Fréttablaðið


Fréttablaðið - 05.03.2009, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 05.03.2009, Qupperneq 27
FIMMTUDAGUR 5. mars 2009 3 Fyrsta boðorð tísku-húsanna í dag er að skila hagnaði. Eðlilegt í nútíma viðskiptaum- hverfi. En gleymum því ekki að tískuhönnun hefur lengi talist til listgreina hér í landi. Þrátt fyrir að talað sé um gjaldþrot frjáls- hyggju og peningastefnu virð- ist heimur tískunnar þó samur við sig. Tískuhús Chanel stóð fyrir nokkru að hönnun á færan- legu sýningarhúsnæði sem lík- ist helst svífandi furðuhlut og kallast Mobile Art, gerður af arkitekt sem er „inn“ um þess- ar mundir, Zaha Hadid. Inni í þessum furðuhlut var sýnd nútímalist sem þó er hvergi að finna á netsíðu sýningarinnar eða Chanel, líkt og að listin og listamennirnir séu aukaatriði. Sýningin var fyrst sett upp í Hong Kong svo í Tókýó og síðan New York. Ætlunin var að sýn- ingin héldi áfram í Evrópu en nú hefur öllu verið aflýst vegna kreppu. Tískublöðin voru full af myndum af stjörnum og fyrir- sætum við opnun sýningarinnar, allar klæddar í Chanel auðvitað. Hvergi er hins vegar minnst á listamennina og þeir því aðeins notaðir í auglýsingaskyni fyrir tískuhúsið. Ólíkt höfðust þeir að, Yves Saint Laurent og Pierre Bergé, sem söfnuðu gríðarlegu safni listmuna sem nýlega voru seldir til styrktar rannsókna á alnæmi. Hver listmunur valinn af smekk- vísi og kostgæfni enda mál- verk oft meistara Saint Laurent innblástur á sjöunda áratugn- um, t.d. verk Picasso. Hjá þeim félögum var listin í fyrirrúmi en ekki tæki til að vekja athygli á hönnuninni. Ekki skrýtið að Saint Laurent hafi verið kallað- ur síðasti listamaðurinn í tísk- unni, ólíkt Karl Lagerfeld sem endurvinnur gamlar hugmynd- ir í þágu miskunnarlausrar pen- ingamaskínu. Þar skipta umbúð- irnar öllu en kjarninn, listin, er aukaatriði. Smekkleysunni, þegar tísk- an er annars vegar, eru held- ur engin takmörk sett eins og sjá mátti í tískuþætti í tíma- ritinu Next, fylgiriti dag- blaðsins Libération um tísku. Tískumyndirnar eru teknar í ríkulegum húsakynnum, með fallegum fyrirsætum, sýna fjöl- skyldu verðbréfabraskara þar sem allt er að fara fjandans til. Fötin eru ekki af verri endan- um svo sem YSL, Dolce & Gabb- ana og fleiri. Án þess að gleyma Kelly-tösku frá Hermès úr krók- ódíl sem kostar líklega einar fimm þúsund evrur. Myndaþætt- inum lýkur svo á því að konan fer með fínu krókódílatöskuna en fætur braskarans sjást hang- andi niður úr loftinu í næsta her- bergi því braskarinn hefur svipt sig lífi. Sem betur fer hefur maðurinn þó farið í Louis Vuitt- on-skóna sína áður, það breytir auðvitað öllu að deyja með stæl. Líklega hefur hreinsunareldur kreppunnar ekki enn brunnið í tískuheiminum. bergb75@free.fr Dauði listarinnar í tískunni ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Linsan selur eldri gleraugu við góðar undirtektir. Gamaldags gleraugu og sólgler- augu hafa notið vinsælda að undan- förnu og í Linsunni að Aðalstræti 9 fást vintage dömu-, herra- og barnaumgjarðir á 5.000 krónur. „Við fundum fyrir aukinni eft- irspurn á síðasta ári. Í kjölfarið fórum við á stúfana og fundum lager sem við höfðum lagt til hlið- ar. Hann er að slá í gegn,“ segir Sigrún Bergsteinsdóttir, eigandi Linsunnar. „Þetta eru franskar og ítalskar umgjarðir frá fræg- um hönnuðum á borð við Jil Sand- er, Jean Franco Ferre og Laura Biagiotte. Fólk á öllum aldri festir kaup á gleraugunum og ekki spillir verðið fyrir.“ - ve Gamall lager rifinn út Umgjarðirnar eru franskar og ítalskar. Fólk á öllum aldri festir kaup á gleraug- unum og ekki spillir verðið fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA aðeins í 3 daga Nú er að hægt að gera snilldarlega fl ott kaup! Opið fi mmt. & föst. 1100-1900 & Lau. 1100-1600 Vorið er að koma í Sigurbogann! Nýjar sendingar af peysum, kjólum og skokkum. Einnig töskum, skarti o.fl . Kynning á nýjum varalitum frá fi mmtudag til laugardags Laugavegi 80, 101 Reykjavík • sími 561 1330 www.sigurboginn.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.