Réttur


Réttur - 01.01.1969, Qupperneq 7

Réttur - 01.01.1969, Qupperneq 7
þær hafa verið túlkaðar af de Gaulle og öðrum leiðtogum. Þær sýna hversu gagngerar breytingar eru að verða á viðhorfum manna, hvað umræður um málefni Atlanzhafsbanda- lagsins eru djúptækar. Og maður skyldi ætla að íslenzkir ráðamenn hlustuðu að minnsta kosti gaumgæfilega á röksemdir Frakka, því að þar tala menn sem allavegana verða ekki grunaðir um að vera handbendi Rússa eða umboðsmenn heimskommúnismans. B ANDALAGIÐ OG HERNÁMIÐ Þegar Frakkar framkvæma endurmat á stöðu sinni innan Atlanzhafsbandalagsins hugsa þeir að sjálfsögðu um aðstöðu sína, hin sérstöku vandamál franska ríkisins. A sama hátt ber okkur Islendingum að meta málin af íslenzkum sjónarhóli, kanna við- horf okkar í samræmi viið breyttar aðstæður, hugsa um þjóðlega hagsmuni okkar. Við þá könnun getum við ekki apað eftir viðhorf neinna annarra, sérstaða okkar er mikil og við verðum að taka álevarðanir okkar í sam- ræmi við hana. I sambandi við aðild Islands að Atlanz- hafsbandalaginu er mikilvægt að menn komi sér niður á svar við þeirri spurningu, hvers vegna lagt var á það ofurkapp 1949 að fá Islendinga til að gerast aðila að þessu hern- aðarbandalagi. Við erum örsmá þjóð, við höf- um engan her, pólitísk áhrif okkar á alþjóða- vettvangi eru ekki umtalsverð. Samt var lagt á það mikið kapp af öðrum ríkjum, einkan- lega Bandaríkjunum, að fá Islendinga til að ganga í Atlanzhafsbandalagið. A þessari stað- reynd er ekki til nein önnur skýring en sú að Bandaríkin vildu tryggja sér herstöðvar á Is- landi. Kröfu sína um herstöðvar á Islandi báru Bandaríkin fram haustið 1945 og vildu þá fá þrjár slíkar stöðvar til 99 ára. Þegar þeirri kröfu var hafnað neituðu Bandaríkin að flytja her sinn á brott af landinu, þrátt fyrir fyrri loforð, þar tii gerður hafði verið sérstakur samningur um afnot Bandaríkj- anna af Keflavíkurflugvelli. Þegar stórveldi ber fram kröfur af slíku tagi fellur það ekki auðveldlega frá þeim. Hver raunsær maður hlýtur að komast að þeirri niðurstöðu, að að- ild Islands að Atlanzhafsbandalaginu átti fyrst og fremst að auðvelda Bándaríkjunum að fá hér á nýjan leik fullgildar herstöðvar. Enda komu herstöðvarnar tveimur árum seinna, vorið 1951, að vísu þvert ofan í loforð íslenzkra valdamanna og bandarískra ráð- herrá, sem höfðu heitið því hátíðlega 1949, að hér skyldi aldrei vera erlendur her né er- lendar herstöðvar á friðartímum. ✓ Astæða er til þess að leggja áherzlu á þetta mikilvæga atriði vegna þess að því hefur mjög verið haldið fram að undanförnu að að- ildin að Atlanzhafsbandalaginu og hernáms- samningurinn séu tvö aðskilin atriði; við gæt- um sem hæglegast losað okkur við hinn er- lenda her en verið þó áfram fullgildir aðilar að bandalaginu. Þetta einfalda sjónarmið fær engan veginn staðizt. I þessu sámbandi er vert að minna á inngang hins svokallaða varnar- samnings, en hann er svohljóðandi: „Þar sem Islendingar geta ekki sjálfir varið land sitt, en reynslan hefur sýnt, að varnar- leysi lands stofnar öryggi þess sjálfs og frið- samra nágranna þess í voða, og þar sem tví- sýnt er um alþjóðamál, hefur Norður-Atlanz- hafsbandalagið farið þess á leit við Island og Bandaríkin, að þau geri ráðstafanir til, að látin verði í té aðstaða á Islandi til varnar landinu og þar með einnig til varnar svæði 7

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.