Réttur - 01.01.1969, Qupperneq 29
EINAR OLGEIRSSON:
ALÞJÓÐAHREYFING
SÓSlALISMANS
Fyrir 50 árum, þann 4. marz 1919, var
Alþjóðasamband kommúnista (Komin-
tern) stofnað í Moskvu. Það var þriðja
alþjóðasambandið, sem sósíalistísk
verkalýðshreyfing skóp. Það var skipu-
lagt sem heimsflokkur verkalýðsins með
ströngum aga og sterku miðstjórnarvaldi.
Það starfaði í 24 ár. Árið 1943 var það
leyst upp.
Þegar Alþjóðasamband kommúnista var
sterkast og víðfeðmast, á 7. og síðasta heims-
þingi sínu 1935, voru í því 65 kommúnista-
flokkar víðsvegar úr heiminum.
Saga þessa merkilega sambands er enn óskrif-
uð og hinir sundurleitustu dómar um það felld-
ir. Vafalaust mun enn langur tími líða þar til
kleift verður, m.a. heimilda vegna, að skrifa
sögu Komintern sannleikanum samkvæmt.
En eitt verða menn að muna: Alþjóðasamband
kommúnista var fyrst og fremst sá miljónafjöldi
kommúnista í öilum löndum heims, er barðist
sleitulausri baráttu, víðast hvar í banni laganna,
fyrir hagsmunum hinna vinnandi stétta og hug-
sjón sósíalismans. Þúsundir þeirra þoldu fyrir
þann málstað fangelsanir og pyndingar, þúsund-
ir lém lífið. Það skiptust á sigrar og ósigrar,
sókn og vörn. Forusta alþjóðasambandsins hefur
ekki sízt verið umdeild. Það skiptist þar á sem
víðar gifta og glópska, umburðarlyndi og of-
stæki, en málstað sínum brást sambandið aldrei,
þótt oft hefði mátt viturlegar að vinna, þegar
dæmt er eftir á með hliðsjón af sárri reynslu
sem fékkst.
Saga Komintern geymir minningar um ein-
stæð afrek í harðri barátmsögu alþýðunnar:
hetjustríð Sovétalþýðunnar undir forystu síns
Kommúnistaflokks gegn 14 innrásarþjóðum og
sigurinn yfir þeim, uppbyggingu efnahags-
grundvallar sósíalismans og að síðustu sigurinn
yfir fasismanum í fórnfrekasta stríði veraldar-
innar. Hún geymir minningar um hina löngu
herferð Kommúnistaflokks Brasilíu 1924—27
um frumskógana, — „marsinn langa" hjá
Kommúnistaflokki Kína um fjöll og firnindi
1934—5 — eitt einstæðasta afrek hernaðarsög-
unnar. Og sjaldan hefur heimurinn séð alþjóða-
hyggju og fórnfýsi hins stríðandi fjölda birtast
skærar en í alþjóðaherdeildinni, er kom úr öllum
áttum heims, til að hjálpa lýðveldinu á Spáni
gegn fasismanum. Það verður þá að leita til
heimsbaráttunnar gegn fasismanum í heims-
styrjöldinni síðari til að finna slíkan hetjuskap
einstaklinga og heilda.
Saga Kominterns geymir minningar um sigra
29