Réttur - 01.01.1969, Qupperneq 47
sambandi samvinnufélaganna sendu út til-
kynningu um að þeir mundu ekki greiða
vísitölubætur 1. marz samkvæmt vísitölunni
I. febrúar. Verkalýðsfélögin mótmæltu þess-
ari aðför þegar í stað, þannig að tilkynningar
atvinnurekenda höfðu ekkert gildi. Sú regla
hefur lengst af gilt að greitt væri eftir fyrri
samningum enda þótt ssamningstímabilið
sjálft væri útrunnið. Þessi hefð hefur ótvírætt
lagagildi. Þannig greiddu atvinnurekendur að
samningum til 1. marz, en hafa kosið að
brjóta þá síðan — flestir, en ýmsir aðilar þar
á meðal KRON og atvinnurekendur í Nes-
kaupstað greiða vísitölubætur á launin.
Tilkynning atvinnurekenda er því mark-
laust plagg en ber að skoða sem kröfu um
kauplækkun. Eins og kunnugt er, sömdu
verkalýðsfélögin í fyrra um takmarkaða vísi-
tölu á launin, þannig að laun yfir 10 þúsund
krónur fá ekki fulla vísitöluuppbót. Miðað
við þetta skerta vísitölukerfi eru kauplækk-
unarkröfur atvinnurekenda þessar:
A 10 þúsund krónur greiðist fyrir 1. marz
II, 35% vísitöluuppbót eða 1135 krónur.
Núgildandi vísitöluuppbót á að vera 23,3%
ofaná grunnlaunin eða 2330 krónur. At-
vinnurekendur heimta því 1195 krónur í
kauplækkun í marzmánuði. Laun frá 10—16
þús. kr. eiga að verðbætast um sömu krónu-
tölu þannig að kauplækkunin yrði sú sama
í krónum. Laun frá 16—17 þúsund krónur
eiga að verðbætast um helming krónutölunn-
ar — kr. 1165,00.
Hin ósvífna kauplækkunarkrafa er liður
í ofbeldisstefnu ríkisstjórnarinnar gegn verka-
fólki. 1964 gafst ríkisstjórnin upp við að
framkvæma stefnu sína í launamálum og
féllst á að taka verðtryggingu launa í lög,
en 1967 var þetta ákvæði fellt úr lögum og
verkafólk varð að heyja allsherjarverkfall til
þess að fá vísitöluákvæðið inn í samninga
aftur. Enn er Ijóst að verkalýðshreyfingin
verður að heyja harða baráttu til þess að
koma þessu máli fram. Frásagnir af henni
bíða næsta heftis af Rétti, en samningafundir
hafa nú staðið yfir alllengi, en hafa engan
árangur borið fram til þess. Forysta verkalýðs-
hreyfingarinnar er einhuga um að ekki megi
kvika frá vísitölukröfunni — a.m.k. í orði
einhuga. Nú er í athugun hvaða aðferðum á
að beita til þess að knýja stefnu verkalýðs-
hreyfingarinnar fram. Augljóst er að ný
vinnubrögð verða að koma og nýjar aðferðir
einkum með tilliti til atvinnuástandsins í
landinu. En öll þau mál bíða næsta heftis.
47