Réttur - 01.01.1969, Page 4
lagið og Varsjárbandalagið af hólmi. Grein-
argerð þessi skal lögð fyrir Alþingi er það
hefur störf í ársbyrjun 1969, en að loknum
ymræðum um hana verði teknar ákvarðanir
um afstöðu Islands til Atlanzhafsbandalags-
ins.”
Enda þótt tillaga þessi væri flutt tímanlega
fékkst hún lengi vel ekki rædd. Loks varð
um hana örstutt byrjunarumræða rétt fyrir
jól, en þá gerðust þau tíðindi að Emil Jóns-
son utanríkisráðherra lýsti yfir því að hann
væri algerlega andvígur þeirri hugmynd að
utanríkismálanefnd tæki upp þingræðisleg
vinnubrögð á þessu sviði. Taldi hann að öll
rök fyrir aðild Islands að Atlanzhafsbanda-
laginu hefðu komið fram fyrir tuttugu árum
og væri ástæðulaust með öllu að hefja ein-
hverja sjálfstæða könnun nú.
MEÐFERÐ
UTANRI'KISMÁLA
Eins og meðferð utanríkismála er háttað á
Islandi koma þessi viðbrögð ekki á óvart, en
engu að síður eru þau ósæmileg með öllu
og raunar einstæð meðal þingræðisríkja inn-
an Atlanzhafsbandalagsins. Starfsemi Atlanz-
hafsbandalagsins og aðild ríkja að því er mjög
stórféllt og örlagaríkt vandamál; það er ná-
tengt þróun alþjóðlegra stjórnmála og ör-
lögum hvers lands um sig. Hægt er að segja
sig úr Atlanshafsbandalaginu á þessu ári,
og þau tímamót hafa leitt til þess að hvar-
vetna í aðildarríkjunum — nema á Islandi —
hefur verið og er unnið að því að meta
aðstæður á nýjan leik, safna gögnum og rök-
semdum og ræða vandamálin. Það ríki sem
haft hefur forusm um þessa endurskoðun er
Frakkland, og það greip raunar til sinna ráða
þegar 1916, sleit hernaðarsamvinnu við
Atlanzhafsbandalagið, vísaði öllum banda-
rísku hernámsliði frá Frakklandi ásamt aðal-
bækistöðvum bandalagsins, og enn er öldung-
is óvíst nema Frakkland segi sig endanlega úr
bandalaginu á næstunni. Stjórn Kanada hefur
greint frá því nýlega að hún vinni nú að því
að endurskoða aðild sína að Atlanzhafsbanda-
laginu og komi til álita að allri hernaðar-
samvinnu við bandalagið verði slitið. Onnur
ríki hafa unnið að því að safna sem ýtarleg-
ustum gögnum um þessi nýju viðhorf; til að
mynda hefur utanríkisráðuneyti Dana nýlega
gefið út mikið ritverk um Danmörku og
Atianzhafsbandalagið, þrjú stór bindi. Hlið-
stæð rit hafa verið gefin út í öllum þingræð-
isríkjum innan bandalagsins nema á íslandi.
Hvergi nema hér er nauðsynlegt að þingmenn
flytji tillögur um þingræðisleg og málefnaleg
vinnubrögð á þessu sviði — og alstaðar
nema hér væri óhugsandi að utanríkisráð-
herra neitaði að verða við beiðni alþingis-
manna um málefnalega gagnasöfnun og um-
ræður og ákvarðanir á grundvelli þeirra.
Það er næsta furðuleg kenning að tuttugu
ára gamlar röksemdir geti dugað til þess að
meta viðhorfin í heimsmálum um þessar
mundir. Þeir menn sem slíkar kenningar boða
virðast halda að heimurinn hafi haldizt ó-
umbreytanlegur síðustu tvo áratugi, allt sé
enn í sömu skorðum og þá; veröldin sé stöðn-
uð en ekki í stöðugri þróun. Slíkt viðhorf er
alltaf rangt, en aldrei hefur það verið frá-
leitara en í mati á síðustu tveimur áratugum;
þeir hafa verið eitthvert mesta umbreytinga-
skeið í sögu mannkynsins. Mynd af þeirri
þróun verður ekki dregin upp í stuttu máli,
en fróðlegt er að drepa á einn þátt hennar,
breytingar á hernaðartækni.
Þegar Atlanzhafsbandalagið var stofnað
1949 höfðu Bandaríkin einokun á kjarn-
4