Réttur


Réttur - 01.01.1969, Page 16

Réttur - 01.01.1969, Page 16
FÆÐINGARORLOF Annað atriði til hagsbóta mæðrum og verðandi mæðrum skortir tilfinnanlega í ís- lenzka löggjöf, en það eru ákvæði til þess að tryggja konum laun, þann tíma sem þær verða að fella niður vinnu vegna barnsburð- ar. Eini rétturinn, sem hér kemur til greina samkvæmt tryggingalögum, er það ákvæði að ógift móðir, sem missir tekjur vegna barns- burðar, á rétt á að fá eitt þúsund krónur mánaðarlega í þrjá mánuði. En þær þrjú þús- und krónur lætur Tryggingastofnunin síðan innheimta hjá barnsföður. Þetta ákvæði á að sjálfsögðu lítið skylt við þann rétt til fæðing- arorlofs, sem koma skal. Þann rétt hafa kon- ur í þjónusm ríkis og bæjarfélága átt í fast að tvo áratugi og tveir starfshópar aðrir hafa náð sama rétti í kjarasamningum. En al- mennur verður rétmrinn seint nema bein tryggingalög komi til. Frumvarp til laga um fæðingarorlof var fyrst flutt á Alþingi árið 1960. Það gerði Margrét Sigurðardóttir, sem þá var varaþing- maður Alþýðubandalagsins. I frumvarpinu gerir hún ráð fyrir að atvinnurekendur greiði iðgjald til trygginganna á sambærilegan hátt og þeir greiða slysatryggingu, en ríkið leggi fram fé til jafns við þá. Síðan skuli konur eiga rétt á að vera fjarverandi frá vinnu í 3 mánuði vegna barnsfæðingar, en Trygginga- stofnunin greiði laun þeirra þann tíma. Réttur til fæðingarorlofs er ein af réttinda- kröfum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar og hafa margar þjóðir tryggt konum þennan rétt. Eg læt hér nægja að vitna til Svíþjóðar, en þar er svipað fyrirkomulag og gert var ráð fyrir í frumvarpi Margrétar. Ekki náði frumvarpið fram að ganga, en það var síðan endurflutt og þá var því vin- samlega tekið og því vísað til ríkisstjórnar- innar. Ekkert hefur síðan til þess frétzt, og enginn þarf að efast um, að ríkisstjórnin muni halda áfram að sofa á þessu framfara- máli. eins lengi og henni verður veittur frið- ur til þess. RÉTTUR EKKNA Ég hef í þessari grein og tveim fyrri grein- um í Rétti (1967, bls. 108—110, og 192— 196), fjallað um lífeyrisgreiðslur trygging- anna og greiðslur þeim skyldar. Eftir er þó að gera grein fyrir þeim rétti, sem ekkjur njóta sérstaklega. Allar konur sem verða ekkjur, og ekki eru komnar á ellilífeyrisald- ur, eiga rétt á bótum í þrjá mánuði kr. 4495 á mánuði. Hér er um gagnlega og eðli- lega hjálp að ræða, en lítið réttlæti virðist í því að láta konu á ellilaunum ekki njóta hennar. Sú spurning hlýtur einnig að vakna, hvort ekki sé full ástæða til að veita heimili sambærilega aðstoð, ef húsmóðirin fellur frá. Það er að segja greiða eftirlifandi maka þess- ar dánarbætur án tillits til þess hvort hjón- anna hefur dáið. Auk dánarbótanna í þrjá mánuði getur ekkja átt víðtækari rétt. Hafi hún barn á framfæri fær hún ennfremur kr. 3371,00 mánaðarlega næstu níu mánuðina. Sé hún orðin 50 ára, þegar hún verður ekkja fær hún fastan lífeyri, þegar áðurnefndum bót- um lýkur. Sá lífeyrir er ákveðið brot af elli- lífeyri og greiðist þar til konan kemst á elli- launaaldur. Hér verður ekki að sinni fjallað um þá þætti almannatrygginga, sem taka til slysa- trygginga og sjúkratrygginga, en ekki síður þar er um mjög dýrmæta löggjöf að ræða, sem bæði þarf að verja og endurbæta. 16

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.