Réttur


Réttur - 01.01.1969, Side 39

Réttur - 01.01.1969, Side 39
kjöri og kosnir voru nýr formaður, tveir varafor- menn og ritari. Sem formaður var kjörinn Torolv Solheim. Hann á að baki langan stjórnmálaferil. Sol- heim var einn af frumkvöðlunum að stofnun SF árið 1961. Hann hefur áður verið bæði i Kommún- istaflokknum og Verkamannaflokknum. Á strlðsár- unum stóð hann framarlega I frelsisbaráttunni gegn þýzka hernámsliðinu, bæði sem skæruliði undir stjórn Peders Furubotns og síðar sem formaður I Frelsisráði Vestur-Noregs. Solheim hefur lokið háskólaprófi I hagfræði og tryggingafræði, en hefur á síðari árum verið menntaskólakennari í Porsgrunn, þar sem hann hefur setið sem fulltrúi SF í bæjarstjórn. Solheim hefur verið í kjöri fyrir SF i Þelamörk við tvennar slðustu kosningar og var mjög nærri þvi að ná kosningu 1965. Það má segja um hinn nýja formann SF að hann er litrikur persónuleiki, mikill mælskumaður og prýðilega ritfær. Hann hefur sl. 15 ár gefið út tima- ritið ,,Fossegrimen“ sem verið hefur eitt vandað- asta oq persónulegasta tímarit í Noregi. Nú er eftir að sjá hvernig hann leysir hið nýja verkefni sitt af höndum. Þingið valdi tvo varaformenn, þá Per Wiberq og Per Maurseth. Wiberq er þekktur verkalýðsleiðtogi oq formaður í trúnaðarmannaréði verkamannanna við Borregárdverksmiðjurnar I Sarpsborg, en þær eru stærsti vinnustaður í Noregi f12—14 búsund starfsmenn). Maurseth er saqnfræðingur að mennt oq kennari við Oslóarháskóla. Hann hefur verið framarlega í SF allt frá upphafi, — af sumum kall- aður hugmyndafræðinqur flokksins. Ritari var kjörinn Per Eqgum Mauseth, ungur maður, sem situr sem fulltrúi SF í borgarstiórn Oslóar. Hann hefur einnig verið einn af forvigis- mönnum hreyfingarinnar ,,Norge ut av Nato". Um hina nýju miðstiórn er annars það að segia. að hún er sem heild róttækari en nokkur af fvrri miðstiórnum flokksins hafa verið og þar eiga full- trúa öll þau siónarmio, sem rúmast qeta innan ramma beirrar grundvallarstefnu sem flokksþingið sambykkti. Erfitt er að spá hver framvlnda mála verður á vinstra væng norskra stjórnmála í nénustu framtið. Þar eru ekki öll kurl komin til grafar. Lióst er, að þser úrsagn'r úr SF, sem nú hafa átt sér stað, munu veikja flokkinn um stundarsakir, en á hitt ber einnig að líta að flokknum hafa á undanförnum vikum bætzt marglr nýlr meðlimir, og aðrir orðið Torolv Solheim virkir í flokksstarfi, sem áður sátu með hendur í skauti sér. Takist góð samvinna í nýkjörinni for- ystu flokksins og takist að nýta áhuga félaganna í virku starfi í þágu flokksins, jafnt út á við, sem inn á við, er ekki ástæða til að ætla annað, en þessi nýafstaðna eldraun hafi fremur styrkt flokkinn en veikt. En úr því fær framtíðin ein skorið. 39

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.