Morgunblaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 9 FRÉTTIR Mánudagur 2 jan. Spínatlasagna Þriðjudagur 3. jan. Sítrónukarrý og spínatbuff Miðvikudagur 4. jan. Ofnbakað eðalbuff m. sætri kartöflu Fimmtudagur 5. jan. Marakkóskur pottur og buff Föstudagur 6. jan. Litlar samósur og ofnbakað grænmeti Helgin 7.-8. jan. Orkuhleifur m. rótargrænmetismús Glæsileg útsala hefst kl. 11 á morgun S M Á R A L I N D • S í m i 5 1 7 7 0 0 7 Kringlunni – sími 581 2300 ÚTSALAN HEFST Á MORGUN! ÚTSALA hefst á morgun Laugavegi 25, sími 533 5500. PRÓFKJÖR sjálfstæðismanna í Kópavogi, vegna framboðslista flokksins við bæjarstjórnarkosning- ar á komandi vori, verður haldið 21. janúar nk. Fimmtán manns gefa kost á sér í prófkjörinu. Frambjóðendur eru eftirtalin: Ár- mann Kr. Ólafsson aðstoðarmaður fjármálaráðherra og forseti bæjar- stjórnar, Ásthildur Helgadóttir verkfræðingur og knattspyrnumað- ur, Bragi Michaelsson ráðgjafi og varabæjarfulltrúi, Gróa Ásgeirs- dóttir verkefnastjóri hjá Flugfélagi Íslands, Gunnar Ingi Birgisson verkfræðingur og bæjarstjóri Kópa- vogs, Gísli Rúnar Gíslason lögfr. hjá Fiskistofu og form. Sjálfstæðis- félags Kópavogs, Gunnsteinn Sig- urðsson skólastjóri og bæjarfulltrúi, Hallgrímur Viðar Arnarson sölu- maður og múrari, Ingimundur Kristinn Guðmundsson kerfisfræð- ingur, Jóhanna Thorsteinson leik- skólastjóri í Álfatúni, Lovísa Ólafs- dóttir iðjuþjálfi hjá Liðsinni, Margrét Björnsdóttir varabæjar- fulltrúi og form. umhverfisráðs, Pét- ur Magnús Birgisson tæknistjóri sundlauga Kópavogs, Ragnheiður Kr. Guðmundsdóttir stjórnmála- fræðingur og markaðsstjóri hjá Stika ehf. og Sigurrós Þorgríms- dóttir alþingismaður og bæjar- fulltrúi. Kosið verður utan kjörstaðar í prófkjörinu. Kjörið fer fram alla virka daga frá 5. til 20. janúar í höf- uðstöðvum Sjálfstæðisflokksins, Valhöll, Háaleitisbraut 1. Prófkjörið sjálft fer fram 21. janúar nk. en kjörstaðir verða tilkynntir síðar. Þátttakendur í prófkjörinu skulu vera fullgildir félagar í einhverju sjálfstæðisfélaga Kópavogs og bú- settir í Kópavogi. Þátttaka er heimil 16 ára og eldri. Ennfremur er þátt- taka í prófkjörinu heimil þeim stuðningsmönnum Sjálfstæðis- flokksins, sem eiga munu kosninga- rétt í kjördæminu við kosningarnar í maí og undirritað hafa inntöku- beiðni í sjálfstæðisfélag í bænum fyrir lok kjörfundar. Fimmtán gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi NOKKUR aðildarfélög Bandalags háskólamanna hafa undirritað nýja kjarasamninga við Reykjavíkur- borg. Félögin eru Kjarafélag við- skiptafræðinga og hagfræðinga, Stéttarfélag lögfræðinga, Útgarð- ur, Stéttarfélag bókasafns- og upplýsingafræðinga og Félag ís- lenskra fræða. Samningarnir gilda frá 1. desember síðastliðnum, sem þýðir að gildistími þeirra nær sam- an við samningana sem runnu út 30. nóvember sl. Samið var um launahækkanir sem eru samsvarandi þeim sem voru í samningum félaganna við ríkið síðastliðið vor. Jafnframt var samið um sömu eingreiðslu, krón- ur 26.000, sem starfsmenn ríkisins fengu í desemberbyrjun. Í samningum Stéttarfélags bókasafns- og upplýsingafræðinga og Félags íslenskra fræða er kveð- ið á um að félagsmenn í þessum tveimur félögum gangi inn í starfs- matskerfi borgarinnar, en með því náist mikilvægar áfangaleiðrétt- ingar á kjörum þeirra sem lægst hafa laun. Í yfirlýsingu frá Stéttarfélagi bókasafns- og upplýsingafræðinga vegna samninganna segir: „Stétt- arfélagið lítur á þátttöku í launa- myndunarkerfinu öllu, sem til- raunaverkefni þennan samnings- tíma og áskilur sér allan rétt til að endurskoða þátttöku sína í kerfinu að samningstíma loknum.“ Félagið lýsir áhyggjum af vilja- leysi Reykjavíkurborgar til að meta viðbótarmenntun og fag- reynslu félagsmanna stéttarfélags- ins og þeim áhrifum sem það kann að hafa á möguleika stofnana borgarinnar til að ráða til sín vel menntað og reynslumikið starfs- fólk. BHM-félög semja við borgina                  ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.