Morgunblaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.01.2006, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í VIÐHORFSPISTLI Kristjáns G. Arngrímssonar á bls. 36 í Morg- unblaðinu 20.12. 2005, undir yfir- skriftinni „Rætt um flugvöll“, er reynt að afgreiða umræðu um borg- arskipulag, Vatnsmýri og sjúkraflug með „vísindalegum“ aðferðum. Höf- undi verða á nokkrar alvarlegar yfirsjónir. Greining höfundar á „meginrökum“ málsins er röng og samanburð- arfræðin út í hött. Hann vanrækir það, sem skiptir þó mestu, hann magntekur ekki það, sem borið er sam- an heldur fjallar um einstaka þætti málsins líkt og í stykkjatali. Meginsjónarmið Vatnsmýrarmálsins eru aðeins tvö, hvort í mýrinni sé flugstarfsemi eða mið- borgarbyggð. Það hvort flugið fari t.d. til Keflavíkur eða í Mosfellsbæ er framkvæmdaratriði, sem nú er m.a. til skoðunar í hagrænni úttekt ríkis og borgar. Sú ályktun höfundar að sam- gönguráðuneytið telji „æskilegast“ að flugvöllurinn hverfi úr Vatnsmýr- inni er auðvitað röng. Samgöngu- ráðherra hraðar nú framkvæmdum við Sundabraut (8,0 milljarðar kr., eyrnamerktir Leið III) til að opna ný byggingarsvæði í Mosfellsbæ (15.000 íbúar), Úlfarsfelli (25.000 íbúar), Gufunesi (5.000 íbúar) og Geldinganesi (10.000 íbúar) og léttir þannig þrýstingi af Vatnsmýr- arsvæðinu, sem byggingarlandi. Lokið er færslu Hringbrautar (1,5 milljarðar kr.) svo tengja megi Hlíð- arfót (0,5 milljarðar kr.) sem að- komuleið að fyrirhugaðri flugstöð (1,7 milljarðar kr.) við nýjan flugvöll í Vatnsmýri (2 milljarða kr.), sem heilbrigðisyfirvöld vilja að standi við gafl fyrirhugaðs hátæknisjúkrahúss við Hringbraut (40–60 milljarðar kr.), sem sagt er að sé líklega óþarft, alla vega ótímabært og örugglega á röngum stað. Þannig glata Reykvíkingar 11 ha. byggingarlandi undir Hringbraut (20 milljarðar kr.), 14 ha. lóðum und- ir LSH (6,0 milljarðar kr.) og 14 ha. byggingalandi undir flugstöð (20,0 milljarðar kr.). Kjósendur í Reykja- vík eru ekki spurðir og hinir kjörnu í borgarstjórn pukrast með þessi mál. Pistlahöfundur virðist ekki skilja að borgin er rammi um allt líf íbú- anna, að skipulag hennar ræður mestu um heilbrigði, menntun, sam- félag, lýðræði, efnahag og menn- ingu, að Ísland er borgríki með rösk 60% landsmanna á höfuðborg- arsvæðinu og önnur 20% innan klukkustundar akstursfjarlægðar. Með skilvirku borg- arskipulagi án flug- vallar í Vatnsmýri má stöðva stjórnlausa út- þenslu byggðar. Með því að byggja borgina inn á við næstu 20 ár skapast ábati á flestum sviðum. M.a. verður akstur a.m.k. 40% minni en ella og um- ferðarslysum fækkar þá að sama skapi. Mið- að við meðalfjölda slysa í Reykjavík 2002–2004 gæti látnum þá fækkað úr u.þ.b. 2 í 1 á ári, stórslösuðum úr u.þ.b. 30 í 18 og minna slösuðum úr u.þ.b. 400 í 240. Árlegur sparnaður af lægri aksturskostnaði og minni tímasóun á höfuðborgarsvæðinu næmi um 90 milljörðum kr. eða 250.000.000 kr. á dag. Uppsafnaður sparnaður af akstri næstu 20 ár gæti jafngilt um 1.800 milljörðum kr. og árlegur ábati verið á við þrjú til fimm álver Alcoa á Reyðarfirði. Og áhættan væri engin, stofnkostnaður enginn og umhverf- isspjöll minni en engin, þ.e. um- hverfisáhrif væru jákvæð. Upp- safnað tjón vegna flugvallar í Vatnsmýri sl. 60 ár nemur a.m.k. svipaðri upphæð eða um 1.800 millj- örðum kr. Ábati af bættri borgarmenningu, betra borgarumhverfi, skilvirkari rekstri heimila, fyrirtækja og sveit- arfélaga, öflugra lýðræði og betri menntun og heilsufari íbúa í vel skipulagðri borg er auk þess gríð- arlegur. Tímasparnaður flugfarþega af innanlandsflugi í Vatnsmýri fremur en í Keflavík nemur um 150 mann- árum á ári en tímasparnaður borg- arbúa í umferðinni, ef 42.000 íbúar og störf eru í Vatnsmýri fremur en í Úlfarsfelli, er um 26.000 mannár á ári og verðmæti Vatnsmýrarsvæð- isins þá 200 milljarðar kr. Þar af eru um 90 milljarðar kr. fyrir lóðir. Ríkið á um þriðjung þessa lands og gæti því sett 10 millj- arða í nýjan innanlandsflugvöll í jaðri höfuðborgarsvæðisins, allt það fjármagn, sem þarf til að stórbæta öryggis- og sjúkraflug með tilheyr- andi bráðaviðbúnaði á landsbyggð- inni og sent landsbyggðarbúum af- ganginn í pósti. Hollvinir íslensks flugs ættu að leggja hönd á plóg við að finna fram- tíðarlausn á flugrekstri á eða við höf- uðborgarsvæðið. Flugstarfsemi í Vatnsmýri á sér að sjálfsögðu enga framtíð enda er fórnarkostnaðurinn um einn milljarður kr. á mánuði ef reiknað er með 6% vöxtum af bundnu fé. Umræður um sjúkraflug einkenn- ast af órökstuddum fullyrðingum. Og þegar spurt er kemur í ljós að heilbrigðisyfirvöld vita í raun mjög lítið annað en að sjúkraflug kostar innan við 100 milljónir króna á ári. Ljóst er að það gæti hæglega verið mun betra. Af þeim sökum þarf að setja upp heildstæða áætlun um bestu hugs- anlega lausn á öryggis- og sjúkra- flutningum á Íslandi, m.a. um þyrl- ur, flugvélar og bráðaviðbúnað í öllum landshlutum. Fjármagnið, sem til þarf, liggur nú bundið undir flugbrautum í Vatnsmýri. Áköfum hollvini Reykjavík- urflugvallar rötuðust sönn orð á munn í Kastljósi RÚV nýlega, að það væru fyrstu mínúturnar, sem skiptu sköpum fyrir bráðveika og stórslasaða. Heildarflutningstími sjúklings um Akureyrar- og Reykja- víkurflugvöll að Landspítala – há- skólasjúkrahúsi er nú um 85 mín- útur (30+45+10=85) en yrði um 92 mínútur um Miðdalsheiði (30+42+20=92) og um 110 mínútur um Keflavík (30+50+30=110). Rætt um höfuðborg Örn Sigurðsson svarar Viðhorfspistli Kristjáns G. Arngrímssonar um Reykjavík- urflugvöll og skipulagsmál ’Með skilvirku borgar-skipulagi án flugvallar í Vatnsmýri má stöðva stjórnlausa útþenslu byggðar. Með því að byggja borgina inn á við næstu 20 ár skapast ábati á flestum sviðum.‘ Örn Sigurðsson Höfundur er arkitekt. VIÐ ÁRAMÓT er sjálfsagt að setja skýr markmið, ekki síst þar sem ræðst innan sex mánaða hver fer með völdin í höfuðborg Íslands. Sigur okkar jafnaðarmanna og fé- lagshyggjufólks í kosningunum í vor byggist á þeim grunni sem skapað hefur borginni góð sóknarfæri í framtíð- inni. Reykvíkingar eiga kröfu á því að geta valið kost sem sækir fram með sömu hug- sjónir og hingað til hafa ráðið för, afl sem þekkir og nýtir þau tækifæri sem eru í augsýn. Til að kjósendur geti fylkt sér um framboð okk- ar þarf að tjá með skýrum hætti hvern- ig við færum hug- sjónir í framkvæmd. Forystusveit okkar þarf að temja sér stjórnmál á manna- máli, og færa fólki trúna á að við getum það sem við segjum. Þar tala reynsla og hæfni skýrast. Það sem fólkið vill er okkar vilji Við heiðrum sömu grundvallarsjón- armið og þorri borg- arbúa: Við trúum á manngildi, jöfn tæki- færi og getu til að skapa mann- væna, nútímalega og fallega borg. Borg sem laðar að fólk, fyrirtæki og fjármagn til að skapa líf, auð og velsæld. Þessari grundvallarhug- sjón ljáum við inntak með skil- greindum markmiðum sem hægt er að hrinda í framkvæmd: 1) Metnaður í skólamálum Að borgin reki þrjú gjaldfrjáls skólastig, leikskóla, grunnskóla og taki ábyrgð á framhaldsskóla af ríkinu. Þetta síðastnefnda er tíma- bært markmið, við sýndum hvað hægt er að gera þegar grunnskól- inn kom til sveitarfélaganna. Sam- felld námsbraut frá leikskóla til framhaldsskóla gefur færi á sveigjanleika og samstarfi skóla- stiga, mismunandi hraða nemenda og órofinni forvarnarvinnu gegn brottfalli og vímuefnaneyslu. Við getum tryggt að sjálfstæðir og fjölbreyttir skólar séu á heims- mælikvarða. Áhrif forráðamanna barna verði aukin með stefnumarkandi skóla- sáttmála þar sem nemendur, for- eldrar og starfsfólk setja sam- eiginleg markmið um nám og forvarnir. Starfsfólk skóla fái ríku- legt svigrúm til nýsköpunar. Stétt- laus skóli í heimahverfi sé grund- vallarstoð menntastefnunnar. Að umönnun barna verði tryggð frá fæðingarorlofi til leikskóla, og að á öllum skólastigum verði nám, íþróttir og frístundastarf hluti af samfelldum skóladegi. Þessi þróun er nú hafin með einsetningu skóla og mötuneytum. Hér bíður næsta stóra skrefið. 2) Samkeppnishæf borg með glæsta framtíð Við viljum að í Vatnsmýrinni verði glæsilegt miðborgarsvæði 21. aldar. Við munum efla samráð í skipulagsmálum og skapa fram- sæknum fyrirtækjum umhverfi sem þau þarfnast svo þau laði að gott fólk til að skapa auð og störf. Borgin þarf að vinna enn betur og markaðssetja sig erlendis sem líf- vænlegan stað þar sem fyrirtæki og fólk vill búa. Við eigum að leita lausna um flugvallardeiluna, en hún má ekki yfirskyggja þá miklu möguleika sem felast í nýrri mið- borg við hlið þeirrar gömlu í Kvos- inni. Eitt af því sem tryggja verð- ur eru greiðar samgöngur úr miðbæ Reykjavíkur við milli- landaflugvöll – sem er lykilatriði fyrir sam- keppnishæfni borg- arinnar. Reykjavík verður að vera alþjóðleg menn- ingarborg og jafnast á við framsæknar er- lendar borgir í lífs- gæðum bæði er varðar mannlíf og hollt um- hverfi. Stórhugur og metnaður á að ná til margra þátta í senn: Ný tónlistar- og ráð- stefnuhöll verði vett- vangur heimsviðburða, á sama tíma og borgin er til fyrirmyndar í málefnum innflytjenda og býður víðtæka þjón- ustu öllu fólki svo jafn- ast á við samkeppn- isborgir erlendis. 3) Þjónusta, áhrif og val um ólíka kosti Borgin taki við heimahjúkrun og þjón- usta við aldraða verði sem mest á einni hendi, öflug og heild- stæð, í samræmi við ólíkar þarfir og vilja eldri borgara. Öldrunarþjónusta er skipulagsvandamál í dag: hún er á forræði of margra sem vinna illa saman. Við viljum kalla borgarbúa til beinna áhrifa um það sem gerist í grenndarsamfélaginu með því að styrkja ýmis hverfafélög í sam- vinnu við þjónustumiðstöðvar borgarinnar og fela þeim verkefni sem varða öryggi, umferð og um- hverfi. Við viljum að borgin tryggi fjölbreytt framboð af búsetumögu- leikum sem henta ólíkum lífsstíl fyrir fólk á öllum aldri. Þetta mál snýst ekki um lóðir, af þeim verð- ur nægt framboð á næstu árum; fólkið vill kjósa sér lífsstíl og um- hverfi í samræmi við óskir. Þarna er fjölbreytni lykilorð, um stað, um stærð, um verð. 4) Að Reykjavík beiti afli sínu Reykjavík á að taka forystu um þróunaráætlun fyrir samfellt byggðasvæði frá Hvítá í Borg- arfirði til Hvítár í Árnessýslu þar sem nú eru að skapast ný sókn- arfæri með samfelldri byggð. Hér verður einn vinnumarkaður og menningarheild þar sem sam- göngur eru forgangsatriði. Þetta hraðvaxtarsvæði Íslands má ekki vera hornreka ráðamanna, hér þarf sterka forystu borgarinnar. Að Samfylkingin skýri sjálfsmynd sína Við Samfylkingarfólk og allir aðrir sem trúa því að hægt sé að ná fram þessum góðu markmiðum ásamt öðrum eigum að geta unnið góðan sigur í vor með því að mynda öfluga heild. Þá þarf þetta: Forystufólk sem hefur hæfnina til að miðla þessum hugmyndum á þann hátt að Reykvíkingar geri þær að sínum – og vilji ljá afl með atkvæði sínu svo þær nái fram að ganga. Þá gilda traust og trúverð- ugleiki. Gleðilegt nýtt kosningaár – til sigurs Stefán Jón Hafstein fjallar um málefni Reykjavíkurborgar og stefnu Samfylkingarinnar Stefán Jón Hafstein ’Við Samfylk-ingarfólk og all- ir aðrir sem trúa því að hægt sé að ná fram þess- um góðu mark- miðum ásamt öðrum eigum að geta unnið góð- an sigur í vor með því að mynda öfluga heild.‘ Höfundur er oddviti Samfylkingar- innar í borgarstjórn Reykjavíkur. FRÁ og með ársbyrjun 2006 bera allar umbúðir úr pappa, pappír og plasti úrvinnslugjald samkvæmt lögum. Gjaldið sem innheimtist er nýtt til að greiða fyrir endurvinnslu um- búðaúrgangs. Úrvinnslugjaldi er ætlað að skapa hagræn skilyrði fyrir endurnýtingu og endurvinnslu úr- gangs til að draga úr því magni sem fer til endanlegrar förgunar. Úr- vinnslugjald er lagt á vörur sem hafna í almennu sorpi þar sem nauðsyn er á að ná úrganginum úr almennu sorpi og safna honum sérstaklega. Sem dæmi má nefna spilliefni, sem ekki má urða vegna meng- unarhættu. Nú bætast við umbúðir þar sem Íslendingar hafa gengist undir Evrópukröfur um að end- urvinna hluta af umbúðaúrgangi. Úrvinnslugjald er hugsað sem hvati til að koma flokkun og söfnun á úr- ganginum af stað. Lágmörkum notkun umbúða og flokkum úrgang Umbúðir eru nauðsynlegar til að vernda vörur í flutningum og þær auka hreinlæti, geymsluþol og ör- yggi matvæla. Besta leið- in fyrir framleiðendur til að lækka gjaldið er að minnka magn umbúða eins og kostur er án þess að það bitni á gæðum vör- unnar. Gjaldið er þannig hvati til að minnka magn umbúða sem fer á mark- að. Þar sem gjaldið rennur til úrvinnslu umbúða skapast möguleiki á eft- irmarkaði með þessa teg- und af úrgangi. Vænta má lækkunar á förg- unarkostnaði til þeirra fyrirtækja sem flokka úrgang á réttan hátt. Gjaldið er því hvati til að bæta með- höndlun sorps. Undirbúningur góður Undirbúningur álagningarinnar hefur staðið yfir í nokkurn tíma og í sumar var unnið að útfærslu á inn- heimtu gjaldsins til að það yrði sem einfaldast í framkvæmd fyrir at- vinnulífið. Skipuð var sérstök verk- efnastjórn með fulltrúum Úr- vinnslusjóðs, Samtaka iðnaðarins, Félags íslenskra stórkaupmanna, SVÞ – Samtaka verslunar og þjón- ustu, Landssambands íslenskra út- vegsmanna, Tollstjóra og tollmiðl- ara. Álagning gjaldsins er í samræmi við mengunarbótaregluna sem merkir að kostnaður vegna mengunar er borinn af þeim sem menga. Umbúðir eru notaðar víða og því varðar álagning úrvinnslugjalds á umbúðir marga í atvinnulífinu. Undirbúningur hefur staðið hjá fyr- irtækjum um nokkurt skeið og sé frekari upplýsinga þörf er bent á vefsetur SI og Úrvinnslusjóðs. Úrvinnslugjald – hvati til að endurvinna úrgang Bryndís Skúladóttir fjallar um úrvinnslugjald ’Álagning gjaldsins er ísamræmi við meng- unarbótaregluna sem merkir að kostnaður vegna mengunar er bor- inn af þeim sem menga.‘ Bryndís Skúladóttir Höfundur starfar hjá Samtökum iðn- aðarins og sat í verkefnastjórn við undirbúning framkvæmdar laga um úrvinnslugjald.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.