Réttur


Réttur - 01.10.1985, Síða 62

Réttur - 01.10.1985, Síða 62
ERLEND i/ínc iá VmoJA Frelsishreyfingin í Suður-Afríku nálgast meir og meir uppreisn Frelsishreyfingin í Suður-Afríku undir forustu ANC (African National Congress) hefur undanfarna mánuði vaxið með risa- skrefum. Samtímis hefur samúðin með baráttu negranna fyrir mannréttindum aukist um allan heim og einangrun hvítu fasistastjórnarinnar verður æ áþreifan- legri. Verkalýðssamtök veraldar gerast mjög virk í að skipuleggja bann á við- skipti við Suður-Afríku, einnig hér á landi. En það eru tveir voldugir aðilar, sem styðja við bakið á fasistastjórninni í Pret- oriu: Pað er auðvald Bandaríkjanna, sem á þar miklar námur og hefur því mikilla gróðahagsmuna að gæta, auk þess sem bandaríska hervaldið hefur hugsað sér Suður-Afríku sem þýðingarmikla flota- stöð fyrir sig til þess að ráða siglingum til Asíu, ef til styrjaldar kæmi. — Hitt valdið eru auðhringir Stóra-Bretlands, sem eiga frá fornu fari miklar og dýrmætar eignir þarna: gull- og demantanámur o.fl. o.fl. Það eru því þessi tvö ríki, Bandaríkin og Bretland, sem þykjast vilja vera vemd- arar iýðræðisins í heiminum, sem fyrst og fremst hindra að einni mestu fasistastjórn heims verði steypt af stóli. Og þessi ríki dásama íslenskir aftur- haldsmenn um leið og þeir hræsna með lýðræðisást sinni, meðan frelsishetjur Suður-Afríku láta lífið daglega í barátt- unni fyrir frumstæðustu mannréttindum. Hún er sem hér sést og verður skuldabyrði þróunar- landanna alls í árslok 1985 970 þúsund milljónir dollara. Níðingsskapur auðhringanna gagnvart þróunarlöndunum Á 8. áratugnum píndu auðhringarnir 140 milljarða dollara gróða út úr þróunar- löndunum. Auðhringarnir reka okurverslun með iðnaðarvörurnar, en pína verðið á hrá- efnunum langt niður. Þess eru mörg dæmi að hráefni frá þróunarlöndunum er selt með tíföldu verði til baka til þróunarland- 238

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.