Réttur


Réttur - 01.01.1969, Blaðsíða 37

Réttur - 01.01.1969, Blaðsíða 37
sem hann setti sér í upphafi. Með starfi á þingi hefði verið mörkuð sósíalistísk stefna í norskum stjórnmálum, stefna, sem norskir kjósendur nú þekktu. Sósíalistisk viðhorf og úrræði væru á nýj- an leik til umræðu á stjórnmálasviðinu og fræðileg- ar umræður um sósíalisma væru hafnar af miklum krafti. Andstaðan gegn hinni opinberu utanríkis- stefnu hefði eflzt stórlega og ekki væri lengur unnt að þegja andstæðingana í hel eða stimpla þá föð- urlandssvikara sem leyfðu sér að gagnrýna hana. Síðast en ekki sízt hefði SF tekizt að skapa sér grundvöll í verkalýðshreyfingunni sem sjálfstæður aðili, með aðra og róttækari stefnu en Verkamanna- flokkurinn. Ályktunarorð Furres voru þau, að nú yrði að hefja nýja sókn og endurskipuleggja flokkinn frá rótum. Það yrði að semja nýja og itarlega stefnu- skrá, sem tæki mið af reynslu fyrri ára og þeim þjóðfélagsveruleika, sem norskir sósialistar byggju við og sem setti sér það mark að leggja á ráðin um, hvernig valdamlðstöðvar kapitallsmans í Noregl yrðu brotnar á bak aftur. Flokkinn sjálfan og flokks- deildirnar yrði að efla og leggja kapp á að virkja félagana til starfa og gera hið sósíalistíska lýð- ræði sem stefnt væri að, að veruleika innan flokks- ins, þannig að frumkvæðið og hið raunverulega ákvörðunarvald væri Jafnan í höndum hinna óbreyttu flokksfélaga, en kæmi ekki einhliða að ofan. Furre tekur einnig til meðferðar samband SF og SUF. Hann gagnrýnir harðlega þá brottrekstrar- stefnu, sem SUF hefur framfylgt gagnvart fjöl- mörgum meðlimum og tilraunir samtakanna til að ná undirtökum í flokknum og setia honum nýja stefnuskrá á sama grundvelli og SUF. Tillaga hans var sú, að flokksþingið heimilaði æskufólki, sem seskti þess að starfa í flokknum, en ekki væri í SUF, annaðhvort af því að það hefði verið rekið eða ekki óskaði aðildar þar, að stofna sérstakar æskulýðsdeildir í tengslum við einstök flokksfélög. Nú hafði það gerzt að 250 flokksfélagar á aldrin- um 15—30 ára höfðu undirritað ávarp, þar sem sama krafa var gerð til flokksþingsins. Meðal Þeirra, sem undirrituðu það, voru Tore Linne Erik- sen, sem þá var formaður Stúdentafélags Oslóar- háskóla og Lars Allden, sem er formannsefni sósí- alista við næstu kosningar í þeim félagsskap. Alldén var fulltrúi SUF á ráðstefnu ÆF, sem haldin var í sambandi við ráðherrafund NATO sl. vor. Var af þessu ávarpi Ijóst, að innan SF var fjöldi ungs fólks sem ekki átti lengur samleið með SUF. Finn Gustavsen Báðir aðilar lögðu nú allt kapp á að tryggja sér sem flesta fulltrúa á flokksþingið og veitti ýmsum betur. I Osló skipulögðu aðilar, sem andvígir voru SUF herferð til að afla nýrra félaga. Bar hún mik- inn og skjótan árangur, því að félagatala flokksins þar tvöfaldaðist á 3 vikum. Áður en þessi herferð hófst virtust miklar líkur til, að SUF og áhangendur þeirra yrðu I meirihluta við kosninguna í Osló. Nú urðu þeir í algerum minnihluta þar, en þeir urðu hins vegar ofan á í Bergen og Þrándheimi. Þegar draga tók að flokksþinginu varð Ijóst, að æskulýðssambandið yrði það mál, sem erfiðast yrði úrlausnar. Þar gat ekki orðið um neina mála- miðlun að ræða. Meirihluti miðstjórnar,1' aðhylltist tillögur Berge Furres um að leyft yrði að stofna æskulýðshópa í tengslum við flokksfélög og SUF yrði þar með svipt einokunaraðstöðu sinni sem æskulýðssamtök flokksins. Hins vegar yrði haldið áfram samvinnu við SUF eftir því sem tilefni væri til. Margir voru andvígir þessari stefnu og vildu láta 1) Þ. á m. formaður og varaformaður flokksins, þeir Knut Löfsnes og Ole Bonnevie, ásamt Finn Gustavsen o. fl. 37

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.