Réttur


Réttur - 01.01.1969, Qupperneq 2

Réttur - 01.01.1969, Qupperneq 2
Á síðustu tveim árum hefur Réttur birt um 50 greinar og ritverk eftir 20 islenzka höfunda og um 30 erlendar greinar, auk fastra smáþátta. Tímaritið hefur átt þátt í mótun stefnu vinstrihreyfingarinnar hér á landi, auk þess að það kynnir starf erlendra bræðraflokka og baráttu þjóðfrelsishreyfinga. Það er rætt um kynslóðaskipti á Islandi í dag. Réttur hefur, hvað snertir áskrifendur orðið var við þau skipti. Áskrifendur tímaritsins eru á annað þús- und talsins, þar af hafa á fjórða hundrað bæzt í hópinn á síðustu tveim ár- um. Þegar áskrifendalisti tímaritsins er athugaður, kemur í Ijós, að mikið skortir á, að hinir nýju liðsmenn sósíalískrar hreyfingar, sem slegizt hafa i hóp sósíalista á síðustu 10 árum, hafi gerzt áskrifendur að tímaritinu. Það er erf- itt verk að gefa út tímarit í þjóðfélögum fjöldamenningar nútímans. Réttur hefur ekki farið varhluta af þeim sannindum. Til þess að tímarit beri sig á Islandi þarf það að hafa vel á þriðja þúsund áskrifendur. Auglýsingar er nú stöðugt erfiðara að fá og því þurfa tímarit að byggja afkomu sína nær ein- göngu á áskrifendafjölda. Liðsmenn sósíaliskrar hreyfingar á Islandi þarfnast tímarits um þjóðfélags- mál og það tímarit — Réttur — þarfnast aðstoðar liðsmanna hennar. Ef góð- um árangri á að ná í baráttu hreyfingarinnar, verður nú þegar að hefja sam- stilt átak til að efla Rétt. Ritnefnd Réttar hefur því ákveðið að hefja það átak, sem þarf, með þessu hefti og beinir því til áskrifenda um allt land, að safna nýjum kaupendum. Fyrir lok þessa árs verður það mark að nást, að áskrifendatalan verði komin á þriðja þúsundið. Því marki er hægt að ná með samstilltu átaki núverandi lesenda, sem við vitum að vilja, að út komi tímarit hér á landi um þjóðfélags- mál og sósíalisma. Ólafur Einarsson.

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.