Réttur - 01.05.1953, Blaðsíða 48
Bókaíregnir
Saga Miklagarðs hefur að jafn-
aði verið allfjarlæg vestrænum
sagnfræðingum, nema þá helzt
sérfræðingum. Margskonar fróð-
leik hefur að vísu verið safnað
um þessi atriði og hugað að ein-
stökum þáttum en mest er það
falið í sérfræðitímaritum ýmsum
á víð og dreif, en fátt um almenn
og læsileg yfirlitsrit í því efni.
Byzantium into Europe (The
Bodley Head, 1953) heitir bók
eftir Englendinginn Jack Lind-
say, fjallar hún um þátt Býzans
eða Miklagarðsi í örlögum og
menningarlífi Evrópu. Kemur
höfundur víða við og lýsir ýms-
um hliðum býzanskra mennta og
lista og hlutdeild þeirra í mótun
evrópskrar menningar. Bókin er
fróðleg og ýmis nýstárleg sjónar-
mið koma þar fram. Þetta á ekki
að vera neinn ritdómur, enda er
höfundur þessara lína ekki dóm-
bær í viðkomandi fræðum. En
hinu er ekki vert að leyna, að
oft hefur sagnfræðingunum hætt
til, að líta á evrópska sögu og
menningu frá helzt til lágum
sjónarhól og vanmeta þátt bæði
Miklagarðs, Araba o. fl. í þeirri
þróún. í bók J. Lindsays er sjón-
deildarhringurinn víðari, og það
er bæði gagnlegt og hressandi.
E. E. Lipsic: Byzans und
die Slaven (Mikligarður og
Slavar). Weimar 1951.
í bók þessari ræðir sovjezki
byzansfræðingurinn E. E. Lipsic
um samskipti Miklagarðs og
Slava frá því á 6. og fram á 9. öld
e. Kr. Notar hann bæði býzanskar
og slavneskar heimildir, jafn-
framt því sem hann dregur fram
ýmiskonar fornminjar máli sínu
til stuðnings. Hann ræðir m. a.
um þorpsfélagið slavneska
(obsjina) og þátt þess í myndun
lénsskipunar í Býzansríki,
bændastéttina býzönsku og ný-
byggðir slavnesku þjóðflokkanna
og jarðyrkjulöggjöfina. Gerir
hann og nokkurn samanburð á
löggjöf þessari og lögum ger-
mönsku þjóðflokkanna (leges
barbarorum), t. d. lex salica, og
býzönsku þorpsfélögunum og
merkurneytunum germönsku.
Höfundur kemst að þeirri niður-
stöðu m. a., að nýbyggðir Slava
í Býzansríki hafi orðið til að
hressa það við og veita nýju blóði
í hálfkalkaðar æðar þess. En sú
verður oft raunin á, er tápmiklir
hálfsiðingjar setjast að í gömlum,
en hálf feysknum menningarríkj-
um.
Framh. í næsta hefti.
Á. BI. M.