Fréttablaðið - 05.03.2009, Page 13

Fréttablaðið - 05.03.2009, Page 13
FIMMTUDAGUR 5. mars 2009 13 SAMFYLKING Herdís Björk Brynjarsdóttir býður sig fram 3. til 4. sæti í prófkjöri Samfylkingar í Norðausturkjör- dæmi. Oddný Guðbjörg Harðardóttir gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Sam- fylkingar í Suðurkjördæmi. Amal Tamimi gefur kost á sér í 2. til 3. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Þórður Már Jónsson gefur kost á sér í 3. sæti í prófkjöri Samfylkingar í Norðvesturkjördæmi. Hilmar Kristinsson gefur kost á sér í 4. sæti í prófkjöri Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi. Svala Jónsdóttir gefur kost á sér í 3. til 5. sæti í prófkjöri Sam- fylkingar í Norðaust- urkjördæmi. Einar Már Sigurðar- son gefur kost á sér í 2. sæti í prófkjöri Samfylkingar í Norð- austurkjördæmi. Valgerður Bjarna- dóttir býður sig fram í 1. til 4. sæti í próf- kjöri Samfylkingar í Reykjavík. Guðrún Erlingsdóttir gefur kost á sér í 1. til 2. sæti í prófkjöri Samfylkingar í Suð- urkjördæmi. Steinunn Valdís Óskarsdóttir býður sig fram í eitt af efstu sætunum í prófkjöri Samfykingarinnar í Reykjavík. Helgi Hjörvar sækist eftir 4. sæti í próf- kjöri Samfylkingar- innar í Reykjavík. FRJÁLSLYNDI FLOKKURINN Aðalheiður Ármann sækist eftir 2. til 3. sæti Frjálslynda flokksins í Reykjavík- urkjördæmi suður. ERLENTP ÓFKJÖR Felix Valsson hafði samband við staðgengil umboðsmanns neytenda: „Ég var að setja íbúð á leigu og hafði samband við Leigulistann og þar var mér sagt að ég gæti sett inn auglýsingu frítt hjá þeim. Þetta stóðst allt full- komlega. Síðan leið smá tími og ég ákvað að reyna að aug- lýsa á fleiri stöðum. Þá rakst ég á heimasíðuna leiga.is. Þar eins og á Leigulistanum var auglýst að hægt væri að auglýsa eignina frítt svo ég skellti inn auglýsingu þar líka. Ég náði síðan að leigja út íbúðina nokkrum dögum seinna (í gegnum kunn- ingja). Nokkrum vikum seinna kom síðan reikning- ur upp á 5.000 krónur frá leiga.is. Ég reyndi að hafa samband við þá í síma en var tjáð að þetta væri einungis netfyrirtæki og ég yrði að senda netpóst til að kvarta. Í stuttu máli hef ég ekki fengið nein svör önnur en að í smáletrinu standi að með orðinu „frítt“ (gæsalappirnar eru frá heima- síðunni) sé átt við 10 daga fría auglýsingu, og síðan taki við „taxti“. Þennan taxta tókst mér aldrei að finna á heimasíðunni. Ég hef verið í sambandi við Neytendastofu og Neytendasamtökin og það virðist ekkert vera hægt að gera við svona falskar auglýs- ingar (mér skilst að þótt taxtinn væri 100.000 þá væri það líka löglegt). Ég vil því eindregið vara fólk við þessari hörmulegu heimasíðu.“ Smá yfirlega á heimasíðunni leiga.is leiðir í ljós að þetta smáa letur sem Felix talar um er sannar- lega annaðhvort mjög smátt eða ósýnilegt. Slíkt er auðvitað fyrir neðan allar hellur og full ástæða til að vara neytendur við slíku. Á nýja Íslandi á nefnilega allt að vera uppi á borðum og ekkert bannsett baktjalda- eða smáaletursmakk. NEYTENDUR: Hvenær er hægt að auglýsa frítt og hvenær er ekki hægt að auglýsa frítt?: Smáa/ósýnilega letrið ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is KJARTAN GUÐMUNDS- SON staðgengill umboðsmanns neytenda SÓLARORKA Verkamaður leggur hluta af risavöxnum sólarsellum í Wein- bourgh í Frakklandi. Sólarsellurnar verða um 36 þúsund fermetrar, sem samsvarar sjö fótboltavöllum. Þær munu safna um 4,5 megavöttum af orku á ári. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.