Réttur


Réttur - 15.07.1935, Síða 18

Réttur - 15.07.1935, Síða 18
Sun Yat Sens, og veitt verkalýð og bændum stórkost- legar réttarbætur. Verkalýðsfélögin voru bönnuð aftur, ritfrelsi og fundafrelsi afnumið og hin fyrri kúgun tek- in upp í hverju einu. Þetta leiddi til hinnar ógleyman- legu uppreisnar í Kanton 12. desember 1927. Verka- menn og bændur stofnuðu sitt fyrsta sovétríki, „Kan- tonkommúnuna", sem stóð þó ekki nema fáa daga og var barin niður af hinum gagnbyltingasinnuðu hersveitum með aðstoð stórveldanna af þvílíkri blóðugri grimmd, að sagan þekkir naumast hliðstæð dæmi. En Kantonkommúnuna má telja hinn eiginlega undan- fara þeirrar sovétbyltingar, sem nú flæðir yfir Kína. Með aðdáanlegri hugprýði hefir hinn rauði her kín- verskra verkamanna og bænda haldið uppi margra ára baráttu við svikarann og fasistann Tsjang-Kai-Sjek og hina mörgu gagnbyltingasinnuðu hershöfðingja, sem ráða og ríkja í Kína, hver í sínu héraði, hver með stuðn- ingi síns stórveldis. Tsjang-Kai-Sjek, foringi hinnar ,,þjóðlegu“ Kuomin- tang-hreyfingar, skoðar það sem hlutverk sitt að kæfa frelsisbyltingu kínversku þjóðarinnar, um leið og hann lætur japönsku innrásarherina vaða inn í Norður-Kína og gengur mótþróalaust að öllum þeirra smánarskilmál- um. Fimm herferðir hefir hann á undanförnum árum farið gegn sovétfylkjunum, og jafnan beðið gersamlegan ósigur fyrir Rauða hernum. Og síðustu mánuðina hefir Rauða hernum tekizt að hnekkja sjöttu herferðinni. Þessi síðasta herferð Nankingstjórnarinnar var óef- að stórum betur undirbúin en nokkur hinna fyrri. Fé, vopn, flugvélar, herforingja og sérfræðinga hafa stórveldin lagt henni upp í hendurnar. Því glæsilegri eru hinir nýju sigrar Rauða hersins, sem hefir ekki ein- ungis tekizt að hnekkja þessari árás, heldur jafnvel að víkka að miklum mun áhrifasvæði sín, að leggja undir sig sum auðugustu og þéttbýlustu héruð Kína. Sovéthéruðin í Kína eru ekki lengur einstök og ósam- felld svæði. Þau eru nú orðin að máttugu, heilsteyptu 138

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.