Fréttablaðið - 05.03.2009, Síða 27

Fréttablaðið - 05.03.2009, Síða 27
FIMMTUDAGUR 5. mars 2009 3 Fyrsta boðorð tísku-húsanna í dag er að skila hagnaði. Eðlilegt í nútíma viðskiptaum- hverfi. En gleymum því ekki að tískuhönnun hefur lengi talist til listgreina hér í landi. Þrátt fyrir að talað sé um gjaldþrot frjáls- hyggju og peningastefnu virð- ist heimur tískunnar þó samur við sig. Tískuhús Chanel stóð fyrir nokkru að hönnun á færan- legu sýningarhúsnæði sem lík- ist helst svífandi furðuhlut og kallast Mobile Art, gerður af arkitekt sem er „inn“ um þess- ar mundir, Zaha Hadid. Inni í þessum furðuhlut var sýnd nútímalist sem þó er hvergi að finna á netsíðu sýningarinnar eða Chanel, líkt og að listin og listamennirnir séu aukaatriði. Sýningin var fyrst sett upp í Hong Kong svo í Tókýó og síðan New York. Ætlunin var að sýn- ingin héldi áfram í Evrópu en nú hefur öllu verið aflýst vegna kreppu. Tískublöðin voru full af myndum af stjörnum og fyrir- sætum við opnun sýningarinnar, allar klæddar í Chanel auðvitað. Hvergi er hins vegar minnst á listamennina og þeir því aðeins notaðir í auglýsingaskyni fyrir tískuhúsið. Ólíkt höfðust þeir að, Yves Saint Laurent og Pierre Bergé, sem söfnuðu gríðarlegu safni listmuna sem nýlega voru seldir til styrktar rannsókna á alnæmi. Hver listmunur valinn af smekk- vísi og kostgæfni enda mál- verk oft meistara Saint Laurent innblástur á sjöunda áratugn- um, t.d. verk Picasso. Hjá þeim félögum var listin í fyrirrúmi en ekki tæki til að vekja athygli á hönnuninni. Ekki skrýtið að Saint Laurent hafi verið kallað- ur síðasti listamaðurinn í tísk- unni, ólíkt Karl Lagerfeld sem endurvinnur gamlar hugmynd- ir í þágu miskunnarlausrar pen- ingamaskínu. Þar skipta umbúð- irnar öllu en kjarninn, listin, er aukaatriði. Smekkleysunni, þegar tísk- an er annars vegar, eru held- ur engin takmörk sett eins og sjá mátti í tískuþætti í tíma- ritinu Next, fylgiriti dag- blaðsins Libération um tísku. Tískumyndirnar eru teknar í ríkulegum húsakynnum, með fallegum fyrirsætum, sýna fjöl- skyldu verðbréfabraskara þar sem allt er að fara fjandans til. Fötin eru ekki af verri endan- um svo sem YSL, Dolce & Gabb- ana og fleiri. Án þess að gleyma Kelly-tösku frá Hermès úr krók- ódíl sem kostar líklega einar fimm þúsund evrur. Myndaþætt- inum lýkur svo á því að konan fer með fínu krókódílatöskuna en fætur braskarans sjást hang- andi niður úr loftinu í næsta her- bergi því braskarinn hefur svipt sig lífi. Sem betur fer hefur maðurinn þó farið í Louis Vuitt- on-skóna sína áður, það breytir auðvitað öllu að deyja með stæl. Líklega hefur hreinsunareldur kreppunnar ekki enn brunnið í tískuheiminum. bergb75@free.fr Dauði listarinnar í tískunni ÚR HÁBORG TÍSKUNNAR Bergþór Bjarnason skrifar frá París Linsan selur eldri gleraugu við góðar undirtektir. Gamaldags gleraugu og sólgler- augu hafa notið vinsælda að undan- förnu og í Linsunni að Aðalstræti 9 fást vintage dömu-, herra- og barnaumgjarðir á 5.000 krónur. „Við fundum fyrir aukinni eft- irspurn á síðasta ári. Í kjölfarið fórum við á stúfana og fundum lager sem við höfðum lagt til hlið- ar. Hann er að slá í gegn,“ segir Sigrún Bergsteinsdóttir, eigandi Linsunnar. „Þetta eru franskar og ítalskar umgjarðir frá fræg- um hönnuðum á borð við Jil Sand- er, Jean Franco Ferre og Laura Biagiotte. Fólk á öllum aldri festir kaup á gleraugunum og ekki spillir verðið fyrir.“ - ve Gamall lager rifinn út Umgjarðirnar eru franskar og ítalskar. Fólk á öllum aldri festir kaup á gleraug- unum og ekki spillir verðið fyrir. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA aðeins í 3 daga Nú er að hægt að gera snilldarlega fl ott kaup! Opið fi mmt. & föst. 1100-1900 & Lau. 1100-1600 Vorið er að koma í Sigurbogann! Nýjar sendingar af peysum, kjólum og skokkum. Einnig töskum, skarti o.fl . Kynning á nýjum varalitum frá fi mmtudag til laugardags Laugavegi 80, 101 Reykjavík • sími 561 1330 www.sigurboginn.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. óðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.