Réttur


Réttur - 15.07.1935, Síða 16

Réttur - 15.07.1935, Síða 16
iníuæfintýri ítalska fasismans, öngþveiti í Bandaríkj- unum, o. s. frv. Japanir vonast því eftir að geta óáreittir fullkomnað þriðja áfanga herferðar sinnar: Að leggja undir sig Innri-Mongólíu ásamt öllu Norður-Kína, suður að Hoanghofljótinu. Auk þess hefir Japan aðstoð og full- tingi Hitlersfasismans til ránsferða sinna í Kína. Ný- lega hefir sem sé komizt upp um leynilegt hernaðar- bandalag milli Þýzkalands og Japan. Frekari sönnun þess eru heimsóknir þýzkra liðsforingja og hernaðar- sérfræðinga í Japan og japanskra til Þýzkalands. Hér eru ekki kynþáttakenningarnar til neinnar fyrirstöðu, fremur en þegar um það var að ræða að vernda hags- muni þýzkra stórkapítalista af gyðingaættum, eins og Wertheim og Tietz. En þrátt fyrir allt þetta eru Japanir enn ekki komnir að örðugasta hjallanum í Kína. Hin mikla þjóð er að vakna til vitundar um mátt sinn og megin. Sovétbylt- ingin hefir þegar lagt undir sig víðlend héruð í Mið- Kína og Vestur-Kína. Hinn Rauði her kínversku sovét- lýðveldanna á eftir að ráða niðurlögum innlendu svik- aranna, og að því búnu mun hann snúa sér að erlendu ræningjunum. Þegar hugsjón byltingarinnar hefir náð fullum tökum á kínversku þjóðinni, þá mun jafnvel jap- anska hervaldið verða að lúta í lægra haldi. Sovét-Kína — nýir sigrar Rauða hersins. Alþjóð manna veit ekki ennþá, að rússnesku Sovét- ríkin eru ekki lengur eina landið á jörðunni með sósíal- istisku stjórnarfari. Allt of fáir vita, að austur í Asíu er risið upp voldugt Sovétríki, hálfu stærra en Þýzka- land, með á annað hundrað milljónir íbúa — Sovét- Kína. Og þó hefir þetta ríki verið að skapazt smámsam- an í sjö ára blóðugri borgarastyrjöld. Auðvaldspressan, þessi andlegi fóðurgjafi almenn- ings, hefir af gildum ástæðum þagað um þessa sögu- legu viðburði. Og í sannleika sagt, það er allt annað 136

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.