Réttur


Réttur - 01.05.1953, Blaðsíða 43

Réttur - 01.05.1953, Blaðsíða 43
RÉTTUR m Þetta er furðu ólík aðstaða eða fyrir 20—30 árum, þegar Kveld- úlfur og Alliance áttu 7 togara hvort og þar með næstum helming alls togaraflotans og hann var allur í Reykjavík og Hafnarfirði. Hvaða áhrif hlýtur þessi breytta aðstaða að hafa á viðhorf verka- lýðsins á þessum stöðum? Hún hlýtur að hafa þau áhrif, að jafnhliða því sem verkalýð- urinn, jafnt á sjó og landi, berst fyrir því að tryggja sér góð launakjör og aðra aðstöðu við þessar togaraútgerðir, þá hlýtur hann að berjast fyrir því að hindra, að þessi togaraútgerð lendi í höndum einstakra auðmanna og fyrir því, að gróði annarra aðila auðvaldsins á togaraútgerðinni minnki. Barátta verkalýðsins verð- ur þannig tvíþætt: annarsvegar launabaráttan, hinsvegar baráttan fyrir viðgangi og afkomu togaraútgerðarinnar gagnvart því auð- valdi, sem nú arðrænir fólkið og þá ekki síst togaraútgerð þá, sem alþýðan víða um land byggir lífsafkomu sína á. Afstaða auðvaldsins til atvinnuveganna á íslandi hefur sem sé stórum breytzt frá því á fyrstu áratugum aldarinnar. Þá voru þessir útgerðarmenn, sem voru að brjótast í að eignast skip, kall- aðir auðvald og voru það eina, sem því nafni gat nefnzt á landinu. Og hagsmunir þeirra voru órjúfanlega tengdir velgengni hinna ís- lenzku atvinnuvega, þótt þeir ættu hinsvegar sjálfir í höggi við verkalýðinn og byggðu gróða sinn á kúgun hans. Nú er hinsvegar svo komið, að það auðvald, sem sölsar til sín gróðann af vinnu verkalýðsins, er ekki fyrst og fremst eigendur atvinnutækjanna, eins og ella er tíðast í auðvaldsskipulagi, heldur er voldugasta auðvaldið nú hringur manna, sem heldur sjálfu at- vinnulífinu í klóm sínum og sýgur út úr því gróðann með háu verði á olíu og öðrum vörum til atvinnurekstursins, með háum vöxtum og öðrum álögum á atvinnulífið. Og þessi innsti hringur Reykjavíkurauðvaldsins ræður jafnt arðráni olíuhringanna, gróða Landsbankans, einokuninni á útflutningnum sem allri pólitík ríkisstjórnarinnar, sem beinist gegn atvinnulífinu og alþýðunni, en að því að auka völd og gróða þessa „dollarahrings" í Reykjavík, sem tvinnar saman arðrán þessara spilltu valdhafa og erlenda einokunarauðmagnsins. Það kveður alltaf við sami sónninn nú, um að togararnir „beri sig ekki“, yfirleitt að sjávarútvegurinn beri sig ekki. Og þetta er notað sem röksemd af hálfu dollarahringsins í Reykjavík og erind- reka hans gegn launum sjómanna, gegn eign bæjarfélaga á tog- urum og gegn sjávarútveginum sjálfum. Við skulum kryfja þetta mál til mergjar. Tapið á bæjarútgerð Reykjavíkur 1951 var 891 þús. kr„ miðað við

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.