Réttur - 01.01.1969, Page 21
sem framinn er með gengislækkuninni, heiðarlega
og drengilega aðferð og taki síðan afstöðu með
Atlantshafsbandalaginu. Islenzk verklýðshreyfing
hefur hinsvegar orðið fyrir slíkum áföllum fyrr og
komizt yfir þau.
3. Að reyna að sundra sósialistiskum forustu-
flokki verkalýðsins. Eftir að Alþýðubandalagið er
nú orðið hinn sósíalistiski flokkur verklýðshreyfing-
ingarinnar, er Ijóst ekki sízt af áróðri Morgunblaðs-
ins hvert ofurkapp er á það lagt að reyna að veikja
flokkinn, rægja og sundra. Nokkur árangur náðist,
en það mun sem oftar sýna sig, að þegar út í eld-
hríðina kemur stendur sá verklýðsflokkur fastar
saman, sem losnað hefur við þá ótryggu aðila,
sem ella hefðu brugðizt alveg þá mest á reið. Höf-
uðatriðið er að Alþýðubandalagið sýni í verki for-
ustuhæfileika sína, þegar í odda skerst, — og þá
vinnast slik töp sem nú hafa orðið óðar upp.
öllum þessum herbrögðum valdhafanna verður
verkalýðurinn og launafólk allt að sjá við og verj-
ast. En jafnhliða verður að undirbúa sókn —- á öll-
um sviðum.
KAUPGJALDSBARÁTTAN —
LÍKA UM RÍKISVALDIÐ
Hver verður að vera herstjórnarlist verkalýðs-
hreyfingarinnar, — yfirleitt allra þeirra 70% Islend-
inga, sem lifa af launavinnu?
Það er Ijóst að verkalýðurinn verður að efla
sinn sósíalistíska flokk, Alþýðubandalagið, hnekkja
öllum tilraunum til að sundra honum eða veikja
hann — og gera hann færan um að hefja þá gagn-
sókn, sem öll framtíðin byggist á, jafnt alþýðunnar
sem Islands.
Það er og Ijóst að verklýðssamtökin þurfa að
þrýsta svo á forustu sína að aftur skapist traust og
róttæk forusta í Alþýðusambandsstjórn, samhliða
því sem sjálfstæði og róttækni einstakra verklýðs-
félaga og fagsambanda vaxi.
En tvenn eru þau vopn, sem frekar öllu þarf að
beita, ef alþýðan á að sigra í þessari úrslitahrið
um lifskjörin framvegis.