Réttur - 01.05.1953, Síða 10
98
RETTUR
glæpastarfsemi eða brölti ábyrgðarlausra upphlaupsmanna.
Ágeng stórveldisstefna er kölluð alþjóðasamhjálp — og
gróðabrögð og ásælni auðhringa dubbuð upp sem góðgerð-
arstarfsemi. Það er sem sé verið að innræta okkur hugsun-
arhátt erlendra auðstétta, viðhorf herraþjóðarinnar á Suð-
urnesjum. Þær hugsjónir, sem dugðu okkur bezt í þjóðfrels-
isbaráttunni eru kallaðar úreltar og hættulegar. Það á að af-
vopna okkur andlega, svo að við getum ekki risið upp gegn
þeim óþurftarverkum, sem þegar hafa verið unnin, né hin-
um, sem ráðgerð eru.
En þetta má ekki takast. Okkur heppnaðist að humrna
fram af okkur herútboð erlendra konunga, sem fóru
hér með drottinvald áður fyrr — og okkur tókst
að heimta frelsið aftur úr höndum þeirra. Okkur ætti
að takast að koma í veg fyrir, að herraþjóðin fái ís-
lenzkan her til umráða, okkur ætti að takast að reisa
við fullveldi íslands og vísa framandi stríðsmönnum úr
landi. Þetta er verkefnið, sem nú er brýnast, málið sem
mestu varðar. Það er ekki sérmál neins stjórnmálaflokks,
nýs eða gamals, lítils eða stórs. Það er málefni allrar þjóð-
arinnar, hvers Islendings. Það á liðsmenn í öllum flokkum.
Og hér ríður mest á því að fylkja sér saman — og þora að
fylgja því, sem rétt er. Við skulum ekki láta okkur vaxa í
augum vopnavaldið. Ef meginþorri Islendinga er einarður
og samtaka í þessu máli, mun bandaríski herinn verða að
þoka fyrir vopnlausum fylkingum þeirra. Úrslitin eru á
okkar valdi, við þurfum aðeins að vilja og þora. Samhuga
þjóð verður aldrei kúguð til lengdar.