Réttur


Réttur - 01.10.1985, Side 10

Réttur - 01.10.1985, Side 10
„Syndaflóðið“ síðara Verður því afstýrt? I. Syndaflóðið fyrra Svo scgir í hinni helgu bók Gyðinga og kristinna manna, Gamla Testamenti Bibl- íunnar, Mósebók hinni fyrstu: „En er mennirnir tóku að fjölga á jörð- inni og þeim fæddust dætur, sáu synir Guðs, að dætur mannanna voru fríðar og tóku sér konur meðal þeirra, allar sem þeim geðjuðust.“ (I. Mósebók, 6. 1-3)... „A þeim tímum voru risarnir á jörðinni, og einnig síðar, er synir Guðs höfðu sam- farir við dætur mannanna og þær fæddu þeim sonu; það eru kapparnir, sem í fyrndinni voru víðfrægir.“ (1. Mósebók, 6, 4),' Síðan segir: „Og er Drottinn sá að illska mannsins var mikii á jörðinni og að allar hugrenn- ingar hjarta hans voru ekki annað en illska alla daga, þá iðraðist Drottinn þess, að hann hafði skapað mennina á jörðinni og honum sárnaði það í hjarta sínu. Og Drottinn sagði: Eg vil afmá af jörðunni mennina, sem ég skapaði: bæði mennina, fénaðinn, skriðkvikindin og fugla loftsins; því mig iðrar, að ég hafi skapað þau. En Nói fann ráð fyrir augum Drottins.“ (I. Mósebók, 6, 5-8). Framhaldið af þessari sögu um tortím- ingu alis mannkyns, — nema þeirra fáu, sem í örkinni voru, — geta menn svo les- ið í I. Mósebók 7. og 8. kafla. Svo inörg eru þau orð — og má hver meta sem vill. II. Ættasamfélagið og hrun þess Mannkynið óx og uppfyllti jörðina. Fað samanstóð af aragrúa örsmárra ætta- samfélaga, dreifðum um víða veröld og vissu lítt hvort af öðru, nema þeim, er næst voru. En innan hvers ættasamfélags var samheldni og sameign. Fyrir rúmri öld skiþti hver grænlenskur veiðimaður öllum afla sínum, er að landi kom jafnt milli allra íbúa byggðarinnar litlu. Um þúsundir ára bjó mannkynið við þessi frumstæðu, fátæku samfélagsform. Á síðustu 4-5000 árum, allt fram á okkar daga hafa þessi frumstæðu ætta- samfélög verið að leysast upp, spillast og tortímast eöa verið brotin á bak aftur. Fað var myndun yfirstétta innan þeirra og síðar ríkisvalds þeirrar stéttar, er batt enda á tilveru ættasamfélaganna á hinum ýmsu skeiðum sögunnar. Engels lýsir undirrót tortímingar þessa frumstæða samfélags svo: „Það eru hinar lægstu hvatir, sem ryðja hraut hinu siðmenntaða samfélagi, stétta- þjóðfélaginu. Vesæl ágirnd, óhefluð nautnasýki, auðvirðileg nízka — og sín- gjarnt rán á sameign ættsveitunga segja þar til sín. Og aðferðirnar eru hinar fyrir- litlegustu, þjófnaður, misnotkun valds, vélabrögð og svik. Þetta er það, sem grefur sundur gamla, stéttlausa ættsveita- þjóðfélagiö og veldur hnignun þess.“2 (Dettur nokkrum í hug lýsing Móse- bókar á illsku mannanna?) 186

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.