Réttur


Réttur - 01.01.1969, Side 6

Réttur - 01.01.1969, Side 6
samkomulag um áhrifasvæði sem bandamenn gerðu í lok heimsstyrjaldarinnar og Winston Churchill hefur skýrt frá í endurminningum sínum. Eina vandamálið af þessu tagi sem óútkljáð er í Evrópu er framtíð Berlínar. En að öðru leyti er það algerlega ljóst að í Ev- rópu hafa verið dregin mörk sem stórveldin hreyfa sig ekki út fyrir, þótt þau virðist telja sér heimilt að gera hvað sem þeim sýnist innan markanna. AFSTAÐA FRAKKA Það eru þessar aðstæður sem valda því endurmati sem nú er verið að framkvæma víða um lönd, og til glöggvunar þessum við- horfum er fróðlegt að íhuga nokkuð afstöðu þess ríkis sem lengst hefur gengið í endur- skoðunarstefnu sinni innan Atlanzhafsbanda- lagsins, Frakklands. Ástæðurnar fyrir því að Frakkar slim hernaðarsamvinnu við banda- lagið og ræða um að segja sig úr því í ná- inni framtíð eru fjórar. I fyrsta lagi telja Frakkar að Atlanzhafs- bandalagið sé í verki tæki Bandaríkjanna til þess að halda yfirdrottnun í Vesturevrópu. Ef það ástand sé látið haldast of lengi missi Vesturevrópuríki sjálfstæði sitt í vaxandi mæli og verði að lúta boðum og bönnum Bandaríkjanna og hins sameiginlega hernað- arkerfis. Þessi þróun sé ekki sæmandi fyrir sjálfstætt ríki; Frakkland og raunar Evrópa verði að gerast fullgildir aðilar í heimsmálum, og megi ekki sætta sig við að vera peð í tafi i annarra. I öðru lagi telja Frakkar að öryggi það sem Atlanzhafsbandalagið átti að veita í upphafi standi ekki lengur til boða; á því sviði hafi orðið alger umskipti þegar breytt hernaðar- tækni gerði Bandaríkin sjálf að hugsanlegu skotmarki í kjarnorkustyrjöld. Eftir það verði það að teljast hæpið og nánast óhugsandi að Bandaríkin hætti sjálfri tilveru sinni til stuðn- ings bandamanni í Evrópu. Frakkar segja að ef til stórátaka kæmi í Evrópu með aðild risaveldanna, myndu þau hugsanlega varpa kjarnorkusprengjum á þá staði sem tekizt væri á um, en um það yrði þegjandi sam- komuleg að þau hlífðu hvort öðru við kjarn- orkuárásum til þess að komast hjá sjálfs- morði. Þannig séu Evrópuríkin orðin þolend- ur en ekki gerendur; aðild að bandalögum risaveldanna auki ekki öryggi þeirra heldur magni hætmna. I þriðja lagi segja Frakkar að tengslin við Bandaríkin séu ekki lengur nauðsynleg fyrir Evrópu; Vestur-Evrópuríki hafi næga getu til að tryggja öryggi sitt sjálf. I því sambandi benda Frakkar á kjarnorkuvígbúnað sinn sem sé ógnun gegn hvers konar hugsanlegri á- sælni. Enn segja Frakkar í þessu sambandi að hættan á styrjaldarátökum í Evrópu hafi orð- ið minni og minni eftir að kjarnorkukapp- hlaupi risanna lauk með augljósu þrátefli. Hættusvæðin séu annarstaðar, í heimshlutum þar sem áhrifasvæði risaveldanna hafi ekki enn verið fastmælum bundin. Og í fjórða lagi segja Frakkar að einmitt hættan á átökum í öðrum heimshlutum, ekki sízt í Asíu, leiði verulegan háska yfir Atlanz- hafsbandalagsríkin í Evrópu. Bandaríkin beiti sér mjög í öllum slíkum átökum, til að mynda í styrjöldinni í Víetnam, og slíkur hernaður geti leitt til stórstyrjaldar. Þá kunni Vesmr- Evrópuríki að verða nauðugir samherjar Bandaríkjanna í átökum sem þau hafi enga samúð með eða fulla andúð á, eins og til dæm- is yrði ef árásarstyrjöld Bándaríkjanna í Víet- nam leiddi til víðtækari hernaðaraðgerða. Þetta eru meginröksemdir Frakka, eins og 6

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.