Réttur


Réttur - 01.05.1953, Side 1

Réttur - 01.05.1953, Side 1
RÉTTUR TÍMARIT UM ÞJÓÐFÉLAGSMÁL __ 2. HEFTI , 37. árg. 19 5 3 fsleiizkur her \ eftir ÁSGEIR BL. MAGNÚSSON „Þetta getur aldrei gerzt hér,“ er oft viðkvæðið, þegar hingað berast ótíðindi af öðrum þjóðum. Og þó hefur margt óvænt komið fyrir á landi hér síðustu árin og ósjaldan af verri endanum. Og þessir óvæntu og uggvænu atburðir hafa gerzt, meðan fyrmefnt viðkvæði andvaraleysisins hefur hljómað á vömm manna um strönd og dal. Hver mundi t. d. hafa lagt eyru við þeirri spásögn á því herrans ári 1944, að ekki mundu líða nema örfá ár, unz Is- land yrði hernumið á ný og stjórn þess vaxbrúða í höndum erlendra valdhafa ? Og hver mundi hafa trúað því, er banda- ríski herinn drattaðist héðan að stríði loknu, að eftir 5 ár mundi þessi sami her koma hingað aftur og gera beitilönd Suðurnesjamanna að skotæfingasvæðum og fiskiþorp þeirra að víghreiðrum? Og hefði það ekki þótt hlálegasta fjar- stæða, ef einhver hefði spáð því fyrir örfáum árum, að ís- lenzkir menn fullvita og „ábyrgir“ myndu brátt krefjast þess opinberlega, að Islendingar stofnuðu sérstakan her? Vopnleysi þjóðarinnar og ævarandi hlutleysi í átökum styrjaldaraðila hafði verið lýst yfir, enda engum dottið í hug, að Islendingar gætu haldið upp her, er nokkurs væri megnugur. Víst hefði þetta þótt ótrúlegt — en samt hafa

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.