Réttur


Réttur - 01.01.1969, Side 25

Réttur - 01.01.1969, Side 25
ins hefur verið augljósari þörf á því hér en víða annars staðar, að meiriháttar verkefni væru leyst á félagslegan hátt. Opinber rekst- ur og samvinnurekstur er vafalaust miklu meiri hér en í nokkru öðru kapítalísku ríki. En um leið eru stéttaandstæður tvímæla- laust óljósari hér á landi en víðast annars staðar. I sjávarplássunum hringinn í kringum landið varðar fólk yfirleitt mest um að hafa sæmilega atvinnu. Hitt skiptir það minna máli, hver á átvinnutækið, — hvort það er opinbert fyrirtæki eða í eigu eipstaklings. Eigandinn kann að vera aðalkapítalistinn á staðnum, en hann gemr eins verið sóknar- presturinn eða kannski helzti forysmmaður sósíalista í plássinu. Slíkt skiptir ekki öllu máli í augum þess fólks, sem hamást við að breyta fiskum í peninga. Og víst er, að þessi litlu sjálfsbjargarsamfélög við strendur Islands eru býsna ólík þeim aðstæðum, sem frumkvöðlar og hugsuðir sósíalismans höfðu fyrst og fremst í huga í skrifum sínum. En jafnframt verðum við að gæta að því, að Island er að breytast. Stóriðja og stórrekst- ur af ýmsu tagi er æ meira að ryðja sér til rúms. I þeim efnum er fyrst og fremst um tvær leiðir að velja: að hin nýju stóriðjufyr- irtæki verði reist með félagslegu átaki og verði þjóðareign eins og síldarverksmiðjurn- ar eða Sementsverksmiðjan, — eða hitt, að erlendir auðmenn verði fengnir til að leysa slík verkefni, a.m.k. þau sem íslenzkir kapít- alistar ráða ekki við. Þessi aðstaða er vafalaust gjörólík því, sem þekkist í nokkru nálægu landi. Hér er það fámennið og almennt fjárhagslegt getuleysi einstaklinganna, sem raunverulega knýr fram sósíalísk vnnubrögð, svo fremi að lands- menn ætli sér ekki að horfa á eftir miklum hluta atvinnulífsins í hendurnar á útlendum auðmönnum. Þeim áróðri er nú stöðugt hvíslað að al- menningi, að aðrar þjóðir sækist eftir at- vinnuframkvæmdum útlendinga og hafi af þeim góða reynslu. Hitt gleymist, að þessar þjóðir eru 20—200 sinnum fjölmennari en Islendingar. I Noregi er erlend fjárfesting þrátt fyrir allt aðeins lítið brot af norsku at- vinnulífi. A Islandi eru aðstæður svo smá- vaxnar, að útlendir auðmenn væru búnir að sporðrenna öllum sjávarútvegi og fiskiðnaði landsmanna, um leið og þeir fengju tæki- færi til að opna munninn. Af þessu verða íslenzkir sósíalistar aö draga réttar ályktanir: Það er óhjákvæmilegt að leggja á það meiri áherzlu en nokkuð annað að reyna að samfylkja öllum þjóðlegum öflum til stuðnings þeirri stefnu, að íslendingar eigi og reki sjálfir atvinnutækin í landinu. Sósíalísk barátta á (slandi hefur verið varnarbarátta nú um nokkurt skeið og verður það enn um sinn. Aldrei hefurver- ið fráleitara fyrir íslenzka sósíalista en einmitt nú að skipta sér í marga flokka og berjast innbyrðis. Flest okkar eru lítt hrifin af innfluttri byltingarómantík, sem er gjörsamlega slitin úrtengslum við íslenzkan veruleika. Og jafnframt höfum við alltaf ástæðu til að óttast úrkynjun sósíalískrar hreyfing- ar: að hún gleymi tilgangi sínum og renni saman við ríkjandi valdakerfi. Um þetta skulum við ræða opinskátt og af fullri hreinskilni. En hver sem afstaða okkar er, og hversu þungt sem okkur liggur á hjarta að innprenta öðrum rétt viðhorf til sósíal- ismans, þá er aðalatriðið hitt, að íslenzkir sósialistar skilji nauðsyn þess að koma fram út á við sem einn maður. Grein þessi er að meginefni úr ræ3u. sem Ragnar Arnalds fluti á landsfundi Alþýðubandalagsins í s.l. nóvember. 25

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.