Fréttablaðið - 06.03.2009, Blaðsíða 12
12 6. mars 2009 FÖSTUDAGUR
FRÉTTAVIÐTAL: Sigurður Örn Ágústsson sjálfstæðismaður
„Vinur er sá er til vamms
segir,“ ítrekar Sigurður
Örn Ágústsson sem gagn-
rýnt hefur forystu Sjálf-
stæðisflokksins harðlega
skömmu fyrir sitt fyrsta
prófkjör. Hann er bein-
skeyttur en spurningin
er hvernig vinargreiðinn
leggist í sjálfstæðismenn.
Sigurður er harðorður og
fipast ekki flugið þegar
hann er spurður um gæslu-
varðhaldið sem hann mátti
þola, þá grunaður um aðild
að fíkniefnamáli.
Hvað verður um beinskeytta
og berorða stjórnmálamenn sem
vilja nýtt Ísland en segja gömlu
pólitíkinni, með sínum klisjum
og klíkum, stríð á hendur? Verð-
ur þeim bolað frá, samsamast
þeir þeim sem þeir gagnrýna
eða verða þeir brautryðjendur
breyttra tíma? Tilraun Sigurð-
ar Arnar Ágústssonar gæti fært
okkur svarið en hann vill boða
ný vinnubrögð í stjórnmálum og
óskar eftir öðru til fjórða sæti í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins
í Norðvesturkjördæmi. Hann
stýrir starfshópi um uppgjör
og lærdóma vegna bankahruns-
ins á vegum endurreisnarnefnd-
ar flokksins. Af fyrstu drögum
þeirrar skýrslu má sjá að forysta
flokksins er ekki tekin neinum
silkihönskum í þessu uppgjöri.
Rétt eins og Sigurður Örn vildi
hafa það. Geir H. Haarde gagn-
rýndi aftur á móti að það væri
þröngur hópur sem unnið hefði að
skýrslunni svo þar væri kannski
ekki að heyra rödd flokksins.
Blátt áfram
„Ég vil þá segja það að þeir sem
að skýrslunni unnu, en það var um
12 til 15 manna hópur sem kom að
þessu, eru allt grjótharðir sjálf-
stæðismenn,“ segir Sigurður Örn
um gagnrýni formannsins. „Og til
að byrja með voru þeir ekki sam-
mála mér í þeirri nálgun að við
ættum að vera mjög sjálfsgagn-
rýnin og þeir vildu milda fram-
setninguna og setja þetta í ein-
hvern búning og hugsa um að
gefa ekki pólitískum andstæð-
ingum höggstað á sér. Þetta var
rætt fram og til baka á mörgum
fundum. En ég lít svo á að rétt sé
rétt. Eða eins og eitt af slagorð-
um Sjálfstæðisflokksins segir að
„gjöra rétt, þola ei órétt“. Og ég
held að þeir sem hafa lagt nafn-
ið sitt við þessa skýrslu geti verið
mjög sáttir við það. Hún er svo
sem ekki neinn algildur sannleik-
ur en hún er samt tilraun til þess
að komast að því hvaða mistök
við höfum gert og gera þá fortíð
upp með jákvæðum hætti. Það er
líka hægt að gagnrýna af ást. Ég
hef ást á Sjálfstæðisflokknum og
vinur er sá er til vamms segir.“
Vill flokkurinn fersku vindana?
Sigurður Örn segir að þjóðin vilji
stjórnmálamenn sem tali beint
út og segi sannleikann. „Þjóðin
er alveg tilbúin að takast á við
sannleikann,“ segir hann. En
hefur stjórnmálamaður sem fer
fram af slíku hispursleysi von
til þess að komast áfram í sínum
flokki? „Sjálfsagt má segja það
að svona framganga geti komið
manni í einhvern bobba en ég lít
hins vegar þannig á að sú pólitík
sem viðgengist hefur hér á landi
undanfarin ár hafi einfaldlega
verið kveðin í kútinn með þessu
ástandi sem nú er upp komið. Og
ég er að segja að við sjálfstæð-
ismenn eigum að líta inn á við;
gagnrýna þar sem þarf, laga og
endurbæta en halda svo áfram.
En ég vil líka segja það að ég get
ekki séð með nokkru lifandi móti
að aðrir flokkar séu að reyna á
nokkurn hátt að gangast við því
að þeir hafi verið sofandi, sýnt
andvaraleysi og svo fram eftir
götunum.“
Hverja telur hann þá mögu-
leika sína á því að komast á þing?
„Ef kjósendur Sjálfstæðisflokks-
ins í Norðvesturkjördæmi vilja fá
mann sem hefur góða menntun,
reynslu af atvinnulífinu, hefur
náð árangri hvar sem hann hefur
komið og vill nú breytingar þar
sem hann er ekki ánægður með
hvernig staðið hefur verið að
hlutunum, þá á ég mikla mögu-
leika. En ef menn ætla að fara í
einhverjar klíkur til að koma að
einhverjum aðilum frá einhverju
sérstöku svæði til að tryggja hags-
muni þess, þá mun ég ekki hljóta
mikinn hljómgrunn.“ En hvernig
metur hann stöðu sína? „Ég ber
ekki svo mikið skynbragð á það
en get þó sagt að þeir fjölmörgu
sem ég hef talað við hafa verið
ánægðir með þá fersku vinda sem
blása með mér og mínum svar-
bræðrum.“
Með fingraför á sálinni
Rétt eins og flokkurinn hefur
Sigurður Örn þurft að gera upp-
gjör við sína fortíð. Í bloggheim-
um var honum nýlega núið því um
nasir að hafa setið í gæsluvarð-
haldi grunaður um aðild að fíkni-
efnamáli. „Það er ósköp lítið um
þetta mál að segja annað en það
að fyrir ellefu árum lá ég undir
grun um aðild að þessu fíkniefna-
máli sem ég átti enga aðild að. Ég
var tekinn í gæsluvarðhald og sat
saklaus í einangrun í 51 dag. Auð-
vitað hefur það varanleg áhrif
á mann að vera beittur slíkum
rangindum. Staðreyndir máls-
ins eru hins vegar þessar: Málið
var dómtekið og ég fundinn sýkn
saka, ég stefndi síðan ríkinu fyrir
þetta ranglæti gagnvart mér og
ég vann það mál.“
Við svo kveðið er Sigurður Örn
farinn akandi af stað vestur á
firði til að setja niður fræ í póli-
tíska landslaginu í Norðvestur-
kjördæmi. Hann bendir þeim sem
vilja kynna sér málflutning hans
á vefsíðu sína sigurdurorn.is.
Gagnrýnir flokkinn af ást
SIGURÐUR ÖRN ÁGÚSTSSON Þjóðin vill stjórnmálamenn sem tala hreint út, segir Sigurður Örn. Svo verður það að koma í ljós í
prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi hvort flokkurinn vilji slíka menn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
FRÉTTAVIÐTAL
JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON
jse@frettabladid.is
SÚDAN, AP Omar al-Bashir, forseti Súdans, segir
handtökuskipan Alþjóðlega sakadómstólsins í Haag
ekkert annað en samsæri „nýlendustefnunnar“ um
að kollvarpa stöðugleika landsins.
Saksóknari dómstólsins segir al-Bashir bera
ábyrgð á stríðsglæpum og glæpum gegn mannkyni
í Darfúr-héraði, þar sem ógnarherferð á hendur
íbúum hefur kostað 300 þúsund mannslíf og hrakið
milljónir manna á flótta undanfarin sex ár.
Sjálfur dansaði forsetinn og veifaði staf sínum
innan um þúsundir manna í höfuðborginni Kartúm.
Mannfjöldinn lýsti yfir stuðningi við forseta sinn,
sem ætlar ekki að taka minnsta mark á handtöku-
skipuninni.
Afríkubandalagið kallaði saman neyðarfund
vegna málsins í gær og hvatti dómstólinn til þess að
fresta því að leggja fram ákærur á hendur al-Bashir
um eitt ár, til þess að setja ekki í uppnám friðarvið-
ræður um Darfúr-hérað.
Ákvörðun dómstólsins veldur því að fleiri leið-
togar Afríkuríkja óttast um stöðu sína. Hugsanlegt
er talið að dómstóllinn beini síðar meir athygli sinni
að leiðtogum Simbabve, Kenía, Úganda, Eþíópíu,
Erítreu, Tsjad, Fílabeinsstrandarinnar, Rúanda og
Mið-Afríkulýðveldisins. - gb
Omar al-Bashir ætlar ekki að taka minnsta mark á handtökuskipun:
Segist fórnarlamb samsæris
NÝ SALATLÍNA FRÁ
SÓMA SEM BYGGÐ ER
Á LANGRI REYNSLU
AF SAMLOKUGERÐ
KAUPTHING FUND
Société d'Investissement à Capital Variable
14, boulevard Royal - L-2449 LUXEMBOURG
R.C.S. Luxembourg B 96.002
NOTICE TO THE SHAREHOLDERS
The Board of Directors convenes the Shareholders of KAUPTHING FUND, Sicav to attend the Annual
General Meeting to be held at the registered office of the company on
16 April 2009 at 10.00 a.m.
with the following agenda :
1. Report of the Board of Directors and of the Auditor
2. Approval of the financial statements as at 31 December 2008
3. Allocation of results
4. Discharge to the Directors
5. Renewal of the mandate of the Auditor
6. Statutory elections.
The Shareholders are advised that no quorum for the statutory general meeting is required and that
decisions will be taken by a simple majority of the votes cast. Proxies are available at the registered
office of the Sicav.
For the Board of Directors
Auglýsingasími
– Mest lesið
Í HÓPI STUÐNINGSMANNA Íbúar höfuðborgarinnar lýstu stuðn-
ingi við Omar al-Bashir forseta, sem þarna veifar staf sínum úr
bifreið sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/AP