Réttur


Réttur - 01.01.1969, Page 17

Réttur - 01.01.1969, Page 17
EINAR OLGEIRSSON NÝIR HERRAR í GÖMLU GERFI Ráðherrarnir í rikisstjórn lands vors eru að mestu hinir sömu og i upphafi „viðreisnar". En þjóðfélagslegt hlutverk þeirra hefur ger- breytzt. Þá dreymdi enn draum* fyrir rúmum átta árum um endurreisn einkaframtaks, um sjálfstætt borg- aralegt þjóðfélag á Islandi i föstum skorðum, án villtrar verðbólgu. Nú er draumurinn búinn. island hefur eignast nýja yfirboðara, — auð- hringa og stórbanka erlenda. Herrarnir hér heima, — nokkrir áhrifaríkir stjórn- mála- og embættismenn, — hafa verið að breytast: samfléttast amerísku bankavaldi og alþjóðlegum auðfélögum, umhverfast máski óvitandi í raunveru- lega erindreka þeirra. Í atvinnurekendastétt sætta æ fleiri sig við að verða ósjálfstæðir bandamenn eða launaðir umboðsmenn erlends valds, — ef til vill var draumur þeirra aldrei ,,fegri“ en svo, — en hinum fækkar því miður, sem enn vilja að Island sé fyrir islendinga.** Það hafa verið settir nýir herrar yfir island, þótt nöfnin og gerfin séu gömul og kunn. Gengislækkanirnar tvær 1967 og 1968 og yfir- taka Alusuisse á helmingi alls fjármagns i iðnaði á fslandi marka vatnaskilin á milli efnahagslega sjálfstæðs islands og þeirrar nýlendu, er koma skal, ef svo heldur áfram sem horfir. Fjárfesting erlendra aluminium-auðfélaga getur á næstunni orðið tvöföld á við það, sem upphaflega var ætl- að, — 120 þúsund smálestir í stað 60 þúsund, — vegna þess hve girnileg islenzk þjóð verður er- lendum arðræningjum til gróða með þeim ráð- stöfunum, sem rikisstjórn landsins nú gerir til þess að beygja hana undir okið. Og þá gæti svo farið að tveir þriðju alls fjármagns í íslenzkum iðnaði yrði á erlendum höndum 1974, á 1100 ára afmæli þjóð- arinnar. Gengislækkanirnar og afleiðingar þeirra gerbylta þannig valdahlutföllum í islenzku efnahagslifi milli erlends auðvalds og islenzkrar borgarastéttar. Nú- verandi ráðamenn þjóðfélagsins hugðust að vísu fyrst og fremst greiða verklýðshreyfingunni þungt högg með gengislækkununum. En þeir eru um leið með allri sinni hrunstefnu,* sem gengislækkanirnar eru þáttur í, að leiða hrun og gjaldþrot yfir mikið * Það var óraunsær draumur — um afturgöngur (Sbr. Rétt 1959, bls. 136—149). En það var um íslenzkar aftur- eöngur, ekki erlenda martröð. ** 1945 var ekkert erlent auðmagn í fyrirtækjum á ís- landi. 1970 verður helmingur fjármagnsins í iðnaði ís- lands á erlendum höndum og ísland bundið á okurklafa hjá amerískum bönkum. ★ Sjá greinina ..Hagspeki hrunsins og hrun „hagspek- innar“,“ í Rétti 1967, bls. 120—131, einkum bls. 129—30, þar sem m.a. er sýnt fram á að með áframhaldi stefn- unnar verði hér „landlægt atvinnuleysi, er leiði til vaxandi brottflutnings af landinu.“ 17

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.