Réttur - 15.07.1935, Side 4
Og ávextirnir — réttindin 1903 og 1915 og samning-
urinn 1918 — féllu Islendingum í skaut sumpart af er-
lendum ástæðum (viðurkenning á þverrandi valdi Dana
og auknum ítökum Breta — jafnframt tilraun til að
festa eins og unnt var sambandið við Danmörku með
„vináttubragðinu“ 1918), en ekki einungís fyrir sjálf-
stæðisbaráttuna.
Og þess vegna er íslenzku þjóðinni lieldur ekki Ijóst,
hvers virði það sjálfstæði, sem fékkst 1918, getur þó
verið.
Hún hefir ekki fórnað nógu fyrir það áður, til að
vita, hvers virði það er. Burgeisastéttin hefir strax
„stolið“ því og hindrað, að því væri nokkurn tíma beitt
fyrir hagsmuni alþýðunnar — og nú reynir yfirstéttin
svo að telja mönnum trú um, að það sé einskisvirði, ef
á eigi að reyna, t. d. með valdatöku alþýðunnar.
Hin formlega viðurkenning á sjálfstæðisréttindum
landsins er því harla lítils virði fyrir alþýðuna, meðan
burgeisastéttin rænir hana og ruplar í skjóli þeirra og
notar þau sem yfirskin landráða sinna, á meðan landið
er að lcomast undir erlend yfirráð, með aðstoð hennar.
En þessi sjálfstæðisréttindi öðlast ómetanlegt gildi fyrir
alþýðuna um leið og hún tekur völdin. Og vegna þessa
raunhæfa framtíðargildis vill alþýðan verja það og
verður einnig að verja það nú, á sama hátt og lýðræðis-
legu réttindin, sem hún hefir aflað sér með baráttu
Og þess vegna dugar ekki að láta burgeisastéttina
sljóvga skilninginn á því, hvert vopn sjálfstæðið verður
í höndum verkalýðsins með byltingunni, eða jafnvel
hræða hann frá að nota það með blekkingum eins og
þeim, sem hér um ræðir.
Afstaða Englands við verkalýðsbyltingu á íslandi.
Við skulum nú athuga afstöðu Englands, ef verkalýðs-
bylting yrði á íslandi og heimsástandið væri svipað og
nú, sem sé „friður" í Norður- og Vestur-Evrópu — því
afstöðuna, ef til styrjaldar kemur, þar sem t. d. Eng-
124