Réttur


Réttur - 01.10.1985, Blaðsíða 43

Réttur - 01.10.1985, Blaðsíða 43
sínar. En þeir óttast árásarstefnu Banda- ríkjastjórnar og vilja stuðla að friði með samningum. í fyrstu var nokkurt hik á stjórn Nicaragua gagnvart þessum til- lögum en Bandaríkjastjórn tók þær hins vegar til jákvæðrar athugunar. En 2E september tilkynnti stjórn Nicaragua að hún mundi undirrita tillögurnar athuga- semdalaust. Daginn eftir tilkynnti Banda- ríkjastjórn að hún teldi tillögurnar ekki fullnægjandi. 4. nóvember voru forseta- og þingkosn- ingar í Nicaragua og voru flestir útlend- ingar sem fylgdust með kosningunum sammála um að ekkert væri út á þær að setja. Þar með voru sandínistar búnir að sanna að fjölflokkalýðræði ríkti í landinu. En Bandaríkjastjórn kallaði kosningarn- ar falskosningar. 18. janúar 1985 hættu Bandaríkjamenn viðræðunum í Manzanillo. 27. febrúar gaf Daníel Ortega, forseti Nicaragua, út yfir- lýsingu þar sem Bandaríkjastjórn er hvött til að ganga aftur til viðræðna. í yfirlýs- ingu sinni lagði Ortega áherslu á að Nic- aragua væri hlutlaust land sem byggi við blandað hagkerfi og fjölflokkalýðræði. Hann lýsti því yfir að Nicaragua mundi aldrei verða herstöð fyrir nokkurt erlent nki. Til að undirstrika sáttavilja sinn lýsti hann því yfir að 100 kúbanskir hernaðar- ráðgjafar yrðu sendir heim og nýjum skrefum í hervæðingu frestað. Það er til marks um afstöðu Bandaríkja- rnanna til sáttatilrauna að þeir gerðu mik- >ð úr því að aðeins ætti að senda 100 kúb- anska hernaðarráðgjafa heim en miklu fleiri yrðu eftir. Það er sem sagt ætlast til að Nicaragua gefi allt sitt eftir áður en gengið er til samninga og er þá vandséð til hvers samningar væru. En Bandaríkja- stjórn vill enga samninga, hún vill aðeins einhliða og skilyrðislausa uppgjöf sandín- ista og frelsishreyfinganna í E1 Salvador. 15. apríl kynnti Reagan tillögur sínar um frið í Mið-Ameríku. Þær tillögur voru nokkurn veginn eins og það sem Shultz hafði fram að færa á flugvellinum í Man- agua 1. júní 1984. Auk þess lagði hann til að stjórn Nicaragua tæki upp viðræður við „contra“-skæruliðana, en stjórn Nic- aragua hefur ítrekað lýst því yfir að hún hefði ekkert við þá að tala, enda lytu þeir stjórn fyrrum liðsmanna Somoza og væri haldið uppi af Bandaríkjamönnum. Þegar tilraunir til sátta í Mið-Ameríku eru skoðaðar verður ekki annað séð en Bandaríkjastjórn geri allt sem hún getur til að koma sér undan að leggja slíkum til- raunum lið. Til að ganga í augun á gagn- rýnendum sínum kemur hún einstaka sinnum fram með sínar eigin tillögur, sem eru augljóslega út í hött af því að þær byggjast á kröfum sem stjórn Nicaragua getur ekki gengið að eða kröfum sem hún telur sig uppfylla nú þegar. Bandaríkjastjórn telur ekkert annað viðunandi en ganga milli bols og höfuðs á sandínistum og frelsishreyfingunum í El Salvador. En hún getur það ekki nema með innrás bandarísks herliðs og flestir eru sammála um að þá dygði ekkert létt- vopnað smálið. En afstaða almennings og stjórnmálamanna í Bandaríkjunum og meðal vinaþjóða Bandaríkjamanna aust- an hafs og vestan kemur í veg fyrir þetta. Bandaríkjastjórn er að vona að hún fái tækifæri til innrásar í Nicaragua eins og hún fékk á Grenada. Meðan hún bíður eftir þessu tækifæri vill hún koma í veg fyrir alla samninga. Samningar gætu gert henni ókleift að nýta tækifærið. Og tæki- færið felst meðal annars í því að við, al- menningur í bandalagsríkjum Bandaríkj- anna, gerumst sinnulaus gagnvart glæpa- verkum Bandaríkjastjórnar. 219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.