Réttur


Réttur - 15.07.1935, Qupperneq 30

Réttur - 15.07.1935, Qupperneq 30
tók þátt í skoðun neðanjarðargangsins undir þinghúsinu og hann útvegaði einnig van der Lubbe til íkveikju- starfsins. Helldorf og Ernst lögðu á öll ráðin um íkveikj- una í einstökum atriðum. Morðingi og brennuvargur sem lögreglustjóri! Þetta er hið sanna andlit „Þriðja ríkisins“. Þetta er loksins engin gríma, heldur sannleikurinn óhjúpaður. Svona á það líka að vera! Heimurinn á að fá að sjá hvernig Hitlers-Þýzkaland er: Glæpamenn hafa þar lögreglu- valdið í sínum höndum, glæpamenn ráða og ríkja og nefna glæpi sína: lög. Helldorf greifi, það nafn er í rauninni nákvæm lýs- ing á Hitlers-Þýzkalandi: Ofbeldi að viðbættum lýð- blekkingum, aðalsmannavald í stormsveitabúningi, Pots- dam og stormsveitaskáli, kvalaþorsti með löggildingar- stimpli. En þessi embættisveiting er líka sönnun fyrir fallvelti og ótta nazistastjórnarinnar. Hún tekur ekki með glöðu geði slíkan mann á arma sér. Undir fargi sinna innri mótsetninga grípur nazisminn ekki aðeins til glæpsins, heldur einnig glæpamannsins. Hann á nú að bjarga frá hinum vaxandi örðugleikum. Þeir fálma fyrir sér, til þess að fá einhverja handfestu í þeim stórlega auknu kreppum og skelfingum, sem þeir sjá nú þegar úti við sjóndeildarhringinn. Því að sérhver dagur sýnir það áþreifanlegar, að þjóöin er andvíg Hitler, fjandmanni þjóðarinnar. Útnefning Helldorfs greifa til lögreglustjóra í Berlín er fyrirboði nýrra alvarlegra viðburða, sem munu skerpa enn meir hina síharðnandi kreppu Hitlersfasism- ans. Þýtt úr andfasistablaðinu „Einheit". 150

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.