Réttur


Réttur - 01.01.1969, Blaðsíða 5

Réttur - 01.01.1969, Blaðsíða 5
orkuvopnum, og það gereyðingartæki var talið hornsteinn bandalagsins; með því að hampa kjarnavopnum var talið að bandalagið gæti komið vilja sínum fram. Þessi aðstaða breyttist þegar Sovétríkjunum tókst að fram- leiða kjarnorkusprengjur. Því næst urðu stór- veldin tvö svo til jafnfljót að framleiða vetn- issprengjur sem hafa þann tortímingarmátt að kjarnorkustyrjöld mundi hafa í för með sér gereyðingu heimsbyggðarinnar; einnig urðu stórveldin næsta jafnfljót að framleiða litlar kjarnorkuhleðslur sem unnt er að nota á vígvöllum í svokölluðum takmörkuðum styrjöldum. Næsta gerbreyting varð þegar Sovétríkin sendu á loft fyrsta gervitungl sitt. Þá kom í ljós að þau höfðu tryggt sér mikla yfirburði í eldflaugasmíði og að meginland Ameríku var nú ekki lengur óhult ef til styrj- aldar kæmi, en það er að sjálfsögðu mjög örlagarík staðreynd á sviði alþjóðamála. Bandaríkin hófu síðan sókn á þessu sviði, náðu Sovétríkjunum í eldflaugagerð og kom- ust fram úr þeim. Þessu næst gerðist það að stórveldunum báðum tókst að koma all-lang- drægum eldflaugum fyrir í kafbátum, en sú aðgerð gerir það óframkvæmanlegt að koma í veg fyrir kjarnorkuárás með því að eyði- leggja kjarnorkusprengjurnar áður en þær eru sendar af stað. Arásarstöðvarnar eru nú dreifð- ar um hnöttinn allan og eru aldrei á sama stað stundinni lengur. I þessu sambandi er vert að minna á að Bretland, Frakkland og Kína hafa nú hafið framleiðslu á kjarnorku- vopnum og eldflaugum, en tugir annarra ríkja hafa fjárhagslegt og tæknilegt bolmagn til þess að leggja inn á sömu braut. Þessar staðreyndir hafa haft afar djúpstæð áhrif á þróun alþjóðamála síðustu tvo áratugi, og einnig okkur ber að vega þær og meta í stað þess að ástunda almennt orðagjálfur um frið og lýðræði. Breytingarnar á hernaðar- tækni og þar með valdi hafa einnig umbylt alþjóðlegum stjórnmálum á þessu tímabili. I upphafi Atlanzhafsbandalagsins stóðu stór- veldin andspænis hvort öðru sem algerir and- stæðingar og því næst hernaðarbandalög þau sem stórveldin stofnuðu hvort um sig. Þau viðhorf hafa verið að breytast æ meir að undanförnu, eftir að leiðtogum stór- veldanna varð ljóst að styrjaldarátök þeirra í milli myndu færa hvorugum sigur, aðeins leiða til allsherjar tortímingar. Svokölluð friðsamleg sambúð hefur tekið að þróast leynt og ljóst, en grundvöllur hennar er skipt- ing heimsins í áhrifasvæði. Stórveldin stefna sameiginlega að því að verða einskonar al- þjóðalögregla, ráða hvort fyrir sínum heims- hluta, og þau beita sér sameiginlega gegn því að fleiri ríki nái því valdi á kjarnorku- vopnum að þau geti orðið hlutgeng í sam- skiptum við risana. Það er þessi valdstefna sem leitt hefur til vaxandi óróleika innan áhrifasvæða beggja stórvelda á undanförnum árum, vaxandi klofnings jáfnt austan tjalds sem vestan. Ríki og þjóðir eiga að vonura erfitt með að sætta sig við það framtíðarhlut- skipti að verða að lúta boðum og bönnum hinna kjarnorkuvæddu þursa. Skiptingin í á- hrifasvæði milli stórveldanna er mislangt komin í ýmsum heimshlutum. I Evrópu er hún næsta skýr og grundvöllur hennar það 5

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.