Réttur - 01.01.1969, Side 48
ERLEND
VÍÐSJÁ
KÚB A
Byltingin á Kúbu átti 10 ára afmæli um
síðustu áramót. Hin sósíalistíska bylting í
menningarmálum er þar að vinna sinn
mesta sigur með útrýmingu ólæsis. Og
Castro sagði: 1959 táknaði ólæs þann sem
hvorki kunni að lesa né skrifa, 1980 mun
það verða notað um nemanda sem aðeins
hefur sótt lægri skóla.
Fyrir nokkrum árum settu yfirvöldin það
mark að framleiða 10 miljónir smálesta af
sykri á ári 1970. Því marki verður náð. Fyr-
ir byltinguna unnu 500.000 verkamenn í
sykuriðnaðinum 16—17 tíma á dag fyrir
sultarlaun og þeir hjuggu niður 40—50 milj-
ónir smálesta af sykurreyr og hlóðu með
höndum á vagna. Ur þeim reyr komu 5—
5 Vz miljónir smálesta. — Nú þarf 80—90
miljónir smálesta af sykurreyr til að ná 10
miljónum smálesta af sykri. En þótt enn sé
þar erfitt verk að vinna, þá verður raunveru-
lega allur sykurreyrinn settur á bíla með
vélafli. Nú eru á Kúbu yfir 40.000 dráttar-
vélar, en voru aðeins 7000 fyrir byltinguna.
— Og nú á alþýða Kúbu sykurinn sjálf, en
ekki sykurhringur Bandaríkjanna.
GUYANA
Kosningar í Guyana voru falsaðar á síð-
asta ári svo sem alræmt er orðið um allan
heim. Voru færðir á kjörskrá sem dveljandi
erlendis tugir þúsunda manna, sem ekki voru
til, — og kusu auðvitað stjórnarflokk Burn-
hams. Tókst þannig að hindra að P.P.P. —
Framfaraflokkur alþýðunnar — undir for-
ystu Jagans fengi þann meirihluta á þingi,
sem hann hefði líklega fengið hafandi 47%
kjósenda, hefðu ekki verið brögð í tafli.
Nú er afturhaldsstjórnin að setja lög um
einskonar átthagafjötra: menn mega ekki
flytja af eða á sérstök landssvæði án leyfis
stjórnarvalda.
Ennfremur er ríkisstjórnin að setja lög
um að banna verkföll. Hefur sú fyrirhugaða
löggjöf þegar verið tafin í heilt ár með
mótmælum verkalýðssamtakanna, en nú
virðist stjórnin ætla að knýja þessa þræla-
löggjöf fram.
Þá er framferði ríkisstjórnarinnar gagn-
vart fátækum bændum á vissu landsvæði
(Black Bush Polder), sem er ríkiseign, mjög
harðneskjulegt. Þeim var leyft að setjast að
á svæði þessu og yrkja landið fyrir nokkr-
um árum, en ríkisstjórnin hefur vanrækt að
halda við áveimkerfinu, svo bændur hafa
misst uppskeru sína og ekki getað greitt
landleigu. Lætur nú ríkisstjórnin rífa hús
þeirra í refsiskyni og flæmir þá burt. A
sama tíma lætur hún bandaríska alúminíum-
auðfélagið Reynolds Metal Co. fá 250.000
ekrur lands til 25 ára, skattfrjálst.
A stjórnartímum Jagans var Black Bush
Polder blómlegt landsvæði, þar sem þúsund-
ir bænda höfðu ofan af fyrir sér, en nú er
það sem eyðimörk. — Flokkur alþýðunnar
(P.P.P.) hefur skipulagt mikil mótmæli gegn
þessu framferði. (Nánar um P.P.P. og Guy-
ana í Ritsjá 1967, bls. 179).
48