Réttur


Réttur - 01.01.1969, Side 45

Réttur - 01.01.1969, Side 45
Þannig gerði stjórnin fiskverðið að verzlun- aratriði í samningunum allan tímann, sem þeir stóðu yfir. OTGERÐIN 62% SJÖMENN 8% Frá upphafi var þó gert ráð fyrir því aö skráð fiskverð hækkaði um 8%. Auk þess átti útgerðin að fá í sinn hlut 27 % af óskipt- um afla áður en kemur til skiptanna þannig að hækkun til útgerðarinnar átti að verða 35%. Þetta voru áætlanir stjórnarinnar og ef litið er á einfalt dæmi er útkoman þessi: Tökum til dæmis aflamagn, sem áður voru greiddar fyrir 1.000 kr., sú upphæð skiptist þá til helminga milli sjómanna og útgerðar- manna. Eftir hækkunina verða greiddar 1350 kr. fyrir þetta sama aflamagn. Af þeirri upp- hæð fá útgerðarmenn 270 kr. í sinn hlut af óskiptum afla. Afgangurinn 1080 kr. skipt- ist til helminga, sjómenn fá 540 kr. og út- gerðarmenn sömu upphæð. Hlutur útgerðar- innar verður þá 810 kr., hefur hækkað um 62%. Hlutur sjómanna á hins vegar aðeins að hækka um 8%, sem er aðeins brot verð- hækkana og rýrnandi afla. Af þessu dæmi er ljóst hve sanngjarnar lágmarkskröfur sjómanna um frítt fæði og lífeyrissjóð voru. En ríkisstjórnin vildi ekki verða við þeim kröfum að neinu leiti og útgerðarmenn hreyfðust aldrei í samningun- um og létu aldrei eyri af hendi. Auk þess beittu forustumenn LIU hreinum fantatök- um gegn þeim útgerðarmönnum, sem vildu verða við kröfum sjómannastéttarinnar. Bátaflotanum var haldið í landi vikum saman og loks þann 11. febrúar undirrituðu samninganefndir samninga um hásetakjörin, en ekki var samið fyrir yfirmennina. Samn- ingarnir um hásetakjörin voru bornir upp á fundum sjómannafélaganna og fengu dræm- ar undirtektir. Var þátttaka í atkvæðagreiðslu Atvinnuleysingjar ganga á fund ríkisstjórnar og Alþingis i marz 1969. 45

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.