Réttur - 01.05.1953, Blaðsíða 7
RÉTTUR
95
völur, er valdhafarnir geti stuðzt við í beiningaferðum
sínum til Washington. „Gætum við ekki fengið styrk út
á herinn okkar?“
Og hvað ætlast svo herrarnir bandarísku fyrir með slíkan
her? Hvert hlutverk skyldi honum vera búið? Engum heil-
vita manni dettur í hug, að þeir ætli honum að taka við
,,vörnum“ landsins eða að stjórna kjamorkusprengjuatlögu
gegn Rússum. Þess konar röksemdir hæfa íslenzkum lepp-
stjórnarráðhernim einum. Innlenda hernum er ætlað annað
hlutverk, hann á að verða einn þátturinn í að afsiða þjóð-
ina. Hann á að koma til liðs við lausungina og smyglið á
vellinum, glæpakvikmyndirnar og „kokkteilþartíin“ — og
gera sem flesta íslendinga samdauna spillingunni. Verið
getur, að honum yrðu fengin einhver undirtyllustörf við
landvarnirnar svonefndu — en aðalverkefnið verður ann-
ars kyns. Bandaríkin em þegar orðin stærsti atvinnurek-
andi á Islandi — og kváðu ætla að hafa enn meira um sig,
er fram í sækir. Herraþjóðin gerir því ráð fyrir, að allar
meiriháttar vinnudeilur muni taka til fyrirtækja hennar.
Og þá er það ekki ónýtt að geta sjálfir setið í náðum, japl-
andi á frelsi og togleðri með hlutleysisgrímyna í iéttum
skorðum, meðan „íslenzki“ herinn jafnar um verkamenn-
ina. Og ef einhver ótíðindi skyldu gerast í þess háttar átök-
um, bera íslendingar einir ábyrgðina. Herraþjóðin getur þá
tekið sér í munn tilsvarið forna: „Hvað kemur það við oss.
Sjá þú þar fyrir.“ Það er ekki óþægilegt að geta att sonum
gegn feðrum sínum, frændum móti frændum, vin gegn vin.
Slíkt er vel þess virði að greiða fyrir það í dollurum, a. m. k..
meðan verið er að koma fyrirtækinu á laggirnar.
Og hver skyldi eiga að þjálfa herinn og innræta honum
„westrænar“ dyggðir og hugsunarhátt ? Hver nema „vernd-
ararnir” sjálfir. Og ekki er það atriðið minna virði. Her-
mennirnir flyttu svo „hugsjónimar“ með sér um borg og
byggð. Þetta yrði stærsti „skóli“ landsins — og mun ekki