Réttur


Réttur - 01.05.1953, Qupperneq 26

Réttur - 01.05.1953, Qupperneq 26
114 RETTUR ingar til Alþingis stóðu fyrir dyrum. „ísland var ekki selt að þessu sinni,“ eins og Arneus segir í íslandsklukkunni. Sjálfstæðismálið varð eitt af aðalmálunum í kosningun- um sumarið 1946. Allir þríflokkarnir, íhaldið, framsókn og kratar, beittu hinum hróplegustu blekkingum til að villa kjósendum sýn, sbr. augiýsingu þá er hinir síðastnefndu hengdu utan á kosningaskrifstofu sína í Reykjavík. Þar stóðu þessi orð: „Kjósið á móti afsali íslenzkra landsrétt- inda. Kjósið Alþýðuflokkinn. ‘ ‘ Varla voru kosningarnar um garð gengnar fyrr en þrí- flokkarnir gerðust eiðrofar. Að tilhlutan Bandaríkjastjórn- ar bar Ölafur Thors fram frumvarp á Alþingi um Kefla- víkursamninginn. Sá samningur var sanjþykktur af öllum þingmönnum íhaldsins, öllum þingmönnum krata nema tveim, og af 6 þingmönnum framsóknar. Allir þingmenn sósíalista greiddu atkvæði gegn samningnum. Með þessari samningsgerð var grundvöllurinn fallinn undan stjórnarsamstarfinu. Sósíalistaflokkurinn hafði frá upphafi lýst því yfir, að það varðaði samvinnuslitum, ef gerður yrði samningur um hernaðarréttindi erlendu ríki til handa. Ríkisstjómin baðst því lausnar í október, en samkvæmt þingræðisvenju sat hún að völdum þar til ný ríkisstjórn var mynduð í febrúar 1947. Sósíalistaflokkurinn hélt flokksstjórnarfund í nóvember 1946. Þessi fundur lýsti því yfir, að flokkurinn væri reiðu- búinn að taka upp samstarf við hvern þann þingmeiri- hluta, sem vildi fallast á þau skilyrði hans, er veittu ör- ugga tryggingu fyrir tveim meginatriðum: — að staðið væri á verði um óskorað fullveldi og frið- helgi landsins og — — að nýsköpun atvinnuveganna yrði haldið áfram og fullnægjandi ráðstafanir gerðar til þess að tryggja þjóð- hagslegan grundvöll hennar. 1 sambandi við fyrra atriðið lagði flokkurinn m. a. til, að Keflavíkursamningnum yrði sagt upp strax og íslending- I

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.