Réttur


Réttur - 01.05.1953, Side 45

Réttur - 01.05.1953, Side 45
RÉTTUR 133 undir öðrum útgjöldum. (Bara gróði olíuhringanna einn á togur- unum gæti nægt þeim til að bera sig.) TogaraútgerSin ber slíka gróðabyrði olíuhringa, banka og ann- arra auðfélaga á herðum sér, að hún er að sligast undir henni. Sjávarútvegurinn verður drepinn undir þessari byrði, ef henni er ekki að verulegu leyti af honum létt, með því að minnka gróða þessa hringavalds. Og nú er svo komið, að það hlýtur að verða hlutverk verkalýðs- ins að létta þessari byrði af togaraútgerðinni sem og öðrum íslenzk- um atvinnugreinum, sem auðvaldið er að sliga. Fyrrum hefði það verið talið hlutverk togaraeigenda að vinna að slíku. En þeir vold- ugustu í samtökum togaraeigendanna eru ekki lengur fyrst og fremst togaraeigendur, heldur þátttakendur í því hringavaldi, sem þjáir atvinnulífið. En þetta þýðir, að auk þeirrar beinu hagsmunabaráttu, sem verkalýðurinn heyir um kaupgjald sitt, þá verður hann að heyja pólitíska barátta um það, að atvinnuvegunum sé þannig stjórnað, að atvinnutækin fái að bera sig, en verði ekki að láta þann gróða, sem togaranrir skapa alþýðunni og bæjarfélögunum, sem okur- skatt til hringavaldsins. Slíka stjórnmálabaráttu getur alþýðan aðeins háð með því að fylkja sér um Sósíalistaflokkinn og gera hann nógu sterkan á Alþingi til þess að knýja þá breytingu fram, sem verða þarf í þessum efnum, ef vel á að fara. Hingað til hafa hernámsflokkarnir þrír, þjónar hringavaldsins, fellt allar tillögur Sósíalistaflokksins um lækkun olíuverðsins, lækkun vaxtanna og aðrar ráðstafanir, sem myndu tryggja góða afkomu togaranna og útgerðarinnar yfirleitt. En það myndi breytast, ef Sósíalistaflokk- urinn yrði mun sterkari á þingi en, nú er. Ég hef gert togaraútgerðina sérstaklega að umtalsefni í þessari grein, af því togararnir eru mikilvirkustu atvinnutæki vor og reikningar þeirra eru að miklu leyti opinberir og því auðvelt að ræða afkomu þeirra. En það, sem á við um togaraútgerðina, sem einu sinni hét stórútgerðin, á auðvitað í enn ríkara mæli við um smáútgerðina. Sé bæjarútgerð togara arðrænd af hringavaldinu í Reykjavík og erlendis, hve miklu harðvítugrar er þá ekki smá- útgerðarmaðurinn arðrændur og af fleirum. Og sé togarasjómað- urinn arðrændur, hve miklu ver er ekki farið með bátasjómennina, arðrændustu verkalýðsstétt íslands. Því er það svo að þrátt fyrir allar mótsetningar um kaupgjalds- mál milli sjómanna á togurum og bátum annarsvegar og útgerð- anna, smárra og stórra, hinsvegar, þá er andstæðan á milli þessara

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.