Réttur


Réttur - 01.01.1969, Page 42

Réttur - 01.01.1969, Page 42
stæðan vafalaust sú að meiri þekkingar er krafizt af hinum vinnandi fjölda. Þess vegna fjölgar iðnemum og nemendum í lang- skólanámi mjög verulega á kostnað ófag- lærðra. (Rétt er þó að leggja áherzlu á það a þessu stigi að iðnaðarmenn eru í raun ekkert annað en verkamenn með meiri sérþekkingu en almennt gerist). Hér er ástæða til að stöðv- ast við þá staðreynd að hlutfallið á milli þeirra sem framleiða (þ.e. verkamanna, sjó- manna og að nokkru iðnaðarmannaa að ó- gleymdum bændunum) og hinna sem ekki framleiða, hefur breytzt af þessum sökum. M. ö.o. í undirstöðuatvinnugreinar fara æ færri en í þjónustugreinar fer ört vaxandi fjöldi. (Rétt er að skipta þeim er ekki vinna að framleiðslustörfum í tvo flokka, þ.e. þeir sem sóa og eyða þjóðarauðnum, sóa feikna fjár- fúlgum í allskyns fánýti án þess að nokkur verðmæti sjáist eftir og eyða einnig feikna fé í óarðbærar fjárfestingar svo sem verzlun- arhallir o. fl. o. fl., svo eru hinir sem ráð- stafa með starfi sínu miklu fé sem síðar á að skila þjóðinni arði. Þar í hópi eru kennarar og vísindamenn svo nokkuð sé nefnt). Þá er komið að hinni brennandi spurningu, hver verður aðstaða þeirra, sem tekið hafa sína ákvörðun um lífsstarf og eru þegar farin að undirbúa það með einum eða öðrum hætti, þegar atvinnuleysi skellur á, og til hvaða hugarfarsbreytinga hefur þetta ástand leitt hjá ungu fólki? Samhliða þróuninni sem hér var lýst hefur sem sé orðið mjög athyglisverð og jákvæð breyting á afstöðu ungmcnna til vinnunnar og jafnframt virðist afstaða hinna þriggja aðalhópa æskumanna hvers til annars hafa breytzt verulega. Atvinnuleysið hefur gert skólafólki ljósa og auðskilda þá staðreynd að móðir auðsins er vinnan. An vinnunnar verða engir skólar reknir í þessu landi frekar en annarsstaðar. Jafnframt þessu hafa skotið upp kollinum hugmyndir í ýmsum verkalýðs- félögum um nauðsyn á samstöðu verkalýðs- hreyfingar og nemenda í framhaldsskólum (menntaskólum, kennaraskóla, háskóla o. fl.). M.a. vegna þess að skólanemendur hafa í æ ríkari mæli orðið að deila kjörum með at- vinnuleysingjum þann tíma sem kennsla stendur ekki og mikill fjöldi þeirra býr auk þess við það að fjölskyldur þeirra hafa fram- færi af atvinnuleysisbótum einum saman um lengri og skemri tíma. En hvað um iðnnema? Eru þeir ekki tryggðir í bak og fyrir með iðnfræðslulögun- um? Það á víst svo að heita, en reynsla síðustu tveggja ára hefur hinsvegar sýnt það, að sú trygging er harla léttvæg m.a. vegna ýmis- konar sérsamninga sem tíðkazt hafa um ára- bil milli nemenda og meistara. Það hefur orðið hlutskipti mikils fjölda iðnnema und- anfarin tvö ár að ganga atvinnulausir jafnvel svo mánuðum skiptir. Iðnnemasambandið hefur reynt að skrá þessa menn og náð nokkr- um árangri en engum dylst að aðeins hefur tekizt að skrá lítinn hluta atvinnuleysingja. Atvinnulaus iðnnemi fær engar bætur og hefur auk þess í flestum tilfellum verið mjög tekjulágur fyrir svo að aðstaða hans er væg- ast sagt hörmuleg. Tæpast þarf að eyða löngu máli í að skýra aðstöðu þeirra ungu ófaglærðu verkamanna sem áður voru nefndir. Hún er í flestu lík því sem gerist hjá hinum eldri að öðru leyti en því að margir yngri mennirnir hafa nýlokið heimilisstofnun eða eru að undirbúa hana. Hér skal látið staðar numið að sinni, en ef til vill gefst síðar tækifæri til að ræða frekar um þau áhrif sem atvinnuleysið hefur á menn sem eru að hefja sitt lífsstarf. I sam- hengi við það verður einnig að ræða um verkefni sósíalista og verkalýðshreyfingar- innar undir þeim kringumstæðum. 42

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.