Réttur - 01.01.1969, Blaðsíða 40
STEFNUYFIRLÝSING — SAMÞYKKT Á
ÞINGI NORSKA SF-FLOKKSINS 8, —10.
FEBRÚAR 1969
i.
,,SF hóf starf sitt í norskum stjórnmálum 1961
til þess að berjast fyrir nýrri stefnu: að tryggja
raunverulegt lýðræði í Noregi með þvi að koma
á sósíalistísku þjóðskipulagi, sem veitir alþýðu
manna völdin í atvinnulífinu og í opinberum stjórn-
sýslustofnunum.
Við viljum endurreisa og vernda sjálfstæði Nor-
egs bæði á sviði utanríkis- og markaðsmála svo að
Noregur geti framfylgt virkri friðarstefnu, byggðri
á hlutleysi í stórveldaátökum og samstöðu með
þeim þjóðum, sem heyja frelsisbaráttu sína gegn
heimsvaldastefnu og kúgun.
Við vildum byggja upp nýja alþjóðahyggju i
verkalýðshreyfingunni út frá þremur grundvallar-
atriðum:
1) viðurkenningunni á þvi, að takmarkið er alls
staðar hið sama: freisi alþýðunni til handa.
2) viðurkenningunni á því að við sameiginlegan
fjandmann er að etja, efnahagskerfi sem hefur I
för með sér neyð, kúgun og styrjaldir.
3) viðurkenningunni á þvl, að barátta fyrir sósi-
alisma hlýtur I hverju landi að mótast af þjóðieg-
um aðstæðum og sögulegum erfðum.
II.
Það er hlutverk alþýðunnar að koma á sósial-
isma. En albýðan situr ekki á stórblnainu. Atkvæða-
seðillinn er mikilvægt, en ófullkomið tæki til að
umbylta þlóðfélaainu oa færa völdin úr höndum
hinna fáu til fiöldans. Stórbinqið er bara ein af
valdamiðstöðvum bióðfélags'ns. Mikilvæaar á-
kvarðanir sem hafa meginbvðinau fvrir lifshætti
fólks I þlóðfélagl okkar, eru teknar allt annars stað-
ar. Þess vegna verður að hevla baráttuna um hin
bióðfélaasleau völd alls staðar bar, sem valdi er
beitt — á vinnustöðvum, í almannasamtökum, inn-
an fræðslukerfisins, T héraði o. s. frv.
Flokkur, sem ætlar að samhæfa baráttuna aenn
h'nu kapítaliska bióðfélaqi, hlvtur að leoala bessa
staðreynd tll grundvallar við ákvörðun baráttuað-
ferða og stiórnlistar sinnar og hann verður að
byggja upp flokkssamtök, sem geta skipulagt og
stjórnað baráttunni um valdamiðstöðvar I þjóðfé-
laginu. Sjö ára virkt starf SF I norskum stjórnmál-
um, hefur skapað möguleika til að vinna að lausn
mikilvægra verkefna með aðgerðum utan þings.
III.
SF stefnir að því að skapa öflugt og lifandi
flokkslýðræði. Við viljum skapa flokk, þar sem
meðlimirnir hafa hin pólitisku völd og öll ráð
fokksforystunnar I hendi sér. Allir trúnaðarmenn,
háir sem lágir, eru kosnir til að framkvæma vilja
flokksfélaganna eins og hann birtist í stefnuskrám
og samþykktum.
Sú samheldni og trúnaður við málstaðinn, sem er
undirstaða árangursríkrar stjórnmálabaráttu, verður
að skapast með umræðum, röksemdafærslu og
gagnkvæmu trausti — ekki með skipulagslegum
aðgerðum gagnvart minnihlutanum.
Flokkurinn visar á bug miðstjórnarvaldi, sem
undirstöðuatriði I uppbyggingu flokksins, hvort sem
það er kallað lýðræðislegt eða ekki, því að þetta
grundvallarsjónarmið getur ekki girt fyrir einræði
inn á við I flokknum.
IV.
Baráttan fyrir sósíalisma er um leið þarátta fyrir
fyllra lýðræði. Sósíalistiskt þjóðfélag verður að
gefa hinum lýðræðislegu réttindum nýtt og víðtæk-
ara innihald. SF visar á bug kenningunni um alræði
öreiganna, þar sem þeir, sem ekki fylgja meiri-
hlutanum að málum eru sviftir lýðræðislegum rétti
sinum. Slík stefna hefur ætíð leitt til alræðis
flokksins yfir öreigunum.
V.
Stefnumark vort er að afnema þjóðskipulag
kapltalismans, fá alþýðu manna I hendur yfirráð
yfir efnahagslifi og framleiðslutækjum og hin póli-
tísku umráð yfir rikisvaldinu. Við viljum byggja upp
sósialistískt þjóðskipulag I Noregi, þar sem allt
pólitískt og efnahagslegt vald er I höndum verka-
lýðs og launþega. Við viljum vinna að þvi af alefli
að þessi þjóðfélagsbreyting geti gerzt með frið-
samlegum hætti og á lýðræðisgrundvelli".
40