Réttur - 01.05.1953, Síða 46
134
KÉTTUR
tveggja aðila og hringavaldsins, útlenda og innlenda, afætunnar
miklu, „milljónafélagsins" í Reykjavík og erlendis, miklu meiri.
Það, sem þarf að gerast er:
1. Að verkalýðshreyfingin, og sjómennirnir alveg sérstaklega,
geri sér ljóst, að alþýðan verður að taka pólitíska forustu í atvinnu-
lífinu, jafnhliða því, sem hún tryggir sér mannsæmandi kaupgjald.
2. Að allir þeir, sem eiga afkomu sína undir því að sjávarútveg-
urmn gangi og beri sig, — jafnt smáútvegsmenn, meðeigendur
bæjartogaranna og öll sú alþýða, sem byggir atkomu sína á tilveru
þeirra, — taki í stjórnmálum höndum saman við verkalýðshreyf-
inguna, gegn hringavaldi því, sem nú ræður flokkunum þrem:
íhaldi, Framsókn og Alþýðuflokk.
3. Að þessir aðilar með samfylkingu í Sósíalistaflokknum og
við hann skapi grundvöll að myndun ríkisstjórnar, sem tryggir
velferð sjávarútvegsins og annara íslenzkra atvinnuvega, en heldur
ágengni hringavaldsins í þeim skefjum, að því takist ekki að sliga
atvinnulífið.
Og þessar aðgerðir þola enga bið.
Ástandið í landinu er orðið hættulegt, hvað þetta snertir. Tak-
ist hringavaldinu og drepa togaraútgerðina út um land og láta ein-
staka auðmenn kaupa togarana, versnar aðstaða alþýðu. — Og
þetta er ekki eina hættan.
Sá dollarahringur, sem orðinn er innsti koppur 1 búri hringa-
valdsins í Reykjavík, virðist ekki ætla að láta sér nægja að sliga
útgerðina, heldur stefnir nú að því að ganga af íslenzkum sjávar-
útveg dauðum. Þessi dollarahringur, sem ræður hernámsflokkun-
um, stjórnar því: 1) að ísland er lagt undir ameriskan her —
2) að 3000 íslenzkir verkamenn í ár*, máske 6000 að ári, eru
neyddir, með svipu atvinnuleysisins yfir höfði sér, til að vinna
suður á Miðnesheiði, störf, sem íslenzku þjóðfélagi eru gagnslaus,
— 3) og býr sig nú til að fá það fram, að amerísk stóriðja komi upp
við íslenzka fossa og íslenzkt vinnuafl sé látið þræla til að skapa
amerískum einokunarhringum gróða.
íslenzk atvinnurekendastétt hefur brugðizt því hlutverki að
hafa forustu á hendi í baráttunni gegn þessari þjóðhættulegu starf-
semi dollarahringsins. Ekki er það vegna þess að ýmsir atvinnu-
rekendur sjái ekki hvert stefnir, heldur vegna hins, að íhaldið, sem
* Það er vert að muna það, að á öllum togaraflotanum vinna um
1200 sjómenn, en hráefnið, sem þeir framleiða, getur orðið 500
millj. kr. virði sem útflutningsverðmæti, ef rétt er á öllu haldið.