Réttur


Réttur - 01.01.1969, Blaðsíða 26

Réttur - 01.01.1969, Blaðsíða 26
RIT MARX OC ENCELS Um aldamótin síðustu var frjálslyndi borgaralegra menntamanna á íslandi slíkt að Þjóðvinafélagið gaf út hina marx- istísku „Þjóðmenningarsögu Norðurálf- unnar“, þýdda af séra Ólafi Ólafssyni í Arnarbæli, síðar fríkirkjupresti. Með vax- andi braski og auð borgarastéttarinnar, hefur þröngsýnin vaxið, einkum á hinum síðustu tímum undir áhrifum Morgun- blaðsmennskunnar. Hvergi hefur þessi nesjamennska sýnt sig aumri en í þekk- ingarlausu heimskuþvaðri ýmissa borg- aralegra „menntamanna" hér heima um marxismann, einmitt þegar m. a. s. borg- aralegir menntamenn erlendis viðurkenna gildi hans meira en nokkru sinni fyrr og háskólar Bandaríkjanna og Bretlands ræða hann af kappi. (Dettur nokkrum í hug hið „andlega" ástand Háskóla ís- lands?). Ekki sízt með tilliti til þessa birt- ist hér grein eins virtasta borgarablaðs heimsins, Times Literary Supplement um rit Marx: 150 ára afmæli Karls Marx kann að vera réttnefndari alþjóða-minningarhátíð en af- mæli nokkurs annars mikilmennis liðinna tíma. Marx hefur tekizt óvenjulega vel að rjúfa landfræðilegar, menningarlegar, at- vinnulegar og jafnvel hugmyndalegar girð- ingar sem að jafnaði takmarka frægð manna. Þeir sem njóta mestrar og réttmætastrar hylli í einum hluta heimsins, kunna annarsstaðar að verða að láta sér nægja margnotuð hástig lýsingarorða sem vott um menningarlega kurteisi, eins og til dæmis Dante, Púskín eða Goethe. Þeir sem njóta sannnefndrar heims- frægðar, svo sem stærðfræðingar og náttúru- fræðingar, eru yfirleitt aðeins metnir að verð- leikum af fámennum hópi eftirkomenda sinna í fræðunum ... 26

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.