Réttur


Réttur - 15.07.1935, Page 20

Réttur - 15.07.1935, Page 20
sendar voru þeim til liðveizlu, réðust á móti hersveit- um „vesturleiðangursins", en voru sigraðar. Hjá borg- inni Tungtse-Tsen-Ih gáfust upp 5000 hermenn hvíta hersins, og 2000 gengu með vopnum og öllum útbúnaði yfir til Rauða hersins. Að baki Nankingsveitanna gerðu bændurnir uppreisn. Ósigurinn olli því, að upp úr log- aði um ýms misklíðarefni, sem átt höfðu sér stað meðal þeirra hvítu. í liði þeirra kom til blóðugra bardaga. Og nú hófu verkamenn og bændur volduga fjöldauppreisn að baki Nankinghersins. Verkamenn gerðu uppreisn í borginni Tsisui, lýstu yfir sovétstjórn og lögðu undir sig vopnabúrið, þar sem geymdar voru 6 milljónir byssu- kúlna. Þessu samtímis héldu hinar rauðu herdeildir sovét- héraðsins í norður-Setschuan suður á bóginn, í áttina til stórfljótsins Jantsekiang, og vestur á við, til höfuð- borgarinnar í Setschuan, Tsjöngtu. (Setschuan er stærsta og auðugasta fylkið í Kína, á stærð við Þýzka- land, með yfir 50 milljónum íbúa). Aðrar deildir Rauða hersins komu frá nágrannafylkinu Honan, þar sem einn- ig er sovétsvæði. Þessi her var undir forystu þeirra Holung og Sije-Ken. Nú voru allar horfur á, að hin auðugu fylki Setschuan og Kveitschou myndu falla að fullu og öllu í hendur Rauða hernum. Til þess að koma í veg fyrir þetta, sendi Tsjang Kai Sjek sínar beztu hersveitir til herstöðvanna í Innra Kína, þar á meðal hina svokölluðu „Járnsveit“. 1 Setschuan reyndi Tsjang Kai Sjek að koma í veg fyrir, að hinar rauðu herdeildir norður- og suður-sovét- svæðisins næðu að sameinast, og í Kveitschou lá fyrir honum það vandaverk að hindra sameiningu þriggja rauðra herja (hers sovétsvæðisins á mörkum Suður- Setschuan og Norður-Kveitschou, hersins, sem Holung kom með frá Vestur-Hunan, og loks „vestur-leiðangurs- hersins“; sem var á leiðinni frá Kiangsi til Kveitschou). Eftir nokkurn árangur í fyrstu, biðu hersveitir Tsjang Kai Sjeks mikinn ósigur í Kveitschou-fylki. „Járnsveit- 140

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.