Réttur


Réttur - 01.01.1969, Side 13

Réttur - 01.01.1969, Side 13
Oddvitinn sagði: — Það er engin vinna til, þið vitið það. Verksmiðjan hefur engin verkefni. Það er ekkert hægt að selja. Heimurinn er í kreppu. Auðvaldið er í kreppu, sagði Jón í Nesbúð. — Það eru engir peningar til. Sveitarsjóðurinn er tómur, þið getið ekkert borgað. Við viljum vinna, sagði Lárus I Skuld, — Og ríkið á enga peninga, þeir fara allir I kreppuhjálp til atvinnuveganna. Við viljum flytja grjót í hafnargarðinn, sagði Pétur í Kreppu. — Það er ekkert vit í að vinna nú. Vinnan skilar engum arði úti í vetrarveðrum. Það er ekkert vit í að svelta, sagði Guðmundur í Strympukoti. — Við getum kannski fengið lán fyrir matarúthlutun. Það rak hval fyrir vestan heiði. Við viljum vinna, sagði Sveinn á Spildunni. — Við getum kannski fengið kjöt af hvalnum og rengi og spik. Við viljum vinna, sagði Ásgeir á Bakka. — Það er ekkert vit í að vinna nú. Ég held að við fáum enga peninga i hafnargarðinn. Verkfræðingurinn segir að það sé að kasta peningum í sjóinn. Við viljum vinna, sögðu þeir hinir. — Hann segir að það sé verkfræðileg fásinna. Við viljum vinna, sögðu þeir allir. Af þvi að þeir voru margir og af þvi að þeir sögðu allir það sama og af þvi að oddvitinn var bara oddviti og vildi halda áfram að vera oddviti, þá sigruðu þeir. Þeir gengu út úr porti verksmiðjunnar. Einn eftir annan gengu þeir út úr portinu. Nú þrömmuðu þeir allir sömu leið. — Það er ekkert vit i þessu, sagði apótekarinn. Hann horfði á þá gegnum gluggann á apótekinu sínu. -— Þetta er verkfræðileg fásinna, sagði verkfræðingurinn. En þeir vilja þetta. Þeir gengu allir saman, allir sömu leið. Jón í Nesbúð, Lárus í Skuld, Pétur I Kreppu, Guðmundur í Strympukoti, Sveinn á Spildunni, Ásgeir á Bakka og þeir hinir. Sigurvegararnir frá fundinum. Sumir báru haka, sumir báru skóflur sumir báru járnkarla. Þeir höfðu vindinn og fjúkið i fang. En áfram gengu þeir, sigurvegararnir, til þess að taka út sigurlaunin.

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.