Réttur - 01.01.1969, Síða 1
'QjiJr-
lettur
5 2. árgangur
1 969 — 1 . hefti
Réttur hefur í tvö ár komið út í nýjum búningi og með þessu hefti hefst 52.
árgangur tímaritsins. í íslenzkri stjórnmálabaráttu á 19. og 20. öld hafa tímarit
gegnt mikilvægu hlutverki og stjórnmálahreyfingar lagt áherzlu á að halda úti
ritum, þar sem fylgjendur þeirra hafa getað sótt beitt vopn til að nota í hinni
hörðu stjórnmálabaráttu. Svo er nú komið, að Réttur er eina tímaritið á ls-
landi, er fjallar um þjóðfélagsmál og kernur reglulega út ársfjórðungslega.
Þetta er til marks um þróun, sem á sér stað víða, og orsakanna er að leita
í áhrif fjölmiðlunartækja og fjöldamenningu neyzluþjóðfélagsins.
Engin hreyfing þarrnast meir útbreitts tímarits um þjóðfélagsmál, en sósí-
alisk vinstrihreyfing. Á síðasta ári var myndaður nýr flokkur, Alþýðubanda-
lagið, sem er jafnframt eini sósíaliski stjórnmálaflokkur landsins. Sósíalisk-
um alþýðuflokki er nauðsyn að hafa tímarit, er tekur til meðferðar vandamál
þjóðfélags einkagróðans og beitir kenningum marxismans til að skilgreina
stjórnmálaástandið hverju sinni og kynna ný viðhorf. Ef sósíaliskur flokkur
ætlar að vera forystuflokkur alþýðu í hagsmunabaráttunni, verður hann að
geta beitt sósíaliskri hugsun frjálsi og kreddulaust á íslenzk verkefni. Til að
móta sósíaliska stefnu og skapa víðsýni innan flokksins, þurfa liðmenn hans
að hafa aðgang að tímariti, er tekur vandamálin til umræðu, skilgreinir þjóð-
félag okkar og beitir þar vísindum þjóðfélagsmálanna — marxismanum.
Réttur á sinn mikla þátt í því, að sósíalismi hefur verið lifandi fræðikenn-
ing fyrir íslenzka sósíalista í 40 ár. Á tímum kalda stríðsins, er slíkt orð var
bannorð, hélt tímaritið uppi merki sósíalismans, meðan sósíalisk alþýðu-
hreyfing hér var önnum kafin við hin „praktisku" verkefni. Á sjöunda áratug
þessarar aldar, hefur sósíalisminn komið á dagskrá í nýju Ijósi um allan heim.
Réttur mætti þessum nýju viðhorfum í nýjum búningi og óhætt er að full-
yrða, að tímaritið á drýgstan þátt I því, að sósíalismi er á ný eitt aðalumræðu-
efni róttækra afla á íslandi í daq.
LAHDSSOK.AS.-Fii
285377
fSLAHDS
1