Réttur


Réttur - 01.01.1969, Síða 24

Réttur - 01.01.1969, Síða 24
RAGNAR ARNALDS: ÍSLENZKUR VERULEIKI KALLAR Á ÍSLENZKAN SÓSÍALISMA Sósíalisminn er hvort tveggja í senn: hug- sjón og vísindi. I meira en eina öld hefur það verið kjarninn í þjóðfélagsgagnrýni sósíalista, að kapítalisminn sé í eðli sínu ómennskur og byggi ekki á virðingu fyrir mannlegum verð- mætum. Hugsjón sósíalismans er að skapa nýtt og heilbrigðara þjóðfélag, sem reist sé á félagseign og samvinnu hins vinnandi fjölda. En þessari hugsjón verður ekki hrint í framkvæmd með venjulegu pólitísku starfi, fjöldafundum og kosningasigrum, og enn síður með innántómum vígorðum. Fyrsta skilyrðið er, að það þjóðfélag, sem við búum við, sé rannsakað á vísindalegan hátt og mót- sagnir þess séu dregnar fram í dagsljósið, svo að ljóst megi verða, hvar má byggja á því, sem fyrir er, og hvar þarf að reisa frá grunni. Einmitt vegna þess að sósíalisminn er ekki trúarbrögð heldur þjóðfélagsvísindi, verða sósíalistar stöðugt að vera reiðubúnir að end- urskoða hugmyndir sínar í ljósi breyttra við- horfa. Veigamesta mótsögnin í kapítalistísku þjóðfélagi er í því fólgin, að framleiðslan er í eðli sínu félágsleg og byggir á samstart'i fjöldans, en framleiðslutækin eru í eigu og undir stjórn örfárra manna. Afleiðingin er sú, að framleiðslan er ekki í samræmi við raunverulegar þarfir þjóðfélagsins, heldur miklu fremur háð því, hvar gróðavonin er mest. I sósíalísku hagkerfi opnast möguleikar til að stjórna fjárfestingu og framleiðslu i samræmi við þarfir heildarinnar. Aætlunar- búskapur kemur í staðinn fyrir sundurvirkt gróðakerfi. Þegar rætt er um sósíalisma á íslandi verð- ur að sjálfsögðu að hafa það stöðugt í huga, að framkvæmd hans mun hafa æði mörg sér- íslenzk einkenni, ekki sízt vegna þess að kapítalisminn á Islandi er talsvert frábrugð- inn hliðstæðum þjóðfélögum í nágranna- löndunum. Hér eru til dæmis voldugustu bankarnir ríkiseign, og mörg stærstu atvinnu- fyrirtækin á Islandi eru í eigu hins opinbera. Astæðan er sú, að vegna smæðar þjóðfélags- 24

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.