Réttur


Réttur - 01.01.1969, Side 15

Réttur - 01.01.1969, Side 15
spítalans voru skyndilega krafðar um kr. 4717,00 upp í sængurlegukostnað, en fram að þeim tíma hafði fæðingarstyrkur almanna- trygginganna nægt fyrir þeim kostnaði. FÆÐINGARSTYRKUR Þarna dró í sundur með tryggingarupp- hæð og tilkostnaði svo að um munaði, og yfirvöld höfðu svo sannarlega hugsað sér, að foreldrar nýrra þjóðfélagsþegna skyldu bera þennan kostnaðarauka að mestu leyti. En þá gerðist það, að konur í Reykjavík rísa upp til andmæla með Kvenréttindafélag Is- lands í broddi fylkingar með þeim árangri, að fæðingarstyrkurinn var hækkaður nægj- anlega til þess að hrökkva fyrir 7 daga sæng- urlegu- Aður hafði hann nægt fyrir 9 daga legu, en nú var jafnframt sú breyting gerð, að sjúkrasamlög skyldu greiða dvöl umfram 7 daga á fæðingarstofnun í stað þess, að áður var miðað við dvöl umfram 9 daga. Þetta dæmi sýnir það tvennt, að nauðsyn- legt er að verja raungildi trygginganna, og að það er hægt að gera það með fullum árangri. Hækkun fæðingarstyrksins sjálfs nam 33%, en hefði hann átt að hrökkva fyrir sömu þjónustu og áður, hefði hann þurft að hækka upp í kr. 12.000,00 eða um 61%. Tæpast er hægt að gera ráð fyrir, að hækkun daggjalda sjúkrahúsanna hafi farið verulega fram úr almennri dýrtíðaraukningu í landinu og hefðu því aðrar tryggingabætur átt að hækka sambærilega til þess að halda nota- gildi sínu, en hækkun á lífeyrisgreiðslum al- mennt nam aðeins 17% og hækkun fjöl- skyldubóta var ennþá minni eða 10%. Hér er háskaleg þróun á ferðinni og á næstunni verður augljóslega að leggja höfuð- áherzluna á það, að gera tryggingakerfið fært um að mætá vaxandi dýrtíð. En þrátt fyrir það má engan veginn gleymast, að ýmislegt er það, sem enn má laga í löggjöf- inni sjálfri og ýmsu þarf við hana að auka. MÆÐRALAUN Tryggingalögin gera t.d. ráð fyrir því, að öllum einstæðum mæðrum séu greidd mæðra- láun. Hafi kona 3 börn á framfæri eru mæðralaun sem næst ellilífeyri, séu börnin 2 lækkar upphæðin um helming, en hafi hún aðeins eitt barn á framfæri nema mæðralaun- in aðeins kr. 3776,00 á ári. Þessar föstu upp- hæðir eru öllum ætlaðar og engin lagaheim- ild er til hækkunar. En einstæðar mæður eru mjög sundurleitur hópur. Þar er bæði um vel stæðar konur að ræða og athvarfslausar stúlkur, sem þyrftu á margvíslegri aðstoð að halda. Og einmitt þær síðast töldu eru flestar í hópi þeirra, sem hafa eitt barn á framfæri, og verða því að láta sér nægja kr. 3776,00 á ári. Akvæði um sérstaka mæðrahjálp er eitt af því, sem skortir í tryggingakerfi okkar. Sú takmarkaða séraðstoð, sem fátækar einstæðar mæður fá (umfram hugsanlegt framfæri af sveitarfélagi) byggist á góðgerðastarfsemi. Mæðrastyrksnefndir safna fé og úthluta gjöf- um. Þarna er um vinnubrögð að ræða, sem ekki eru í samræmi við nútímaskilning á nauðsyn og gildi félagslegrar aðstoðar. Við mættum í þessu máli gjarnan líta til hinnar gömlu sambandsþjóðar okkar Dana. Þeir hafa fyrir löngu flutt mæðrahjálpina af góð- gerðastiginu yfir á stig félagslegrar trygging- ar. Danska mæðrahjálpin, sem er ríkisstofn- un aðstoðar einstæðar mæður þar í landi á margvíslegan hátt. Hún rekur t.d. mæðra- heimili fyrir mæður með ung börn, styður mæður til náms eða hjálpar þeim við starfs- val og stuðlar á allan hátt að því, að þær geti búið sér og börnum sínum viðunanleg lífskjör. 15

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.