Fréttablaðið - 06.03.2009, Page 4

Fréttablaðið - 06.03.2009, Page 4
4 6. mars 2009 FÖSTUDAGUR ALÞINGI Fjórar greinar eru í nýju frumvarpi forystumanna fjögurra stjórnmálaflokka um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Í þeirri fyrstu er kveðið á um að náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti séu þjóðar- eign. Í annarri greininni er fjall- að um hvernig breyta má stjórn- arskránni í framtíðinni. Í þeirri þriðju er kveðið á um þjóðarat- kvæðagreiðslur og fjórða greinin tekur til stjórnlagaþings sem koma skal saman eigi síðar en 1. desem- ber á þessu ári. Flutningsmenn eru forystu- menn allra flokka sem sæti eiga á Alþingi utan Sjálfstæðisflokks. Í greinargerð segir að ekki hafi orðið af heildarendurskoð- un stjórnarskrárinnar um langt skeið þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir en ákveðnum hlutum henn- ar hafi verið breytt í veigamiklum atriðum. Í kjölfar bankahruns- ins hafi verið kallað eftir endur- skoðun ýmissa grundvallarreglna íslenska stjórnskipulagsins og við því sé brugðist með því að stofna til sérstaks stjórnlagaþings með þjóðkjörnum fulltrúum. Í greinargerðinni segir jafn- framt að frumvarpið sé í sam- ræmi við verkefnaskrá ríkisstjórn- ar Samfylkingarinnar og VG og að ráðgjafarhópur undir forystu Bjargar Thorarensen lagaprófess- ors hafi unnið tillögur um breyt- ingar á stjórnarskránni og verk- efni stjórnlagaþings. Frá lýðveldisstofnun hefur stjórnarskránni verið breytt sex sinnum. bjorn@frettabladid.is LÖGREGLUMÁL Dómsmálaráðherra hefur ákveðið að taka upp tíma- bundið landamæraeftirlit í Leifs- stöð um helgina í tilefni af fyrir- hugaðri komu hóps Vítisengla til Íslands. Englarnir hyggjast sækja opnun nýs klúbbhúss vélhjóla- klúbbsins Fáfnis í Hafnarfirði. Í tilkynningu ráðherra segir að eftirlitið muni „sérstaklega koma í veg fyrir væntanlega komu ákveð- ins hættulegs hóps“, sem þó er hvergi nefndur í tilkynningu ráð- herra. Til aðgerðanna sé gripið „í tilefni sérstakrar ógnunar gegn allsherjarreglu og þjóðaröryggi“. Tveimur Vítisenglum var vísað til síns heima við komuna til Íslands þegar á miðvikudag. Fáfn- ir er opinber áhangendaklúbbur Vítisengla, sem eru skilgreindir sem alþjóðleg glæpasamtök. Þeir hafa stefnt að því leynt og ljóst undanfarin ár að verða fullgildir meðlimir Vítisengla. Hafnarfjarðarbær sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kemur að hvorki bæjaryfirvöld né lögregla hafi veitt leyfi fyrir starf- semi Fáfnis í hinu nýja klúbbhúsi, ólíkt því sem talsmaður Fáfn- is hélt fram í fréttum Stöðvar 2 í fyrrakvöld. Húsið sé iðnaðarhúsnæði og ekki verði veitt leyfi fyrir annars konar starfsemi þar. - sh Gripið til hertra öryggisráðstafana vegna fyrirhugaðrar komu Vítisengla til Íslands: Fáfnisteiti ógnar þjóðaröryggi GAMLA KLÚBBHÚSIÐ Fáfnisliðar héldu áður til í þessum húsum við Frakkastíg en hafa nú flutt sig í Hafnarfjörðinn. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA Gísli Marteinn Baldursson er í fríi frá störfum sem borgarfulltrúi í Reykja- vík á meðan hann stundar nám í Edinborg en ekki í námi með starfi eins og ranglega var haldið fram í Fréttablaðinu 26. febrúar. LEIÐRÉTTING flugfelag.is Fundarfriður Markvissir fundir í friði og ró Upplýsingar: Sími 570 3075 hopadeild@flugfelag.is REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR FÆREYJARVESTMANNAEYJAR ÍSAFJÖRÐUR GRÆNLAND VOPNAFJÖRÐUR ÞÓRSHÖFN GRÍMSEY NARSARSSUAQ KULUSUK CONSTABLE POINT NUUK DÓMSMÁL Frjálsyndi flokkurinn var í gær í Héraðsdómi Reykjavík- ur dæmdur til að borga Margréti Sverrisdóttur 614 þúsund krónur. Mar- grét var fram- kvæmdastjóri flokksins þegar Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður flokksins, sagði henni upp í lok nóvember 2006 því Margrét vildi leiða framboðs- lista á vegum flokksins í Alþing- iskosningum vorið 2007. Margrét taldi sig eiga rétt á launum í upp- sagnarfresti sem næði til febrúar, mars og apríl 2007 og vildi fá rúmar 1,8 milljónir króna. Hér- aðsdómur taldi hana hins vegar aðeins eiga inni laun fyrir febrúar. Þá var Frjálslyndi flokkurinn dæmdur til að greiða Margréti 600 þúsund krónur í málskostnað. - gar Dómur í deilum frjálslyndra: Margrét fái ein mánaðarlaun Ákvæði um þjóðar- atkvæði í stjórnarskrá Fimmtán prósent kjósenda geta krafist þess að efnt verði til þjóðaratkvæða- greiðslu, samkvæmt frumvarpi um breytingar á stjórnarskránni. Í því er einnig kveðið á um að náttúruauðlindir verði þjóðareign. 41 á að sitja stjórnlagaþing. Náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti eru þjóðar- eign, samkvæmt frumvarpinu. Í því segir að allar náttúruauðlindir beri að nýta á sem hagkvæmastan hátt á grundvelli sjálfbærrar þróunar til hagsældar fyrir þjóðina og kom- andi kynslóðir. Náttúruauðlindir í þjóðareign megi ekki selja eða láta varanlega af hendi. Breyta má stjórnarskránni með þjóðaratkvæðagreiðslu. Skal hún fara fram eftir að Alþingi hefur sam- þykkt frumvarp um breytinguna. Ef fimmtán prósent kjósenda krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um tiltekin lög eða málefni sem varða almannahag skal Alþingi efna til slíkrar atkvæðagreiðslu. Á hún að fara fram innan þriggja mánaða frá því að staðfest krafa þar um liggur fyrir. Niðurstaðan er bindandi. Ekki verður hægt að krefjast þjóðarat- kvæðagreiðslu um fjárlög, fjárauka- lög, lög um skattamálefni og lög sem sett eru til að framfylgja þjóð- réttarskuldbindingum. Nánari reglur um málsmeðferð verða bundnar í sérstökum lögum. Stjórnlagaþing, sem endurskoða á stjórnarskrána, á að koma saman eigi síðar en 1. desember og ljúka störfum eigi síðar en 17. júní 2011. Það skal skipað 41 þjóðkjörn- um fulltrúa en mæla á fyrir um kjörgengi og kosningu í sérstökum lögum. Alþingi á að fjalla um og síðar samþykkja frumvarp stjórn- lagaþings um nýja stjórnarskrá. Á endanum verður það sent þjóðinni til samþykktar eða synjunar. FJÓRÞÆTT BREYTING Á STJÓRNARSKRÁNNI FYRSTA STJÓRNARSKRÁIN Íslendingar fengu stjórnarskrá frá Kristjáni konungi IX 1874. Sumt stendur enn lítið breytt í stjórnarskránni, sérstak- lega ákvæði í öðrum kafla hennar sem fjallar um framkvæmdavaldið. FJÖLMIÐLAR Rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið hefur óskað eftir að fá lista yfir þá sem hafa starfað sem stjórnarmenn í 365 frá 2004 til 2008. Einnig yfir forstjóra félagsins og yfirmenn, ritstjóra og fréttastjóra Stöðv- ar 2, Bylgjunnar, Fréttablaðsins, Vísis og Markaðarins. Þá vill nefndin fá nöfn starfs- manna sem hafa haft dagskrár- gerð eða fréttaskrif á sinni könnu um efnahagsmál, viðskiptalífið, fjármál og starfsemi banka og bankastofnana. Þetta er gert til að sjá hvort hagsmunatengsl hafi hugsanlega haft áhrif á umfjöllun fjölmiðlanna. - kóþ Rannsóknarnefnd Alþingis: Vill lista yfir starfsfólk 365 DÓMSMÁL Aðalmeðferð fór fram í gær í máli gegn Benjamín Þór Þorgrímssyni, sem ákærður er fyrir þrjár líkamsárásir. Ein árásin, á athafnamanninn Ragn- ar Magnússon, vakti töluverða athygli, en hún átti sér stað undir eftirliti myndavéla sjónvarps- þáttarins Kompáss. Ragnar sagð- ist fyrir dómi hafa verið beð- inn um að bera við minnisleysi í réttarsal ella hljóta verra af. Benjamín er einnig ákærður fyrir árás á viðskiptafélaga sinn á Hótel Nordica, og árás á ógæfu- mann. Sá var nýkominn úr mis- heppnaðri ránstilraun á snyrti- stofu þegar Benjamín réðst á hann. Benjamín neitar öllu. - sh Ákært fyrir þrjár árásir: Beðinn um að missa minnið BRETLAND Alvarlegur skortur á innfæddum trúðum og loftfim- leikafólki ríkir í Bretlandi, ef marka má orð Malcolms Clay, formanns samtaka sirkuseig- enda í þar í landi. Clay hefur sent skýrslu þess efnis til innanríkis- málanefndar breska þingsins. Í skýrslunni kemur fram að vegna skortsins neyðist sirkus- eigendur til að ráða fólk frá Kína og Austur-Evrópu til starfa. Nýtt kerfi varðandi vinnuleyfi í Bret- landi, sem tekið verður í notkun í næsta mánuði, gæti hamlað því að fólk frá þessum löndum feng- ist í störfin. „Breskir sirkus- starfsmenn arfleiða ekki lengur yngri kynslóðir að hæfileikum sínum, heldur taka þá með sér í gröfina,“ segir Clay. - kg Breskir sirkuseigendur: Skortur á trúð- um í Bretlandi TRÚÐALÆTI Að sögn formanns samtaka sirkuseigenda í Bretlandi er fátt um atvinnulausa trúða. NORDICPHOTOS/AFP VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 14° 8° 4° 6° 4° 5° 5° 4° 5° 5° 21° 9° 11° 24° 2° 8° 14° 2° -5 -5 -3 -4 -2 1 -2 2 -2 1 -8 5 8 8 6 5 6 5 5 2 3 6 -1 -3 -3 1 1 Á MORGUN 10-15 m/s norðvestan til annars hæg breytileg átt SUNNUDAGUR 10-18 m/s hvassast norðvestan til 0 -3 -4 -1 -1 HELGARHORFUR Á morgun verður stíf norðaustan átt á land- inu norðvestan- og vestanverðu annars yfi rleitt hæg breytileg átt. Snjókoma verður á Vestfjörðum annars él á víð og dreif um landið og fremur skýjað. Á sunnu- dag verður ákveðin norðanátt um allt land, sýnu hvössust norðvestan og vestan til. Úrkomulítið austan og suðaustan til annars él. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur MARGRÉT SVERRISDÓTTIR FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI GENGIÐ 05.03.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 174,8641 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 112,64 113,18 159,26 160,04 141,54 142,34 18,995 19,107 15,878 15,972 12,37 12,442 1,1323 1,1389 164,38 165,36 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.