Réttur


Réttur - 01.01.1969, Síða 23

Réttur - 01.01.1969, Síða 23
V. HVAÐ ER í HÚFI? En hvað er framundan, ef alþýðan áttar sig ekki í tíma? Stórsókn erlenda auðvaldsins gegn Islendingum hófst fyrir alvöru 1967. Voldugustu stjórnarherrar Islands hafa endanlega gerst umskiptingar sem leiða nú erlend auðfélög til hásætis í efnahagslifi lands vors og gera það undirgefið amerísku þankavaldi, sem arðrænir oss nú þegar vægðar- laust.* Islenzk borgarastétt er — að nokkrum einstak- lingum hennar undanteknum — að sökkva niður í það að sætta sig við hlutskipti hins feita þjóns, jafnvel farin að dreyma um það sem hið æðsta hnoss. Er það nú þegar öllu er á botninn hvolft, orðin öll hennar „frjálsa samkeppni", allt hennar ..frjélsa framtak": kapphlaupið um þjónshlutverkið? Það var líka eitt sinn æðsti draumur litilsigldra Islendinga að verða búðarlokur hjá dönskum ein- okunarkaupmönnum. Á líka að takast að gera verkalýðinn aftur hinn barða þræl? Hann hristi þó hlekki fátæktarinnar og reis upp úr örbyrgðinni á árunum 1942—58 og sýndi þjóðinni þá á stundum hvað hægt var að gera á Islandi, þegar afturhaldið vissi engin ráð — nema kaupkúgunina eins og vant er. Það er þegar farið að berja verkalýðinn með at- vinnuleysissvipunni. Það er nú verið að pinta hann með gaddakylfu gengislækkananna. Og eignum hans verður rænt, framtíðarvonirnar um atvinnuör- yggi, batnandi launakjör og frelsi slökktar nema hann taki sjálfur framtíð sína og þjóðarinnar I eigin hendur. Útlenda auðvaldið er orðið hinn raunverulegi drottnandi landsins bak við tjöldin og verður það með hverju árinu meir, ef á er ei þegar að ósi stemmd. Nýlendueinkennin færast þegar yfir landið sem skuggi: Landflóttinn er þegar hafinn sem forðum. Faglærðra manna bíða hvarvetna í iðnvædda heim- inum margfalt betri laun en hér. Island er þegar auglýst sem land hins ódýra vinnuafls, til þess að vekja áhuga erlendra arðræningja á gróðamögu- leikunum: hálfnumdu landi með launalágu fólki, sem nýir herrar taka að sér að halda undir okinu. Ríkisvaldið er að verða kúgunartæki erlends valds og þjóna þess, til þess að féfletta vinnandi stéttir Islands. örlagaspurning islenzku þjóðarinnar er: Rís verkalýðurinn — studdur af menntamönnum, bænd- um og starfsmönnum Islands — upp með öllum þeim mætti, sem í honum býr, til að hnekkja með valdi samtaka sinna árásunum, sem á hann eru gerðar, — og taka I krafti þess meirihluta þjóðar- innar, sem launastéttirnar eru, ríkisvaldið í sinar hendur og bandamanna sinna, til þess að gera það að sterkasta vopninu í lífsbaráttu alþýðunnar og sjálfstæðisbaráttu Islendinga? Og tekst þá jafnvel lika að knýja íslenzka atvinnurekendur til samstarfs um þjóðlega atvinnuþróun, þá þeirra, sem ekki hafa gengið á mála hjá útlenda auðvaldinu? Baráttan getur orðið hörð við þau atvinnuskilyrði, sem afturhaldið nú hefur skapað. En reynslan sýnir að það verður þá að vinnast upp með harðfylgi og hugviti sem tapazt hefur i ytri aðstöðu. * Allt dagvinnukaup 18000 af 35000 verkamönnum ís- lands verður nú að ganga til þcss að greiða vexti og af- úorganir af skuldum: Og amerísku okurbankarnir munu nú heimta l"c okurvexti af okkur við komandi virkjan- ir þegar við gætum fengið lán með 2Vi% hjá Sovétríkj- unum til raforkuvera. 23

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.