Réttur


Réttur - 01.01.1969, Qupperneq 30

Réttur - 01.01.1969, Qupperneq 30
Sinovjev Bucharin Dimitroff og ósigra. Fyrstu árin einkenndust af þeirri bjartsýni á byltingarhorfurnar, er sigursæld rúss- nesku byltingarinnar skóp. Menn fyltust eld- móði og hugðu heimsbyltingu á næstu grösum, af því byltingin í Rússlandi hafði heppnast svo ótrúlega vel fyrir framúrskarandi forustu leið- toganna, eldmóð og þrótt fjöldans og óvenju- legar sögulegar aðstæður, hagnýttar af einhverri mestu stjórnsnilli, er sagan þekkir, fyrst og fremst af Lenín. En sú byltingaralda, er þá reis hæst í Þýzkalandi, Ungverjalandi, Ítalíu og víð- ar hjá þeirri alþýðu, er sárasta reynslu hafði af auðvaldsskipulaginu í þess svörtustu mynd, hjaðnaði í Evrópu með árslokum 1923. Inn í alla þessa hetjusögu alþýðunnar bland- ast harmieikur bræðravíganna, þegar Trotski- deilan í Sovétríkjunum 1926 er gerð að alþjóð- legu deilumáli og undirrótin lögð að ódæðis- verkunum 1936—38, sem kostuðu meðal þús- unda annarra tvo fyrrverandi forseta Alþjóða- sambandsins, þá Sinovjev og Bucharín, lífið. En þótt svartir skuggar einangrunarstefnu og ofstækis hvíli yfir köflum úr sögu Komintern, einkum þegar misnotkun ríkisvalds Rússlands kostar blóðfórnir beztu kommúnista, þá ber þess að minnast hve bjart er yfir þeirri voldugu samfylkingarstefnu gegn fasismanum, sem 7. heimsþing alþjóðasambandsins markaði undir forustu þeirra Dimitroffs og Togliatti (Ercoli). Af víðfeðmi, umburðarlyndi og krafti þeirrar stefnu, mætti alþjóðahreyfing sósíalismans í heiminum í dag læra margt og mikið. Flokkar kommúnista og sósíaldemókrata gátu þá unnið saman í mörgum löndum og jafnvel alþjóða- sambönd þeirra gátu þó talazt við og haft með sér fundi, þó ei næðist samstaða. (Svo var raunar og 1921). Þótt saga Komintern geti kennt nú- tímanum af sárri sjálfsreynslu hver víti þarf að varast, þá er þar líka lýsandi fordæmi að finna fyrir sundurleita heimshreyfingu sjálfstæðra verklýðsflokka í dag, eigi aðeins hetjuleg for- dæmi fórnfúss og vígreifs fjölda, heldur og for- dæmi forustu um viturlega samfylkingarstefnu hinns vinnandi lýðs á jörðinni. 30

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.