Réttur


Réttur - 01.10.1985, Síða 12

Réttur - 01.10.1985, Síða 12
Arfíakarnir Lifir þá engin lífvera af „syndaflóðið" síðara? Bandarískir vísindamenn fóru til Kyrra- hafseyjar einnar, þar sem tilraun hafði verið gerð með kjarnorkusprengju, — er þeir voru vissir um að engra skaðlegra áhrifa gætti lengur. Allt var dautt, kvikindi öll, en ofan- jarðar höfðu verið, tré og jurtir — allt dautt. Pá skreið feit og bústin rotta upp úr einni holu. Hún hafði haft vit á að forða sér í tíma og lifað vel neðanjarðar meðan hættan var. „Eiga þessar þá að erfa okkur,“ varð einum vísindamanninum að orði. Svo mun líklega verða, ef áfram heldur sem nú horfir með helstefnu gróðablinds valdahóps Mammonsríkisins. Þeir, sem kvíða því að allt líf á jörðinni muni farast, ef stríðandi stéttir mannkyns tortímast í syndaflóði kjarnorkustríðs, þurfa því ekki að kvíða. Rotturnar munu lifa af, máske um víða Erfíngi jarðar? veröld, — samkvæmt erfðaskrá Reagans verðugir arftakar þeirra ómennsku afætna, sem hætta á að tortíma mannkyn- inu í blindri gróða- og valda-fíkn sinni. V. Vituð ér enn — eða hvat? Oss íslendingum, sem stöndum nú frammi fyrir þeim ógnþrúngna möguleika að voveifilegustu tíðindi mannkynssög- unnar gætu gerst jafnvel á þessari öld, verður hugsað til Völuspár og Ragnaraka. En það er enn hægt að forða mannkyn- inu frá bráðum bana, ef hugsun, vit og þor vor mannanna ekki bregst. Hér duga engar góðar bænir til guðs einar saman, þótt fagrar og saklausar séu, því það er enginn góður guð, sem hér ræður ferðinni einn, heldur þyrfti hann liðveislu við. Það er Mammon, — lítilsigldasti árinn í því liði Satans, sem hrökklaðist frá himnaríki til helvítis forðum daga sam- kvæmt lýsingu Miltons í „Paradísarmissi“, — það er þessi auðvirðilegasti útsendari 188

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.