG, TIG, logsuða og rafsuða.
Þá eru í boði allir áfangar í rennismíði, handa- og plötuvinnu, ásamt
aflvélavirkjun og áfangar fyrir pípulagnir o.fl.
ÞAÐ reyndist ekki heiglum hent
að ná tali af Kristjáni Rafni Sig-
urðssyni, framkvæmdarstjóra
Eðalfisks, enda er þetta sá árs-
tími sem mest er að gera í fyr-
irtækinu. Um 70% framleiðslunn-
ar fer fram í nóvember og
desember og eru miklar vinnu-
tarnir að baki hjá fyrirtækinu.
Eflaust hafa margir gætt sér á
reyktum laxi, gröfnum laxi eða
piparlaxi yfir hátíðarnar, án þess
að hafa sérstaklega leitt hugann
að vinnslu eða uppruna laxins.
Eðalfiskur ehf. í Borgarnesi er
í eigu þriggja hluthafa; Dagnýjar
Hjálmarsdóttur, Péturs Más
Jónssonar og Birgis Benedikts-
sonar, sem er stjórnarformaður
fyrirtækisins. Dagný og Kristján
Rafn eru hjón þannig að beinast
lá við að hitta þau bæði til að for-
vitnast um Eðalfisk og tókst það í
árslok.
Sagði strax þvert nei
Þau hjónin eru bæði aðflutt í
Borgarnes, Kristján úr Reykjavík
en Dagný er að austan. Þau fluttu
árið 1998 þegar Kristján tók við
svæðisstjórastöðu hjá VÍS og
Dagný, sem er hjúkrunarfræð-
ingur, fór að vinna á heilsugæslu-
stöðinni. Í október 2003 missti
Kristján starfið hjá VÍS, fann
ekkert starf við hæfi og þau íhug-
uðu að flytja burt.
„Ég vildi fara austur á Egils-
staði, á mínar heimaslóðir,“ segir
Dagný, „og var í því að finna
störf fyrir Kristján, en hann lét
ekki segjast.“ Kristján segist
hafa skoðað marga möguleika á
þessum tíma en ekki hafa verið
tilbúinn að fara úr Borgarnesi.
„Ég var búinn að kynnast svo
mörgum hérna og líkaði vel, ég
hafði myndað tengsl sem ég var
ekki tilbúinn að rjúfa.“
Það varð úr að Kristján tók yfir
rekstur Eðalfisks þann 1. mars
2004 og hefur rekið fyrirtækið
síðan. „Það var Gísli Kjartansson
sem fyrst orðaði þennan mögu-
leika við mig og ég sagði strax
þvert nei,“ segir Kristján. „Ég
vissi að þetta var mjög harður
slagur, erfitt til útflutnings vegna
sígandi gengis og ég sá bara ekk-
ert jákvætt.“
Hugmyndir Kristjáns, sem er
menntaður fisktæknir og iðn-
rekstrarfræðingur, breyttust
þegar hann skoðaði betur innviði
fyrirtækisins og sá ákveðna
möguleika. „Ég ræddi við Dag-
nýju og þá Birgi og Pétur og við
létum svo slag standa og keypt-
um fyrirtækið.“ Dagný segir að
hún hafi gert sér grein fyrir því
hversu bindandi þetta yrði, þar
sem hún hafði sjálf upplifað að
eiga foreldra sem ráku eigið fyr-
irtæki.
Unnið frá klukkan sex
Eðalfiskur ehf. var upphaflega
stofnaður árið 1985 og hefur síð-
ustu árin verið rekinn sem eining
undir Borgarnes kjötvörum. Upp-
haflega hugmyndin var sú að eðli-
legt væri að hafa laxvinnslu í
þessu mikla laxveiðihéraði sem
Borgarfjörðurinn var, enda var
villtur lax þá hluti af vinnslunni.
Vinnslan var áður í húsnæði
Borgarplasts á Sólbakka en
Kristján réðst í byggingu á nýju
húsi sem var tekið í notkun í
októberbyrjun 2005. „Það er
ótrúlegur kostur að hafa húsnæði
sem er hannað fyrir þessa vinnslu
og kostnaðurinn var litlu minni
en hefði verið ráðist í að breyta
eldra húsnæði.“
Nýja húsið er 540 fermetrar að
grunnfleti eða 640 fm brúttó.
Fyrirtækið framleiddi úr um 150
tonnum af laxi á árinu 2005 og
mun auka það í um 220 tonn,
enda er stefnt að tvöföldun á
veltu á næsta ári.
Starfsmenn Eðalfisks eru um
tólf á ársgrundvelli en fóru upp í
tuttugu nú fyrir jólin. Unnið var
frá klukkan sex á morgnana alla
daga nema sunnudaga til að anna
eftirspurn, en lax frá Eðalfiski
var sendur til Norðurlandanna,
Spánar, Belgíu, Sviss, S-Afríku
og til Bandaríkjanna fyrir jólin.
„Álagið var gríðarlegt,“ segir
Dagný „og ég var farin að vinna í
Eðalfiski um helgar.“ Kristján
tekur undir það og segir að dætur
þeirra þrjár, sem eru á aldrinum
átta, fjögurra og tveggja ára,
komi hlaupandi með fagnaðarlát-
um þegar hann loksins komi heim
á kvöldin.
„Ég er bjartsýnn á framhaldið,
öll framleiðsla verður aukin, vinn-
an gerð einfaldari og hagkvæm-
ari. Við höfum gert samninga við
fisksölufyrirtæki erlendis sem
lofa góðu, um 300% aukning hef-
ur verið á sölu graflaxsósu og við
stefnum að ýmsum nýjungum á
því sviði í framtíðinni. Hér starfar
góður kjarni af fólki og Dagnýju
er hætt að langa austur,“ segir
Kristján. Og Dagný samsinnir
því, „að minnsta kosti í bili.“
Annir hjá Eðalfiski og
bjartsýni á framhaldið
Morgunblaðið/Guðrún Vala
Brynja Þorsteinsdóttir og Karl Ingi Torfason krydda graflaxinn.
Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur
Kristján Rafn með „eðallax“.
Vildi ekki yfirgefa Borgarfjörðinn
VESTURLAND
Hellissandur | Guðmundur Jóhannesson,
bílstjóri á sérleyfisrútu Sæmundar, fór
30. desember sl. í sína síðustu ferð frá
Hellissandi á sérleyfinu Snæfellsnes –
Reykjavík.
Sæmundur Sigmundsson í Borgarnesi
hefur annast rútuferðirnar á Snæfells-
nes síðustu fimm árin en þar áður voru
það Helgi Pétursson og synir hans sem
sáu um þessa þjónustu við Snæfellinga.
Nýir aðilar tóku við sérleyfinu fyrsta
janúar.
Bílstjórinn sem fór sína lokaferð, Guð-
mundur Jóhannesson, hefur verið bíl-
stjóri á leiðinni síðustu árin, vel látinn
og öruggur ökumaður. Hann bað um að
komið yrði til skila kveðjum og þökkum
til viðskiptafólks og áreiðanlega fylgja
honum líka góðar óskir héðan frá Snæ-
fellsnesi.
Morgunblaðið/Hrefna Magnúsdóttir
Guðmundur kveður stúlkurnar í Hraðbúð
Esso, Rut Ragnarsdóttur og Drífu Skúla-
dóttur, með því að vefja þær örmum.
Hættir
þjónustu við
Snæfellinga
Ólafsvík | Að venju lögðu margir
leið sína á áramótabrennuna í Snæ-
fellsbæ. Veður var með besta móti
og brennan að þessu sinni óvenju-
stór, þar sem meðal annars var
gamall trébátur sem settur var á
bálköstinn og setti báturinn mikinn
svip á brennuna. Brennustjóri í ár
eins og undanfarin ár var Hjálmar
Kristjánsson, en þetta var í síðasta
skiptið sem hann gegnir þessu emb-
ætti.
Björgunarsveitirnar á Hellis-
sandi og í Ólafsvík héldu flug-
eldasýningu sem var stórglæsileg
að vanda og ekki spillti að norður-
ljósin skörtuðu sínu fegursta. Það
var tilkomumikil sjón fyrir gesti að
sjá stórglæsilega flugeldasýningu í
bland við norðurljósin.
Morgunblaðið/Alfons
Leikur flugelda
og norðurljósa